Þá kemur síðasti kaflinn í bili, alla vega þar til Þröstur losnar úr vinnunni.
Nú er ég búinn ða ganga frá on-board-glow í vélina. Ég raðaði móttaka, glóðarstjóra og rafhlöðu betur á móttakarabrettið og setti franskan undir þau. Ég mæli með þessari aðferð. Bara pússa örlðitið á móttaka o.s.frv. með grófum sandpappír og líma síðan annan helminginn af frönskum rennilás á tækið með 5mín epoxý. Hinn helmingurinn er límdur á bretti eða innaní módel með sama lími. Þegar allt er hart er móttakarinn bara lagður á sinn stað og situr þar þangað til hann er tekinn af. Hér er allt kraðakið. Teygjan er bara auka öryggi:
Þröstur hafði minnst á það í framhjáhlaupi þegar ég tók við kassanum að það væri flott að hafa flugvírana alla með. Ég fór því í Vogue og keypti þrjú bréf af teygjuböndum:
Þessar teygjur eru settar í 2mm göt hér og þar um módelið og límast vel með Zappi. Fyrsta tilraun var á stélinu. Ég boraði 2mm göt eins og leiðbeiningarnar sögðu og þræddi teygjubandið í gegn. Til að hægt sé að þræða það í er um 3sm endi límdur með Zap og þá verður hann svo stífur að hann virkar eins og stoppunál. Hér er stélið:
Það eru tvær aðferðir við að setja flugvírana frá skrokknum út á vængina. Önnur aðferðin er að bora 2mm göt í skrokkinn ...
... líma teygju í annað gatið, þræða hana síðan upp á stífurnar og líma í hitt gatið:
Hin aðferðin er að búa til lykkju úr teygjubandinu og teygja hana frá einni stífu á aðra.
Í sumum tilvikum þurfti maður að halda teygjuni á sínum stað á meðan maður límdi, en það er mín reynsla að þá límast puttarnir fastir. Þess vegna notaði ég eigin aðferðir við að halda teygjunni, eins og hér sést:
Þegar límið var orðið hart klippti ég afganginn í burtu. Þetta kemur ekkert illa út:
Þá var komið að límmiðunum. Mælt er með því að nota vatn/uppþvottalög til að renna límmiðunum á sinn stað og ég gerði það þar sem ég taldi þess þurfa. Ég byrjaði á skráningarstöfunum:
Það sem aftur á móti setur hvað mestan svip á módelið, alla vega svona í návígi, eru línurnar og hnoðin sem maður límir á þá hluta vélarinnar sem voru álklæddir. Þetta virðist virka alveg sérlega vel og lítur bara vel út þegar það er komið á:
Það fylgja með alls konar miðar með nafni Great Planes og öðrum álíka skemmtilegum lógóum. Einnig fylgja límmiðar með mótornum. En þar sem ég er ekkert rosalega mikið fyrir að plástra módel með ljótum merkjum og miðum, þá lét ég það alveg ógert í þetta sinn. Sá sem kaupir módelið fær alla miðasúpuna með og getur límt á það allt sem hann vill.
Að lokum er hér ein mynd tekin í garðinum á Grísará. Það var áður en límmiðarnir fóru á, en þetta er sérlega glæsilegt módel og mjög vandað í alla staði, vandaðra en önnur ARTF módel sem ég hef sett saman.
Skjáumst síðar