Pitts Special S1-S smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Það var nú ekki mikið gert í dag -- og þó ...

Ég var búinn að líma alla rifjalista og klæðningar ofan á vænginn, þannig að kvöldið byrjaði á því að ég pússaði þetta allt saman vel og vandlega með grófum pappír til að fá nokkurnvegin hnökralaust yfirborð. Ég pússa þetta síðan betur með fínum pappír seinna og sett fylliefni þar sem þarf.

Nú kom að því að losa vænginn upp, en í leiðbeiningunum stendur að það sé auðvelt og virki alltaf. Ég hafði ekkert rosalega trú á þessu. Sem betur fer hafði ég vitni á staðnum til að taka myndir. Ég var ekkert alltof viss að naglarnir myndu losna án þess að vængurinn brotnaði meira eða minna. Ég notaði breitt sporján, tróð því undir vængbitana og sneri uppá það lítið í einu -- og það ótrúlega gerðist: vængurinn lyftist hægt og rólega upp eftir nöglunum þar til hann losnaði:

Mynd

Ég er vel seldur á þessa aðferð og mun nota hana óspart í framtíðinni. Hér er mynd af mér með vænginn stuttu eftir að ég hafði jafnað mig á hyssunni:

Mynd

Vængurinn er alveg gersamlega stífur og hreyfist ekkert, en þar að auki er hann mjög léttur. Ég skelli honum á vogina þegar ég er búinn að klæða hann undir.

Ég útbjó göt fyrir lendingarvírana og prófaði hvort þau eru ekki nokkurn vegin á réttum stað með því að setja 2mm snitt-tein í þau:

Mynd

Lítandi gott (íslensk þýðing á "looking good")
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, smávegis í viðbót:

Neðri vængurinn er um það bil að verða búinn. Ég er búinn að setja allan balsann undir hann og nú á bara eftir að setja ýmsa smáhluti, aðallega úr krossviði. Hér eru tvo dæmi, krossviðar bútar og ræmur þar sem vængstífan á að sitja:

Mynd

Eitt af því sem ég þurfti að gera var að skera fláa á 2mm krossviðarræmur sem eru fyrir ofan og neðan hallastýrið. Hér er sýnidæmi um hvernig þessi flái er tekinn samkvæmt leiðbeiningum frá Toni Clark:

Byrjað er á að festa ræmuna nður á smíðabretti með nöglum. Ég notaði 30mm MDF plötu og negldi ræmuna niður á brún plötunnar (1). Síðan klippti ég hausinn af naglanum (2) og kaf-rak síðan naglann (3). Þá eru naglarnir ekki fyrir þegar maður byrjar að verka viðinn.

Mynd

Næst er að hefla krossviðinn. Balsahefill með beittu blaði (rakvélarblaði) er alveg ómissandi þegar maður smíðar flugmódel.

Mynd

Síðan er farið á fláann með sandpappír í góðum kubbi til að fá þetta allt rétt og jafnt.

Mynd

Að lokum dregur maður krossviðinn upp af nöglunum. Þá er niðurstaðan er þessi:

Mynd

Ég vildi aðeins hvíla mig á vængjunum og ákvað þess vegna að byrja á skrokknum. Það fyrsta sem maður gerir þar er að setja göt á teikninguna og líma hana niður á bretti. Síðan neglir maður eldvegginn framan á smíðabrettið.

Mynd

Mikilvægt er að hafa 6x6mm balsastangir í rifunum í eldveggnum þegar maður neglir hann á.

Mynd

Hér kom fram misræmi í viðnum sem búið er að saga og teikningunni. Eldveggurinn er um 2mm breiðari en teikningin sýnir, þannig að ég varð að reyna að miðja hann við teikninguna og vona að þetta verði í lagi:

Mynd

Það næsta er að líma skrokkrif nr. 2 á smíðabrettið í gegnum götin (!) og setja síðan skrokklista og skrokkhliðar á með 30mín. epoxý. Ég notaði eins margar þvingur og ég gat komið að til að halda vinstri hliðinni á meðan epoxýið harðnar. Ég hugsa að ég setji hægri hliðina á í kvöld.

Mynd

Skjáumst síðar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, var einhver farinn að bíða?

Skrokkurinn skríður saman. Ég raðaði saman öllum stöngum og dílum sem þurfti til að fá útlínu skrokksins aftur að stéli og þá fór þetta að taka á sig ágæta mynd:

Mynd

Reyndar lítur út á þessari mynd að þetta sé allt rammskakkt, en það er bara myndavélin að plata okkur; þetta er eins rétt og mér tókst að gera það.

Næst festi ég ramma 3, sem heldur aftari hjólastellsfestingunni. Ég hafði haft ramma 3 lausan innan í skrokknum á sínum stað vegna þess að mér sýndist það gæti verið erfitt að koma honum í eftirá. Leiðbeiningarnar sögðu að það væri erfitt, en gerlegt, en ég tók ekki sénsinn. É setti hjólastellið í götin og límdi síðan ramma 3 í.

Mynd

Ég hélt áfram í kvöld að ganga frá hjólastellinu og gerði þá smá mistök sem ég mun greina frá síðar, en þau eru ekki hættuleg, bara pirrandi að teikningarnar og ensku leiðbeiningarnar eru ekki alltaf nógu nákvæmar og ég skil ekki þýskuna nógu vel.

Næst setti ég skástífur innan í skrokkinn og útbjó síðan listana sem eiga að koma útaná. Þeir eru gerðir úr 5x8mm balsa og maður þarf að rúnna til annan 5mm kantinn á þeim. Ég notaði balsahefilinn til að taka skarpasta hornið af ...

Mynd

... os síðan notaði ég smá pjötlu af grófum sandpappír (80) til að ná rúnningnum. Ef sandpappírinn nær ekki niður á borðið, þá rúnnast listinn fallega:

Mynd

Til að setja þessa lista á skrokkinn þurfti ég fyrst að gera raufar í skástífurnar sem ég setti í áðan. Ég dró línur þar sem raufarnar eiga a vera og byrjaði þær með mjórri PermaGrit þjöl. Til að fá síðan rétta breidd á rifunni þá fékk ég mér 5mm fururlista og límdi 80 sandpappír á hann með Zap-a-gap:

Mynd

Síðan gat ég notað þetta nýja pússiáhald til að taka réttar raufar í balsalistana:

Mynd

Mynd

Hér eru hliðarlistarnir síðan komnir á:

Mynd

Sjáumst seinna þó síðar verði.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, það er komið að því að ég skrifta og lýsi mistökunum.

Þegar hjólastellið var komið, á stóð í leiðbeiningum að ég ætti að taka fjórar 5mm skinnur og lóða þær með venjulegu tini við stellið þar sem það kemur í gegnum festingarnar. Leiðbeiningarnar töluðu um að skinnurnar ættu að takmarka hreyfingu á stellinu. Ég skoðaði teikningarnar vandlega en gat ekki komið auga á þessar skinnur. Ég las leiðbeiningarnar staf fyrir staf, en nákvæm staðsetning á skinnunum var ekki nefnd í þeim ensku. Ef þetta er sérstaklega nefnt í þýsku leiðbeiningunum, þá skildi ég það ekki.

Nú-nú, ég tók stóra lóðboltann, kynnti hann vel og vandlega með þar til gerðu rafmagni og lóðaði skinnurnar á þar sem mér fannst líklegast að þær ættu að vera.

Nokkrum línum neðar í leiðbeiningunum stendur að ég geti tekið stellið af. Ha? Hvernig? Skinnurnar eru fyrir!

Þá rann upp fyrir mér ljós: ég hafði sett þær vitlausu megin. Gula örin á myndinni hér fyrir neðan bendir á skinnuna þar sem hún er lóðuð á vitlausan stað. Rauða örin bendir á staðinn sem hún ætti að að vera á.

Mynd

Lóðboltinn fékk að vinna yfirvinnu við að losa skinnurnar af aftur. Hér er ein skinnan komin á réttan stað:

Mynd

Nú vantar mig grannan bindivír til að halda áfram með stellið, þannig að ég varð að fara í eitthvað annað verk. Þá urðu hallastýrin fyrir valinu. Þau eru sett saman úr þessum hlutum:

Mynd

Tíu mínútum síðar var þetta komið:

Mynd

Nú þarf ég bara að setja þrjár í viðbót saman og síðan hefla þær til og pússa. Svo set ég þær á vænginn. Ég hefði gert það í kvöld, nema að konan dró mig í bíó að sjá Mýrina. --- Ekki góð mynd - og ég er ekki búinn að lesa bókina - myndin er bara ekki góð!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir kip »

Takk fyrir að commenta á Mýrina, þá þarf maður ekki að soga pening og tíma í þá mynd.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Haraldur »

[quote=kip]Takk fyrir að commenta á Mýrina, þá þarf maður ekki að soga pening og tíma í þá mynd.[/quote]
Mér finnst að þú ættir samt að fara á þessa mynd og mynda þér þína eigin skoðu á henni.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, áfram með landbúnaðarafurðirnar

Ég sótti mer bindivír, flúx og tin í Býkó. Bindivírinn er einfaldlega koparvír sem er ætlaður til að hengja upp Kjarvalsmálverk eða álíka, hræ-billegur, en virkar fínt.

Það eru fjórar stífur sem þarf aðl óða við hjólastellið og það þarf að beygja þær í réttar lengdir og binda þær við. Ég setti 5mm plötu undir ytri stífurnar (það á að lofta undir stífurnar samkvæmt teikningunni) og batt þær á með koparvírnum. Mér hefur alltaf fundist erfitt að binda svona teina saman með vír, því það vill ekkert sitja sétt og fast á meðan maður bindur. Ef maður bara hrúgar vírnum á, þá verður lóðniningin líka ólöguleg og ljót klessa — og það er ekki gott.

Hér er ég búinn að binda teinana saman:

Mynd

Hér er ég búinn að setja flúxið á. Þetta er flúx pasta sem ég er með þarna, grá drullla í dollu með pensil í. Ég bara pensla þessu þar sem tinið á að koma:

Mynd

Og að lokum er hér mynd eftir lóðningu. Ég er með 175W lóðbolta sem hitar vírinn mjög hratt, en getur ekki losað upp silfurlóðningarnar á stellinu, sem betur fer. Ef maður ætlar að silfurlóða, þá þarf mðaur mikið meiri hita og þá getur maður lent í því að stellið detti í sundur.

Mynd

Nú er ég á leiðinni í fertugsafmælið hans Gumma, svo það er ekki líklegt að ég geri mikið á morgun.

Skjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þetta hefur verið mikil orrusta þetta afmæli ;) hehe
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11720
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Sverrir »

Þú myndir ekki trúa því ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, þá er maður loks búinn að ná sér eftir afmælið hans Guðmundar :lol:

Ég er búinn að gera ýmislegt síðustu viku og hér eru aðalatriðin:

Skrokkurinn er orðinn laus frá borðinu. Hér er ég að líma plötu undir nefið

Mynd

Hér sést hvar hjólastellið á að koma. Það situr á þessum gúmmípúðum og það verður teygjuband yfir pinnann sem sést þarna.

Mynd

Hjólastellið er að skríða síðasta spölinn. Hér eru leggirnir eins og þeir eru nokkurn vegin núna. Ég er síðan búinn að setja þá á og búa til tjóður þannig að þeir glennist ekki of mikið í sundur.

Mynd

Ég byrjaði á stélhjólinu. Það er fest aftaná skrokkinn með einum 3mm bolta og sérstakri festingu sem maður þarf að smíða úr koparplötum og rörum. Þetta virðist vera nokkuð gott sýstem. Þið afsakið hvað myndin er slæm.

Mynd

Ég bjó lóka til festinguna fyrir hjólstýringuna úr hliðarstýrinu. Hún er gerð úr gaffli sem kemur niður úr hliðarstýrinu og maður þarf að lóða tvær skinnur á hann, gera göt á þær og síðan sverfa þær til. Hér er ég búinn að lóða og bora, en á eftir að sverfa.

Mynd

Ég er líka byrjaður á efri vængnum. Eins og með þann neðri, þá er ýmislegt sem maður þarf að snikka til. Það gerir líka miðjuna flóknari að vængurinn er aftursleiktur og á henni eru festingar fyrir hann. Hér sést hvernig frambitinn er skorinn til:

Mynd

Og hér er kubbur sem ég þurfti að snikka helling til fyrir aftari bitann:

Mynd

Hér sést vængurinn að skríða saman:

Mynd

Meira seinna
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara