Ég setti aftur Guardian 2D/3D í UltraStick 25e vélina, en mér varð á að skemma hana aðeins í fyrra þegar ég var að prófa stöðugleikabúnaðinn í fyrsta skipti. Ástæðan var þá "brownout" því BEC var of máttlaust þannig að spennan féll niður undir 3V þegar servón voru á fleygiferð.
Nú setti ég sem sagt öflugra BEC í Últrastikkinn ásamt Guardian. Í gær var vindurinn 8 - 12 m/s (meðalgildi-gustur) og gekk eins og í sögu að fljúga þessari miðlungs stóru balsa-rafmagnsflugvél. Lendingin hefði örugglega verið tvísýn án Guardian, en var leikur einn. Vélin lenti næstum lóðrétt.
Hmmm....? Þegar ég hef lent vél næstum lóðrétt þá hef ég komið heim með leifarnar i plastpoka.
Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug
Póstað: 3. Ágú. 2013 20:21:44
eftir Agust
[quote=Björn G Leifsson][quote=Agust]... Vélin lenti næstum lóðrétt.[/quote]
Hmmm....? Þegar ég hef lent vél næstum lóðrétt þá hef ég komið heim með leifarnar i plastpoka. [/quote]
Eins konar Harrier lending á móti stífum vindi...
Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug
Póstað: 3. Ágú. 2013 20:23:05
eftir Björn G Leifsson
[quote=Agust][quote=Björn G Leifsson][quote=Agust]... Vélin lenti næstum lóðrétt.[/quote]
Hmmm....? Þegar ég hef lent vél næstum lóðrétt þá hef ég komið heim með leifarnar i plastpoka. [/quote]
Eins konar Harrier lending á móti stífum vindi...[/quote]
Hehe...
Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug
Póstað: 6. Ágú. 2013 20:14:23
eftir hrafnkell
Ég ætlaði að vígja bixler2-inn sem ég fékk fyrir um ári um helgina, í hávaðaroki í grímsnesinu, og einnig vígja guardian. Kom þá á daginn að mótorinn í bixlerskömminni var steindauður (DOA) og því ekkert flogið um helgina
Sá fyrir mér að það væri gaman að láta reyna á græjurnar