Ég var búinn að líma alla rifjalista og klæðningar ofan á vænginn, þannig að kvöldið byrjaði á því að ég pússaði þetta allt saman vel og vandlega með grófum pappír til að fá nokkurnvegin hnökralaust yfirborð. Ég pússa þetta síðan betur með fínum pappír seinna og sett fylliefni þar sem þarf.
Nú kom að því að losa vænginn upp, en í leiðbeiningunum stendur að það sé auðvelt og virki alltaf. Ég hafði ekkert rosalega trú á þessu. Sem betur fer hafði ég vitni á staðnum til að taka myndir. Ég var ekkert alltof viss að naglarnir myndu losna án þess að vængurinn brotnaði meira eða minna. Ég notaði breitt sporján, tróð því undir vængbitana og sneri uppá það lítið í einu -- og það ótrúlega gerðist: vængurinn lyftist hægt og rólega upp eftir nöglunum þar til hann losnaði:

Ég er vel seldur á þessa aðferð og mun nota hana óspart í framtíðinni. Hér er mynd af mér með vænginn stuttu eftir að ég hafði jafnað mig á hyssunni:

Vængurinn er alveg gersamlega stífur og hreyfist ekkert, en þar að auki er hann mjög léttur. Ég skelli honum á vogina þegar ég er búinn að klæða hann undir.
Ég útbjó göt fyrir lendingarvírana og prófaði hvort þau eru ekki nokkurn vegin á réttum stað með því að setja 2mm snitt-tein í þau:

Lítandi gott (íslensk þýðing á "looking good")