Super Cub frá Toni Clark
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Super Cub frá Toni Clark
Verð að lauma þessum hérna inn. Þetta er Toni Clarke módel... "óbreyttir" stélfletir.
http://www.rc-modellflyg.se/klar_cub.htm
Jaaaa... und noch ein link:
http://www.mfc-wadern.de/index_n2.htm?h ... piper1.htm
Þessi er heldur ekki með réttar útlínur.
http://www.rc-modellflyg.se/klar_cub.htm
Jaaaa... und noch ein link:
http://www.mfc-wadern.de/index_n2.htm?h ... piper1.htm
Þessi er heldur ekki með réttar útlínur.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Super Cub frá Toni Clark
Jæja, þá höldum við áfram
Millistífurnar eru svo mjóslegnar og aumingjalegar að ég ákvað að setja smávegis kjöt á beinin til að fegra þær. Ég skar aftasta hlutann af gömlum afturbrúnalista sem ég átti og notaði útskurðarjárn til að skera rauf í hann fyrir vírinn síðan risti ég niður 3x3mm lista úr balsa og gerði rauf í þá líka. Þegar þetta er komið á vírinn, þá líta stífurnar bara sæmilega út. Hér eru hlutarnir sem ég notaði:
Hér er búið a líma balsalistana á vírana:
Hér er nærmynd af millistífunni. Þarna sést að ég notaði tvo 3x3mm búta á stöngina sem liggur á milli aðalstífanna:
Eftir að ég pússaði rétta lögun á balsann, þá klæddi ég á stífurnar með ræmum af Solartex. Þá líta stífurnar svona út:
Og hér er ég búinn að sprauta grunni á stífurnar. Ég þarf að ná aðalstífunum sléttum og það er best gert með góðum grunni:
Ég notaði koparræmurnar sem fylgdu til að búa til stélstífuna. Ég notaði 1,5mm ofinn stálvír úr reiðhjólahandbremsu í stífuna:
Hérna er nærmynd af öðrum endanum:
Og hér er hinn endinn. Það er hægt að strekkja á vírnum með því að skrúfa bitann inn í tengið :
Þegar þetta var komið á sá ég að fremri hluti stélsins gat gengið 2-3 millimetra út, svo ég boraði í endann á álrörinu með 1,5mm bor og skrúfaði síðan 2x12mm bolta í götin til að halda öllu á sínum stað. Það þarf ekki bolta á aftari rörin.
Ég ætla að klæða framhluta skrokksins með áli eins og sést á fullstóra Súper Cubbnum. Til að álið fái eitthvað til að halda í, þá setti ég glerfíberdúk á framhlutann með epoxý kvoðu. Álið fæ ég úr prentplötum.
Í leiðbeiningunum segir að maður eigi að líma þykkt balsagólf í plássið þar sem maður er búinn að setja servóin fyrir hliðarstýrið og togkrókinn. Ef maður gerir það, þá hefur maður ekki lengur aðgang að þessum servóum ef eitthvað kæmi uppá. Þess vegna ákvað ég að líma furulista ofan á balsahliðarnar sem eru þegar komnar og skrúfa síðan 4mm krossvið á þá. Á þennan krossvið festi ég síðan móttakarann og rofana fyrir lendingarljósin og siglingaljósin. Það verður líka nóg pláss fyrir rafhlöður þarna.. Vegna þess að ég skrúfaði þetta niður, þá get ég tekið það út aftur til að komast að servóunum fyrir neðan:
Flugmaðurinn er að vakna til lífsins. Því miður er hann alls ekkert líkur hinni limafögru Pat Bouvier, heldur er hann þessi venjulegi gleymanlegi módelflugmaður. Ef ég finn einhverja dúkku sem getur leikið hlutverk CIA njósnarans Pat Bouvier, þá fær kallin að fjúka um leið:
Ég var búinn að segja ykkur að Guðmundur vinur minn ætlaði að fræsa tanklok fyrir mig sem ég gæti sett undir álplöturnar sem ég er búinn að skrúfa á vængina. Hann er búinn að því og þau eru alveg einstök listaverk:
Þetta er gert úr áli með o-hring sem á að vera þéttingin undir lokinu. Þegar þetta er sett undir gat eins og á að koma á vængplöturnar, þá lítur þetta svona út:
Ég held að þið geti verið sammála um að þetta lítur bara svipað út og lokið á TF-FIM:
Bjössi: Ef þig langar í svona lok, þá gerði Gummi fjögur! Hvað býður þú í eitt par?
Sjáumst í næstu viku.
Millistífurnar eru svo mjóslegnar og aumingjalegar að ég ákvað að setja smávegis kjöt á beinin til að fegra þær. Ég skar aftasta hlutann af gömlum afturbrúnalista sem ég átti og notaði útskurðarjárn til að skera rauf í hann fyrir vírinn síðan risti ég niður 3x3mm lista úr balsa og gerði rauf í þá líka. Þegar þetta er komið á vírinn, þá líta stífurnar bara sæmilega út. Hér eru hlutarnir sem ég notaði:
Hér er búið a líma balsalistana á vírana:
Hér er nærmynd af millistífunni. Þarna sést að ég notaði tvo 3x3mm búta á stöngina sem liggur á milli aðalstífanna:
Eftir að ég pússaði rétta lögun á balsann, þá klæddi ég á stífurnar með ræmum af Solartex. Þá líta stífurnar svona út:
Og hér er ég búinn að sprauta grunni á stífurnar. Ég þarf að ná aðalstífunum sléttum og það er best gert með góðum grunni:
Ég notaði koparræmurnar sem fylgdu til að búa til stélstífuna. Ég notaði 1,5mm ofinn stálvír úr reiðhjólahandbremsu í stífuna:
Hérna er nærmynd af öðrum endanum:
Og hér er hinn endinn. Það er hægt að strekkja á vírnum með því að skrúfa bitann inn í tengið :
Þegar þetta var komið á sá ég að fremri hluti stélsins gat gengið 2-3 millimetra út, svo ég boraði í endann á álrörinu með 1,5mm bor og skrúfaði síðan 2x12mm bolta í götin til að halda öllu á sínum stað. Það þarf ekki bolta á aftari rörin.
Ég ætla að klæða framhluta skrokksins með áli eins og sést á fullstóra Súper Cubbnum. Til að álið fái eitthvað til að halda í, þá setti ég glerfíberdúk á framhlutann með epoxý kvoðu. Álið fæ ég úr prentplötum.
Í leiðbeiningunum segir að maður eigi að líma þykkt balsagólf í plássið þar sem maður er búinn að setja servóin fyrir hliðarstýrið og togkrókinn. Ef maður gerir það, þá hefur maður ekki lengur aðgang að þessum servóum ef eitthvað kæmi uppá. Þess vegna ákvað ég að líma furulista ofan á balsahliðarnar sem eru þegar komnar og skrúfa síðan 4mm krossvið á þá. Á þennan krossvið festi ég síðan móttakarann og rofana fyrir lendingarljósin og siglingaljósin. Það verður líka nóg pláss fyrir rafhlöður þarna.. Vegna þess að ég skrúfaði þetta niður, þá get ég tekið það út aftur til að komast að servóunum fyrir neðan:
Flugmaðurinn er að vakna til lífsins. Því miður er hann alls ekkert líkur hinni limafögru Pat Bouvier, heldur er hann þessi venjulegi gleymanlegi módelflugmaður. Ef ég finn einhverja dúkku sem getur leikið hlutverk CIA njósnarans Pat Bouvier, þá fær kallin að fjúka um leið:
Ég var búinn að segja ykkur að Guðmundur vinur minn ætlaði að fræsa tanklok fyrir mig sem ég gæti sett undir álplöturnar sem ég er búinn að skrúfa á vængina. Hann er búinn að því og þau eru alveg einstök listaverk:
Þetta er gert úr áli með o-hring sem á að vera þéttingin undir lokinu. Þegar þetta er sett undir gat eins og á að koma á vængplöturnar, þá lítur þetta svona út:
Ég held að þið geti verið sammála um að þetta lítur bara svipað út og lokið á TF-FIM:
Bjössi: Ef þig langar í svona lok, þá gerði Gummi fjögur! Hvað býður þú í eitt par?
Sjáumst í næstu viku.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Super Cub frá Toni Clark
Hmmmmm..... ???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Super Cub frá Toni Clark
Ég vann smávegis í vængnum þessa vikuna, svona til að byrja með:
Siglingaljósin standa eins og ljótur útvöxtur út úr annars mjúkum línum vængendanna. Til að herma það eftir, þá fann ég mér smá búta af plaströri sem díóðurnar passa í og límdi það í göt sem ég boraði í vængendana. Ég notaði Fix-All til að líma það því ég treysti ekki öðru lími á plastið. Þetta lím er líka sveigjanlegt, en ekki hart eins og Hysol. Síðan formaði ég balsabúta í dropalagið sem er á ljósinu. Þessir bútar verða límdir á eftir að búið er að klæða vænginn og svo set ég ræmu af áli yfir til að líkja eftir ljósinu á fyrirmyndinni:
Næst límdi ég 3mm balsaplanka á milli rifjanna þar sem bensínlokin koma og límdi þau niður með Fix-All:
Og hér er vængurinn tilbúinn með tanklokin á sínum stað:
Ég er byrjaður að klæða módelið með Solartex. Ég fékk 10 metra rúllu að Natural Solartex frá Nexus Modelling Supplies í Englandi og eyddi betri helmingi dagsins í dag í að klæða stélið:
Í næstu viku geri ég ráð fyrir að fá servóin sem ég vil nota í vængina og þá klæði ég þá og skrokkinn.
Þangað til ...
Siglingaljósin standa eins og ljótur útvöxtur út úr annars mjúkum línum vængendanna. Til að herma það eftir, þá fann ég mér smá búta af plaströri sem díóðurnar passa í og límdi það í göt sem ég boraði í vængendana. Ég notaði Fix-All til að líma það því ég treysti ekki öðru lími á plastið. Þetta lím er líka sveigjanlegt, en ekki hart eins og Hysol. Síðan formaði ég balsabúta í dropalagið sem er á ljósinu. Þessir bútar verða límdir á eftir að búið er að klæða vænginn og svo set ég ræmu af áli yfir til að líkja eftir ljósinu á fyrirmyndinni:
Næst límdi ég 3mm balsaplanka á milli rifjanna þar sem bensínlokin koma og límdi þau niður með Fix-All:
Og hér er vængurinn tilbúinn með tanklokin á sínum stað:
Ég er byrjaður að klæða módelið með Solartex. Ég fékk 10 metra rúllu að Natural Solartex frá Nexus Modelling Supplies í Englandi og eyddi betri helmingi dagsins í dag í að klæða stélið:
Í næstu viku geri ég ráð fyrir að fá servóin sem ég vil nota í vængina og þá klæði ég þá og skrokkinn.
Þangað til ...
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Cub frá Toni Clark
Glæsilegt!!!!!!.
Er annars þetts fix-all lausn á flestum gömlum vandamálum??
Er annars þetts fix-all lausn á flestum gömlum vandamálum??
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Re: Super Cub frá Toni Clark
Grínlaust, þá eru Fix-All og Hysol lausnir á vandamálum við að líma hluti sem áður vildu ekki láta líma sig, eins og t.d. að líma plast á við eða setja tréspýtur á glerfíber. Spurningin er bara: hvort viltu harða eða mjúka límingu.
Það er hins vega örlítill galli: bæði þessi lím eru hrottalega þung, svo maður skiptir ekki gamla trélíminu út fyrir þetta - maður bara notar rétta límið á réttum stöðum.
Það er hins vega örlítill galli: bæði þessi lím eru hrottalega þung, svo maður skiptir ekki gamla trélíminu út fyrir þetta - maður bara notar rétta límið á réttum stöðum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Cub frá Toni Clark
Fix All fæst t.d. í Húsasmiðjunni og Þröstur hefur verið að selja Hysol.
http://husasmidjan.is/index.aspx?GroupI ... rd=6510112
http://husasmidjan.is/index.aspx?GroupI ... rd=6510114
http://husasmidjan.is/index.aspx?GroupI ... rd=6510112
http://husasmidjan.is/index.aspx?GroupI ... rd=6510114
Icelandic Volcano Yeti
Re: Super Cub frá Toni Clark
Smá dútl með Sólartexið á helginni.
Ég spurði Einar Pál vin minn um bilið á milli saumanna á stélinu og vængjunum og það var auðsótt má að fá þær upplýsingar. Ég notaði þær til að setja sauma á stélið og stýrin þar.
Fyrst reif ég niður 5mm ræmur af Solartexi sem ég straujaði á rifin. S‘iðan merkti ég saumana með blýanti og líkti eftir saumunum með smávegið taumum af hvítu lími:
Ég var búinn að panta rifjaböndin (ég veit ekki hvað þetta kallast á íslensku: pinked tape) frá Mick Reeves og þau komu núna í vikunni. Hann notar laser til að skera þau í réttum stærðum:
Þegar böndin eru komin á þá lítur stélflöturinn svona út:
Ein létt umferð af felguspreyji gerir allan mun:
Ég klæddi hallastýrin og flapsana með Solartex og gat síðan ekki beðið með að byrja á vængjunum. Ég tók tvö servó úr öðru módeli og skrúfaði þau í vinstri vænginn. Síðan klæddi ég hann að neðan með Solartexi:
Nú verð ég bara að bíða rólegur eftir hinum servóunum áður en ég klæði hægri vænginn.
Servóin í vængnum eru ekki sett á skrúfað bretti eða undir lok eða neitt slíkt. Tony Clark segir í leiðbeiningunum að maður þurfi afar sjaldan að taka servó úr til að setja annað í staðinn, svo maður getur bara skellt því í, klætt yfir það og síðan gert ráð fyrir að það virki bara eins og það á að gera. Hér sést gatið í klæðningunni sem ég bræddi með litlum lóðbolta þannig að snúningsásinn á servóinu stendur út og armurinn á eftir að koma á:
Vonandi virkar þessi tilgáta frá Tony og ég mun ekki þurfa að skera servóið úr vængnum.
Skjáumst
Ég spurði Einar Pál vin minn um bilið á milli saumanna á stélinu og vængjunum og það var auðsótt má að fá þær upplýsingar. Ég notaði þær til að setja sauma á stélið og stýrin þar.
Fyrst reif ég niður 5mm ræmur af Solartexi sem ég straujaði á rifin. S‘iðan merkti ég saumana með blýanti og líkti eftir saumunum með smávegið taumum af hvítu lími:
Ég var búinn að panta rifjaböndin (ég veit ekki hvað þetta kallast á íslensku: pinked tape) frá Mick Reeves og þau komu núna í vikunni. Hann notar laser til að skera þau í réttum stærðum:
Þegar böndin eru komin á þá lítur stélflöturinn svona út:
Ein létt umferð af felguspreyji gerir allan mun:
Ég klæddi hallastýrin og flapsana með Solartex og gat síðan ekki beðið með að byrja á vængjunum. Ég tók tvö servó úr öðru módeli og skrúfaði þau í vinstri vænginn. Síðan klæddi ég hann að neðan með Solartexi:
Nú verð ég bara að bíða rólegur eftir hinum servóunum áður en ég klæði hægri vænginn.
Servóin í vængnum eru ekki sett á skrúfað bretti eða undir lok eða neitt slíkt. Tony Clark segir í leiðbeiningunum að maður þurfi afar sjaldan að taka servó úr til að setja annað í staðinn, svo maður getur bara skellt því í, klætt yfir það og síðan gert ráð fyrir að það virki bara eins og það á að gera. Hér sést gatið í klæðningunni sem ég bræddi með litlum lóðbolta þannig að snúningsásinn á servóinu stendur út og armurinn á eftir að koma á:
Vonandi virkar þessi tilgáta frá Tony og ég mun ekki þurfa að skera servóið úr vængnum.
Skjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Cub frá Toni Clark
Þetta er allveg að hafast hjá þér Guðjón og styttist í testflugið
Glæsilegt hjá þér
Kv.
Glæsilegt hjá þér
Kv.
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.