DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Þegar þú minnist á girðingu, þá er í nýjasta stýrikerfi (4.0) DJI Phantom er möguleiki á að setja upp ósýnilega rafeindagirðingu.

Í uppsetningarforritinu skilgreinir maður hámarks hæð og hámarks fjarlægð sem þyrlan kemst. Til dæmis 100 metar hæð og 500 metra fjarlægð. Mig minnir óljóst að flugmódel megi fljúga upp í 400 fet (120 metar) og er því auðvelt að setja inn þak sem þyrlan kemst ekki yfir. Sjá aftast í myndbandinu hér fyrir neðan. Sama stýrikerfi í aðeins fullkomnari NAZA stjórntölvu.

Havð skyldum við módelflugmenn fljúga hátt? Módelin okkar eru miklu stærri en litlu þyrlurnar og því erfiðara að fljúga fjölþyrlunum hátt. Sjálfur hef ég tvisvar sett hæðarmæli í módel og flaug eins hátt og ég komst, eða þar til ég hætti að hafa stjórn á vélinni. Það reyndust 500 metrar eða 1600 fet.



(Stýrikerfi 4.0 fyrir Phantom virkar vel, en það er samt einhver lús í forritinu sem kemur í ljós ef flogið er á vegginn í stefnu beint fram. Menn bíða því eftir útgáfu 4.1 þar sem þetta verður vonandi lagfært).

---

Svo eru ýmsir sem nota venjuleg vængjað flugmódel í atvinnuskyni:

http://vedur.org/wp-content/uploads/201 ... _final.pdf

http://www.ry.is/frettir/flj%C3%BAgandi ... %C3%BEorpi
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Eru ekki nyjustu frettir að norðan að ekki megi fljuga fis velum i stjornuðu flugsvæði, þetta þurfið þið að athuga Gaui varðandi Melgerðismela og flugmodel.
Fis flugvelar mega ekki fljuga samkvæmt þessu a Akureyri og ekki heldur fram a melum eg held að ISAVIA ættli að drepa hreynlega allt sportflug a landinu, hvaðan koma reglurnar nema fra EU, takk fyrir
kv
Einar Pall
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Haraldur »

Þetta er greinilega algjört draumatæki fyrir nördana. :-)
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Böðvar »

[quote=Flugvelapabbi]Eru ekki nyjustu frettir að norðan að ekki megi fljuga fis velum i stjornuðu flugsvæði, þetta þurfið þið að athuga Gaui varðandi Melgerðismela og flugmodel.
Fis flugvelar mega ekki fljuga samkvæmt þessu a Akureyri og ekki heldur fram a melum eg held að ISAVIA ættli að drepa hreynlega allt sportflug a landinu, hvaðan koma reglurnar nema fra EU, takk fyrir
kv
Einar Pall[/quote]

Þörf ábending Einar
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Gauinn »

Þetta endar í herminum, eingöngu.
Aldrei má maður ekki neitt!
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Gaui »

[quote=Flugvelapabbi]... að ekki megi fljuga fis velum i stjornuðu flugsvæði ... hvaðan koma reglurnar nema fra EU[/quote]

Við fyrstu sýn eru þessar reglur allt of heimskulegar til að geta komið frá Evrópusambandinu. Ég ætla að trúa því að þær séu heimabruggaðar í samgönguráðuneytinu þangað til sýnt verður fram á annað.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Sverrir »

Málið er einfalt(ef ekki er búið að flækja það), innan 10 sjómílna frá (stjórnuðum) flugvelli er svokallað flugstjórnarrými hans. Það nær frá jörðu og upp í 3000 fet(ég er orðinn háaldraður svo ég áskil mér rétt til að misminna með efri mörkin) og innan þess hreyfist ekkert um loftið án vitundar og vilja flugumferðarstjóra.

Fæst fis eru með talstöðvar og eru því ekki velkomin öllu jöfnu innan þessara loftrýma. Undanþága er þó fyrir flugi fisa til og frá Sléttunni(innan loftrýmis Keflavíkurflugvallar) eftir ákveðnum forskriftum. Væntanlega eru samskonar boð og bönn fyrir fisfélagið í Reykjavík.

Menn geta svo leikið sér að því að draga línur á kort ef þeir vilja vita í hvaða loftrými flugmódelvellirnir lenda!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Ef við flytjum Reykjavíkurflugvöll til Kebblavíkur eins og Jón Gnarr vill, þá verða tveir flugvellir nærri Seltjarnarvelli. Það er ekki gott Sverrir.

(Á kannski að skrifa Kebblavík með einu b, Keblavík? Hvort er fallegra?).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]...nærri Seltjarnarvelli.[/quote]
Tengist hann Hvaleyrarvelli?

Ætli þeir láti ekki einn flugvöll duga þó þeir færi starfsemina suður eftir.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Fyrsta prufa með Phantom og GoPro klukkan 7:30 í morgun. Rétt farið að sjá í sólina yfir sjóndeildarhringnum í austurátt og birtan ekki með besta móti.



Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara