Síða 4 af 16

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 9. Nóv. 2012 20:05:45
eftir lulli
[quote=Agust]Það er gaman að sjá svona alvöru vél fæðast.[/quote]

Sammála Ágústi og öðrum áður-rituðum.
Það er núna fyrst sem ég er að fatta hversu gríðarflott fluga hér er að fæðast. Og svo er sá bleiki klár fyrir togið - ekki bagalegt það :D

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 9. Nóv. 2012 23:29:50
eftir Gauinn
Góður Sverrir ! Þetta verður gaman að sjá, þarf endilega að drífa mig suðureftir skoða og hitta ykkur.

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 10. Nóv. 2012 03:25:32
eftir Sverrir
Takk, takk.

Eitt skref í einu, þannig mjökumst við nær endalokunum. ;)

Við þurfum mælaborð svo flugmaðurinn sjái hvað er að gerast.
Mynd

Voila, vantar bara smá snikkeringu, nokkrar skrúfur og smá lit og þá erum við að tala saman. :)
Mynd

Fyrirmyndin
Mynd

Horn voru sett í hæðarstýrin og stangir á milli.
Mynd

Allt að gerast!

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 10. Nóv. 2012 08:49:27
eftir Gaui
Þú ferð bráðum að ná mér, Sverrir mnn, því ég geri ekkert nema bródera þessa dagana.

:cool:

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 10. Nóv. 2012 10:59:05
eftir Sverrir
Verðurðu með bás á handverkshátíðinni 2013!? ;)

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 10. Nóv. 2012 11:36:17
eftir Spitfire
Glæsilegt frændi, ég veit um góðan stað sem á heitum sumardegi gefur gott lift fyrir gripinn ;)

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 10. Nóv. 2012 11:59:05
eftir Sverrir
Ekki frá því að ég viti um hvaða stað er að ræða! ;)

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 10. Nóv. 2012 17:19:31
eftir Gaui
Verða tvær stórar á sama stað 17. júní?

:cool:

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 10. Nóv. 2012 18:48:11
eftir Sverrir
Fer sennilega eftir því hvernig saumaskapurinn gengur! ;)

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 10. Nóv. 2012 18:49:34
eftir Gaui
Þetta er að koma, annar vængurinn kláraðist í gær og þá vantar bara balderíngar á hinn til að ég geti farið að setja saman og mála.

:cool: