Síða 4 af 4
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 3. Des. 2006 17:25:50
eftir kip
Hún kom á óvart. Ég dreif mig á Melana með Mustanginn, konuna og krakkann. Lét félaga vita og þegar ég kom á Melana voru Gaui og Þröstur mættir, svo kom Kjartan. Vélinni var stillt upp, tankað og sett í gang. Ég keypti þennan Irvine 53 mk2 á Ebay og vissi lítið um hann annað en seljandinn dásamaði hann. Þessi mótor er bara snilld, gengur eins og klukka, snarpur, kraftmikill og hljóðlátur. Svo fór ég bara í loftið og allt fullkomið, trimmaði 3svar til hægri og allt great. Þetta kom mér bara ofboðslega á óvart, ég hélt að þetta rusl myndi varla geta flogið. Eftir 2 fín flug kom upp eitthvað vesen sem lýsir sér eins og að það sé loft að komast að einhversstaðar og ég hled það lagist með því að skipta um slöngur, Það eru gular slöngur sem maður sér ekkert í gegn hvort það séu loftbólur.
En sumsé, allt gekk að óskum í þessu jómfrúarflugi.
Á myndinni eru þeir Gaui og Kjartan reynsluboltar að aðstoða undirritaðann sem er úti í berjamó að rangetékka
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 3. Des. 2006 17:28:59
eftir Árni H
Snilldin ein - ég gratúlera!
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 3. Des. 2006 17:33:11
eftir Sverrir
Til hamingju gamli minn
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 3. Des. 2006 19:21:23
eftir kip
Takk Sverrir.
Næst á dagskrá er snyrting DC-3, ég gæti étið skósóla fyrir nýjar cowlingar. Ef einhver veit um cowlingar á DC-3 frá Kyosho sem ég get keypt, fær sá hinn sami 2 poka af muffins fyrir upplýsingarnar
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 3. Des. 2006 20:54:47
eftir Offi
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 5. Des. 2006 14:14:33
eftir kip
Þarna eru cowlingar á þristinn! Jæja Offi nú neyðistu til að koma norður og innheimta MUFFINS!
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 5. Des. 2006 14:19:50
eftir Offi
[quote=kip]Takk Sverrir.
Næst á dagskrá er snyrting DC-3, ég gæti étið skósóla fyrir nýjar cowlingar. Ef einhver veit um cowlingar á DC-3 frá Kyosho sem ég get keypt, fær sá hinn sami 2 poka af muffins fyrir upplýsingarnar[/quote]
Já, takk fyrir það. Það kemur að því. Svo getur þú maulað á skósólanum á meðan!
Sýnist að vísu vera nokkuð stífir prísar þarna, er það ekki? En... rétt eins og konurnar: Allt fyrir útlitið!
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 5. Des. 2006 14:42:13
eftir kip
120$ + skemmtanaskattur og tollar, mér finnst það frekar jú....., en allt fyrir Pál Sveinsson!
Re: P51D Mustang frá
Póstað: 7. Des. 2006 00:09:12
eftir kip
Ég fór til Kjartans og fékk hjá honum vídjó og myndir.
Hér er vídjó af
jómfrúarfluginu!!!: http://www.kip.is/modelflug/img/mustang-jomfru.wmv (þetta er 30mb þannig að það er gott að hægrismella og velja "save target as" og vista þetta allt í tölvuna fyrir áhorf.)
Svo varð ég bara að pósta þessari mynd með
:D:
Kv, Diddi