Hvað er að DA 50cc mótornum?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Það er ekki hlaupið að því að velja hljóðkút á kerruna. Þetta eru algjör eldflaugavísindi.
Ef pípan er tjúnuð þá verður lengdin á header/manifold röri að vera ákveðin og þá er mælt lengdin inn í rörinu sem gasið þarf að fara. Einnig verður þetta að passa í vélina svo það þurfi ekki að gera uppskurð á henni.

Það sem valið er á milli eru:
1. Carbon fiber tuned pipe, eins og sú sem var í vélinni.
http://www.escomposites.com/petrol.htm
Hér er bara að panta og setja í. Þeir segjast hafa gert endurbætur á rörinu og einfaldað svo það ætti ekkert að losna meira. Það eru misjafnar undirtektir með CF pústi á umræðuþráðum á netinu. Sumir segja algjört drasl meðan aðrir
eru bara sáttir.

2. Stainless Steel Tuned Silencer frá Toni Clark.
http://www.toni-clark.com/english/motor ... 0_sdzu.htm
Ég hringdi í Gerhard hjá Toni og hann lýsti þessu fyrir mér og segir að þetta sé toppurinn, en það þarf að passa upp á header lengdina svo pípan sé rétt túnuð. Inni í rörinu er fullt af filter dóti til að draga úr hávaða og auka afl.

3. Tuned pipe 1060 frá KS.
https://www.krumscheid-metallwaren.de/n ... hp?lang=EN
Þeir eru með þetta í setti sem passar beint í vél eins og mína. Mæla með þessu hjá Extreme Flight.

4. Silencer 86V frá KS.
https://www.krumscheid-metallwaren.de/n ... hp?lang=EN

5. Tuned pipe RE2 frá MTW
http://www.mtw-silencer.com/index.php/o ... /Itemid/88
Mæla með þessu hjá Extreme Flight og annars staðar á netinu.
MTW er einnig með complete set fyrir mína vél sem þeir kalla: SET 47. Á eftir að fá að vita hvað er innifalið í því setti.

6. Silencer TD 75 frá MTW.
http://www.mtw-silencer.com/index.php/o ... /Itemid/69
Líka hægt að fá með úttaki aftur úr.


Þannig að ef ég hoppa á silencers, annað hvort með úttaki að framan eða aftan þá þarf ég að fara í smá aðgerð á vélinni til að koma þessu fyrir því að lokaða púst hólfið er of langt eða kútarnir of stuttir.
Ef ég fer í tuned pipe þá á þetta að passa, en það þarf að mæla header lengd og kanski stytta headerinn sem ég er með eða taka með complete set og þá er réttur header með í pakkanum.
Á eftir að fá nokkur svör og nú er helgi, þannig að ekkert gerist fyrr en eftir helgina.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Sverrir »

Ætti ekki að þurfa stóra aðgerð þó þú farir í kút með útblástur að framan. Sennilega ekki nema smá rauf fyrir útblásturspípuna og auka stuðningu við filmuna þar í kring. :)

Í setti er útblástursgrein, teflon slanga, tvær klemmur og kútur. Passaðu þig bara á að það eru tvö sett í boði hjá MTW, SET 47 og SET 47a (tuned pipe). Mundu svo líka eftir festingu fyrir kút/pípu sem þú endar á að kaupa.

Ef mönnum langar að missa sig í ómpípufræðum þá póstaði Ágúst smá efni í fyrra.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Gauinn »

Takk fyrir þessa ábendingu Sverrir, nú hef ég góða og gilda ástæðu til að flýja úr hrútleiðinlegum herninum.
Þetta er aldeilis fróðlegt :/
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Sverrir]Ætti ekki að þurfa stóra aðgerð þó þú farir í kút með útblástur að framan. Sennilega ekki nema smá rauf fyrir útblásturspípuna og auka stuðningu við filmuna þar í kring. :)[/quote]

Er ekki slæmt að krukka svona í eldvegginn, þó að neðanverðu sé? Þarf ekki að gera svona hálfgerðann stokk utan um og lakka vél, svo að það leki ekki einhvert sull þarna inn?
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir einarak »

Ég myndi ekki fara í tuned pipe í þessa vél. Þær eru meira til að auka hásnúningsaflið, þ.e. fá nokkra snúninga í viðbót í botni, en midrange og lowrange á það til að líða fyrir. Tuned pipe eru meira fyrir pattern vélar og kappflugs. Ég held að góður canister væri algerlega málið.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Haraldur]Er ekki slæmt að krukka svona í eldvegginn, þó að neðanverðu sé? Þarf ekki að gera svona hálfgerðann stokk utan um og lakka vél, svo að það leki ekki einhvert sull þarna inn?[/quote]

Ekkert til að hafa áhyggjur af, þetta er í raun og vera bara skrokkrif, eldveggurinn er framar(og ofar).
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Agust »

Þú skalt endilega kaupa fjölhólfa pípu með 3 til 4 hólfum, þ.e. almennilegan hljóðdeyfi. Þá hverfur Trabant hljóð tvígengismótorsins og módelið hljómar eins og flugvél en ekki sláttuorf.

Ég hef keypt pípur frá Toni Clark og Just Engines.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Jæja, sagan endalausa er brátt á enda. Réttur hljóðkútur kom loksins í vikunni, MTW-TDH75 .
Í dag gafst svo loksins tími til að byrja á verkinu að setja hljóðkútinn í, en opna þarf stokkinn aðeins framar því að hljóðkúturinn er styttri en tjúnpípan.

Útbjó mér smá aðstöðu í geymslunni, vélin kominn upp á lektarnar (gamlir tölvukassar).
Mynd

Nýja gatið komið og búinn að lengja stokkinn niður á við (upp á myndinni) þannig að nýja gatið er í framhaldi af því gamla og myndar lengdann opinn stokk. Ég á svo eftir að setja vegg á ská milli nýja gatsins og það gamla og síðan klæða yfir gamla gatið og aðeins í kringum það nýja svo að örin á klæðningunni séu aðeins snyrtilegri. En ég þarf að hafa gamla gatið til að koma hljóðkútnum í. Ef það þarf að taka hann úr þá þarf að opna gamla gatið.
Mynd

Aðeins nær.
Mynd

Festingar séð aftan frá. Þríhyrningslistarnir voru búnir þannig að annar náði ekki allveg.
Mynd

Og frama frá.
Mynd
Já ég veit, þetta er ekki í miðið :/. Það er vegna þess að pústgreinin er ekki allveg í miðið á gatinu þar til að ég uppgvötaði að það er hné að greininni sem hægt er að begja svo greininn lendi akkúrat í miðju gatinu. En þetta passar svona allveg fínt.
Svo þurfti fremri ramminn að brotna í sundur því að ég var búinn að minnka hann svo nálægt festingunum, þannig að ég þurfti að raða spelkum á allar hliðarnar á honum til að halda honum saman.

Spurning hvort að ég þurfu að líma þetta eitthvað betur þarna að framan. Lét sírulím leka í hliðarrifurnar og setti svo lista hægra og vinstra meginn.

Ætli sé nóg loftflæði þarf í gegn? Hvað ætli hljóðkúturinn hitni mikið? Er hætta á að hann kveiki í timbrinu þarna í stokknum, það er frekar þröngt þarna?
Ætli ég þurfi að opna auka gat til að lofta um kútinn eins og þessi hefur gert.
Mynd

Spurning hvort að maður skelli hjólaskálunum á fyrst maður er byrjaður :)
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Hvar fæ ég silcon túpu til að lengja pústið með?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Sverrir »

Landvélum
Icelandic Volcano Yeti
Svara