Síða 4 af 5

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 21. Maí. 2012 01:01:35
eftir Guðjón
FLOTT ER HÚN! Er ekki æðislegt að fljúga henni?

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 21. Maí. 2012 09:24:15
eftir Sverrir
Skal segja þér það þegar ég verð kominn með aðeins fleiri mínútur á hana en þetta lofar óneitanlega góðu. ;)

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 25. Maí. 2012 00:59:50
eftir Sverrir
Skaust í Poulsen(munið eftir afslættinum) og náði mér í liti, Ferrari rauður og Lamborghini gulur, ásamt nokkrum aukahlutum sem mig vantaði til að geta hafið verkið. Óneitanlega leiðinlegt að þurfa að standa í þessu á nýrri vél en hún er alla veganna enn á meðal vor svo það er svo sem ekki hægt að kvarta of mikið!

Fyrst var að pússa upp lakkið yfir stærstu skemmdunum.
Mynd

Mynd

Mynd

Svo var að skella dúk og kvoðu yfir sárin.
Mynd

Mynd

Mynd

Næst var epoxy hrært og örblöðrum blandað út í þangað til vel þykk blanda fékkst.
Mynd

Þessu var svo smurt í dýpstu dældirnar.
Mynd

Mynd

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 25. Maí. 2012 16:00:50
eftir Sverrir
Þá var komið að sparsli.
Mynd

Og pússa.
Mynd

Svo þarf að hylja það sem ekki á að klína úða á.
Mynd

Þar sem ég þarf að laga skemmdir á efra byrðinu og ég er ekki nógu mikill listamaður til að blanda viðgerðinni saman við eldra lakkið þá er bara að finna næstu heilu línu sem ég get skorið við.
Mynd

Hylja meira.
Mynd

Eftir að hafa strokið yfir með hreinsiefni þá var stálull notuð til að matta gelcoat-ið til að tryggja betri viðloðun.
Mynd

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 25. Maí. 2012 16:53:59
eftir Spitfire
Smekklegt, ein spurning þó, náði skemmdin alveg í gegn þar sem þú settir trefjadúkinn, semsagt það var ekki nóg að sparsla bara og pússa?

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 25. Maí. 2012 17:48:45
eftir Sverrir
Það slapp í þremur minnstu götunum en fyrst ég var að þessu þá gat ég alveg eins farið alla leið.

Því næst var komið að fylligrunninum, svona viljum við sjá þetta slétt og fínt.
Mynd

Hér þarf hins vegar að grípa aðeins inn í og laga misfellurnar.
Mynd

Búið að pússa fylligrunninn, þá er settur smá grunnur.
Mynd

Mynd

Mynd

Smá litur kominn á þetta.
Mynd

Mynd

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 25. Maí. 2012 19:39:04
eftir Haraldur
Verður engin þyngdaraukning af þessu?

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 25. Maí. 2012 22:06:50
eftir Björn G Leifsson
Hmmm... Vonandi þarf ekki að pæla gegnum þetta eftir hvert flug :D

Flott að sjá hvernig þetta er gert.

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 26. Maí. 2012 01:04:28
eftir Sverrir
Nei, við skulum vona ekki. ;)

Rautt, rautt, rautt er...
Mynd

Hmmmm... :)
Mynd

[quote=Haraldur]Verður engin þyngdaraukning af þessu?[/quote]

Ekkert til að hafa áhyggjur af.

Re: CARF Ultra Flash

Póstað: 26. Maí. 2012 02:02:41
eftir Messarinn
Þetta er flott Sverrir