Super Stearman smíði
Re: Super Stearman smíði
Fyrir svona fúskara eins og mig þá eru þau mjög svipuð
Icelandic Volcano Yeti
Re: Super Stearman smíði
Jæja börnin góð, þá er það kvöldsagan í kvöld.
Bara smá dútl, engar stórar framkvæmdir. Til að byrja með, þá ákvað ég að þar sem léttari mótorinn er notaður, þá þurfi að setja blýboxið framí nefið. Ég gerði þess vegna tvennt: Í fyrsta lagi, þá setti ég glerfíbermottu utaná boxið, því ég treysti því ekki að það hangi saman ef blýið fer eitthvað að hreyfast. Þetta er 50g/m² dúkur og Z-Poxy Finishing Resin, eins og ég nota utaná módel sem á að sprauta. Þetta gerir líka boxið algerlega eldsneytishelt.
Í öðru lagi setti ég kubba ofaná mótorfestinguna sem eiga að halda blýboxinu. Þeir eru fyrst límdir niður með Zappi og síðan eru tvær skrúfur settar í gegnum þá í mótorbúkkann. Boxið er síðan skrúfað oná þessa kubba. Einfalt og virkar.
Næst setti ég hjólaskálarnar á og festi dekkin. Maður byrjar á því að merkja fyrir 13mm götum á skálarnar ...
Síðan límir maður tvær krossviðarplötur innaní skálarnar í kringum götin. Það er mælt með því að maður setji smá Microballoons í epoxýið þegar maður límir og ég gerði það. Þetta kemur í veg fyrir að límið renni mikið til. Mér skilst að það sé núna hægt að fá sérstakt lím sem hegðar sér þannig og ég þarf endilega að fá mér svoleiðis.
Svo setur maður skálarnar á sinn stað, festir hjólin með og stillir allt eins og það á að vera. Að lokum festir maður skálarnar með tveim litlum skrúfum í hvora skál. Mér finnst endilega að þessar skrúfur séu of litlar og ef ég ætti þetta módel sjálfur, þá myndi ég setja 3mm bolta og nælonrær í staðinn.
Það síðasta sem ég gerði í kvöld var að setja öll servóin í og stilla stýrisstangirnar. Móttakarinn situr á plötunni sem heldur tankinum og batteríið fyrir móttakarann er hinum megin á henni (ofaná). Þetta kemur alveg ágætlega snyrtilega út og það er nóg pláss fyrir glóðarstilli og rafhlöðu sem ég set í seinna. Ef vel er að gáð má jafnvel sjá vírana fyrir glóðina neðst á myndinni.
Skjáumst síðar börnin góð og sofið vel.
Bara smá dútl, engar stórar framkvæmdir. Til að byrja með, þá ákvað ég að þar sem léttari mótorinn er notaður, þá þurfi að setja blýboxið framí nefið. Ég gerði þess vegna tvennt: Í fyrsta lagi, þá setti ég glerfíbermottu utaná boxið, því ég treysti því ekki að það hangi saman ef blýið fer eitthvað að hreyfast. Þetta er 50g/m² dúkur og Z-Poxy Finishing Resin, eins og ég nota utaná módel sem á að sprauta. Þetta gerir líka boxið algerlega eldsneytishelt.
Í öðru lagi setti ég kubba ofaná mótorfestinguna sem eiga að halda blýboxinu. Þeir eru fyrst límdir niður með Zappi og síðan eru tvær skrúfur settar í gegnum þá í mótorbúkkann. Boxið er síðan skrúfað oná þessa kubba. Einfalt og virkar.
Næst setti ég hjólaskálarnar á og festi dekkin. Maður byrjar á því að merkja fyrir 13mm götum á skálarnar ...
Síðan límir maður tvær krossviðarplötur innaní skálarnar í kringum götin. Það er mælt með því að maður setji smá Microballoons í epoxýið þegar maður límir og ég gerði það. Þetta kemur í veg fyrir að límið renni mikið til. Mér skilst að það sé núna hægt að fá sérstakt lím sem hegðar sér þannig og ég þarf endilega að fá mér svoleiðis.
Svo setur maður skálarnar á sinn stað, festir hjólin með og stillir allt eins og það á að vera. Að lokum festir maður skálarnar með tveim litlum skrúfum í hvora skál. Mér finnst endilega að þessar skrúfur séu of litlar og ef ég ætti þetta módel sjálfur, þá myndi ég setja 3mm bolta og nælonrær í staðinn.
Það síðasta sem ég gerði í kvöld var að setja öll servóin í og stilla stýrisstangirnar. Móttakarinn situr á plötunni sem heldur tankinum og batteríið fyrir móttakarann er hinum megin á henni (ofaná). Þetta kemur alveg ágætlega snyrtilega út og það er nóg pláss fyrir glóðarstilli og rafhlöðu sem ég set í seinna. Ef vel er að gáð má jafnvel sjá vírana fyrir glóðina neðst á myndinni.
Skjáumst síðar börnin góð og sofið vel.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Stearman smíði
Hvernig er það Guðjón, Vinnur þú bara hálfan daginn??? Ég kemst aldrei yfir svona mikið á einni kvöldstund....
mbk
tóti
mbk
tóti
Re: Super Stearman smíði
Sæll Þórir
[quote=Þórir T]Hvernig er það Guðjón, Vinnur þú bara hálfan daginn??? Ég kemst aldrei yfir svona mikið á einni kvöldstund....[/quote]
Ég reyni að vinna eins lítið og ég kemst upp með Annars er trixið að vra búinn að velta fyrir sér hvað maður ætlar að gera og leysa vandamálin í huganum áður en maður fer út í bílskúr.
[quote=Þórir T]Hvernig er það Guðjón, Vinnur þú bara hálfan daginn??? Ég kemst aldrei yfir svona mikið á einni kvöldstund....[/quote]
Ég reyni að vinna eins lítið og ég kemst upp með Annars er trixið að vra búinn að velta fyrir sér hvað maður ætlar að gera og leysa vandamálin í huganum áður en maður fer út í bílskúr.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Stearman smíði
Þetta er mjög flott sammála öllum hinum í því. En.......Hefði ekki átt að setja Futaba? =)
Re: Super Stearman smíði
Sæll Guðjón
[quote=Guðjón]Þetta er mjög flott sammála öllum hinum í því. En.......Hefði ekki átt að setja Futaba? =)[/quote]
Ég hefði gert það ef ég ætti módelið sjálfur, en þar sem Þröstur er eigandi og stjórnar hvað fer hvar, þá er JR sett í gripinn.
Lítið gert í kvöld. Ég byrjaði á því að skrúfa blýboxið á sinn stað. Ég bara vona að það þurfi ekki að setja mikið blý í það.
Ég fór í Húsasmiðjuna í dag og fékk mér hvítt Fix-All. Ég gat því notað það til að líma alls konar hluti á módelið: Í fyrsta lagi límdi ég svarta slöngu sem búið var að rista utanum brúnirnar á flugmannsklefunum. Síðan klippti ég gluggan út og límdi þá á sína staði. Ég gubbaði helling af Fix-All undir flugmennina og setti þá í klefana. Að lokum snyrti ég hryggjarstykkið til og límdi það á sinn stað. Það tók mig hátt í klukkutíma að skera, skafa og pússa hryggjarstykkið þar til það passaði eins og það átti að gera. Ef maður flýtir sér, þá er hætta á að það fari of mikið og það er ekki hægt að bæta því við aftur. Nú verður þetta að sitja svona til morguns, því Fix-All-ið tekukr alveg sólarhringinn að harðna.
Skjáumst síðar
[quote=Guðjón]Þetta er mjög flott sammála öllum hinum í því. En.......Hefði ekki átt að setja Futaba? =)[/quote]
Ég hefði gert það ef ég ætti módelið sjálfur, en þar sem Þröstur er eigandi og stjórnar hvað fer hvar, þá er JR sett í gripinn.
Lítið gert í kvöld. Ég byrjaði á því að skrúfa blýboxið á sinn stað. Ég bara vona að það þurfi ekki að setja mikið blý í það.
Ég fór í Húsasmiðjuna í dag og fékk mér hvítt Fix-All. Ég gat því notað það til að líma alls konar hluti á módelið: Í fyrsta lagi límdi ég svarta slöngu sem búið var að rista utanum brúnirnar á flugmannsklefunum. Síðan klippti ég gluggan út og límdi þá á sína staði. Ég gubbaði helling af Fix-All undir flugmennina og setti þá í klefana. Að lokum snyrti ég hryggjarstykkið til og límdi það á sinn stað. Það tók mig hátt í klukkutíma að skera, skafa og pússa hryggjarstykkið þar til það passaði eins og það átti að gera. Ef maður flýtir sér, þá er hætta á að það fari of mikið og það er ekki hægt að bæta því við aftur. Nú verður þetta að sitja svona til morguns, því Fix-All-ið tekukr alveg sólarhringinn að harðna.
Skjáumst síðar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Stearman smíði
Þá kemur síðasti kaflinn í bili, alla vega þar til Þröstur losnar úr vinnunni.
Nú er ég búinn ða ganga frá on-board-glow í vélina. Ég raðaði móttaka, glóðarstjóra og rafhlöðu betur á móttakarabrettið og setti franskan undir þau. Ég mæli með þessari aðferð. Bara pússa örlðitið á móttaka o.s.frv. með grófum sandpappír og líma síðan annan helminginn af frönskum rennilás á tækið með 5mín epoxý. Hinn helmingurinn er límdur á bretti eða innaní módel með sama lími. Þegar allt er hart er móttakarinn bara lagður á sinn stað og situr þar þangað til hann er tekinn af. Hér er allt kraðakið. Teygjan er bara auka öryggi:
Þröstur hafði minnst á það í framhjáhlaupi þegar ég tók við kassanum að það væri flott að hafa flugvírana alla með. Ég fór því í Vogue og keypti þrjú bréf af teygjuböndum:
Þessar teygjur eru settar í 2mm göt hér og þar um módelið og límast vel með Zappi. Fyrsta tilraun var á stélinu. Ég boraði 2mm göt eins og leiðbeiningarnar sögðu og þræddi teygjubandið í gegn. Til að hægt sé að þræða það í er um 3sm endi límdur með Zap og þá verður hann svo stífur að hann virkar eins og stoppunál. Hér er stélið:
Það eru tvær aðferðir við að setja flugvírana frá skrokknum út á vængina. Önnur aðferðin er að bora 2mm göt í skrokkinn ...
... líma teygju í annað gatið, þræða hana síðan upp á stífurnar og líma í hitt gatið:
Hin aðferðin er að búa til lykkju úr teygjubandinu og teygja hana frá einni stífu á aðra.
Í sumum tilvikum þurfti maður að halda teygjuni á sínum stað á meðan maður límdi, en það er mín reynsla að þá límast puttarnir fastir. Þess vegna notaði ég eigin aðferðir við að halda teygjunni, eins og hér sést:
Þegar límið var orðið hart klippti ég afganginn í burtu. Þetta kemur ekkert illa út:
Þá var komið að límmiðunum. Mælt er með því að nota vatn/uppþvottalög til að renna límmiðunum á sinn stað og ég gerði það þar sem ég taldi þess þurfa. Ég byrjaði á skráningarstöfunum:
Það sem aftur á móti setur hvað mestan svip á módelið, alla vega svona í návígi, eru línurnar og hnoðin sem maður límir á þá hluta vélarinnar sem voru álklæddir. Þetta virðist virka alveg sérlega vel og lítur bara vel út þegar það er komið á:
Það fylgja með alls konar miðar með nafni Great Planes og öðrum álíka skemmtilegum lógóum. Einnig fylgja límmiðar með mótornum. En þar sem ég er ekkert rosalega mikið fyrir að plástra módel með ljótum merkjum og miðum, þá lét ég það alveg ógert í þetta sinn. Sá sem kaupir módelið fær alla miðasúpuna með og getur límt á það allt sem hann vill.
Að lokum er hér ein mynd tekin í garðinum á Grísará. Það var áður en límmiðarnir fóru á, en þetta er sérlega glæsilegt módel og mjög vandað í alla staði, vandaðra en önnur ARTF módel sem ég hef sett saman.
Skjáumst síðar
Nú er ég búinn ða ganga frá on-board-glow í vélina. Ég raðaði móttaka, glóðarstjóra og rafhlöðu betur á móttakarabrettið og setti franskan undir þau. Ég mæli með þessari aðferð. Bara pússa örlðitið á móttaka o.s.frv. með grófum sandpappír og líma síðan annan helminginn af frönskum rennilás á tækið með 5mín epoxý. Hinn helmingurinn er límdur á bretti eða innaní módel með sama lími. Þegar allt er hart er móttakarinn bara lagður á sinn stað og situr þar þangað til hann er tekinn af. Hér er allt kraðakið. Teygjan er bara auka öryggi:
Þröstur hafði minnst á það í framhjáhlaupi þegar ég tók við kassanum að það væri flott að hafa flugvírana alla með. Ég fór því í Vogue og keypti þrjú bréf af teygjuböndum:
Þessar teygjur eru settar í 2mm göt hér og þar um módelið og límast vel með Zappi. Fyrsta tilraun var á stélinu. Ég boraði 2mm göt eins og leiðbeiningarnar sögðu og þræddi teygjubandið í gegn. Til að hægt sé að þræða það í er um 3sm endi límdur með Zap og þá verður hann svo stífur að hann virkar eins og stoppunál. Hér er stélið:
Það eru tvær aðferðir við að setja flugvírana frá skrokknum út á vængina. Önnur aðferðin er að bora 2mm göt í skrokkinn ...
... líma teygju í annað gatið, þræða hana síðan upp á stífurnar og líma í hitt gatið:
Hin aðferðin er að búa til lykkju úr teygjubandinu og teygja hana frá einni stífu á aðra.
Í sumum tilvikum þurfti maður að halda teygjuni á sínum stað á meðan maður límdi, en það er mín reynsla að þá límast puttarnir fastir. Þess vegna notaði ég eigin aðferðir við að halda teygjunni, eins og hér sést:
Þegar límið var orðið hart klippti ég afganginn í burtu. Þetta kemur ekkert illa út:
Þá var komið að límmiðunum. Mælt er með því að nota vatn/uppþvottalög til að renna límmiðunum á sinn stað og ég gerði það þar sem ég taldi þess þurfa. Ég byrjaði á skráningarstöfunum:
Það sem aftur á móti setur hvað mestan svip á módelið, alla vega svona í návígi, eru línurnar og hnoðin sem maður límir á þá hluta vélarinnar sem voru álklæddir. Þetta virðist virka alveg sérlega vel og lítur bara vel út þegar það er komið á:
Það fylgja með alls konar miðar með nafni Great Planes og öðrum álíka skemmtilegum lógóum. Einnig fylgja límmiðar með mótornum. En þar sem ég er ekkert rosalega mikið fyrir að plástra módel með ljótum merkjum og miðum, þá lét ég það alveg ógert í þetta sinn. Sá sem kaupir módelið fær alla miðasúpuna með og getur límt á það allt sem hann vill.
Að lokum er hér ein mynd tekin í garðinum á Grísará. Það var áður en límmiðarnir fóru á, en þetta er sérlega glæsilegt módel og mjög vandað í alla staði, vandaðra en önnur ARTF módel sem ég hef sett saman.
Skjáumst síðar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Stearman smíði
Sæll Guðjón,
Mig langar til að forvitnast um glóðarstjórann (fínt nafn) er hægt að setja glóðina á líka manualt óháð stöðu bensíngjafar? ég á einn svoleiðis og langar í fleiri...
Algjör snilld að fá að fylgjast með svona samsetningu, var farið að lengja eftir framhaldinu, en gott og vel, stundum er ekki tími ....
mbk
Tóti
Mig langar til að forvitnast um glóðarstjórann (fínt nafn) er hægt að setja glóðina á líka manualt óháð stöðu bensíngjafar? ég á einn svoleiðis og langar í fleiri...
Algjör snilld að fá að fylgjast með svona samsetningu, var farið að lengja eftir framhaldinu, en gott og vel, stundum er ekki tími ....
mbk
Tóti
Re: Super Stearman smíði
Þórir
Glóðarstjórinn virkar með inngjöfinni og setur glóðina á þegar maður dregur af mótornum. Hægt er að stilla hvenær hann fer á og í þessari einingu sem ég fékk, frá S.M.Services í Englandi, er fjögurra sekúndna töf þegar maður gefur inn, þ.e. hann slekkur ekki á sér fyrr en eftir fjórar sekúndur þegar maður gefur inn.
Skoðaðu síðurnar hjá S.M.Services, það eru ýmsar góðar græjur þar, ekkert sérlega dýrar : http://www.smservices.net/
Glóðarstjórinn virkar með inngjöfinni og setur glóðina á þegar maður dregur af mótornum. Hægt er að stilla hvenær hann fer á og í þessari einingu sem ég fékk, frá S.M.Services í Englandi, er fjögurra sekúndna töf þegar maður gefur inn, þ.e. hann slekkur ekki á sér fyrr en eftir fjórar sekúndur þegar maður gefur inn.
Skoðaðu síðurnar hjá S.M.Services, það eru ýmsar góðar græjur þar, ekkert sérlega dýrar : http://www.smservices.net/
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði