Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 20. Sep. 2013 14:18:02
Þegar þú minnist á girðingu, þá er í nýjasta stýrikerfi (4.0) DJI Phantom er möguleiki á að setja upp ósýnilega rafeindagirðingu.
Í uppsetningarforritinu skilgreinir maður hámarks hæð og hámarks fjarlægð sem þyrlan kemst. Til dæmis 100 metar hæð og 500 metra fjarlægð. Mig minnir óljóst að flugmódel megi fljúga upp í 400 fet (120 metar) og er því auðvelt að setja inn þak sem þyrlan kemst ekki yfir. Sjá aftast í myndbandinu hér fyrir neðan. Sama stýrikerfi í aðeins fullkomnari NAZA stjórntölvu.
Havð skyldum við módelflugmenn fljúga hátt? Módelin okkar eru miklu stærri en litlu þyrlurnar og því erfiðara að fljúga fjölþyrlunum hátt. Sjálfur hef ég tvisvar sett hæðarmæli í módel og flaug eins hátt og ég komst, eða þar til ég hætti að hafa stjórn á vélinni. Það reyndust 500 metrar eða 1600 fet.
(Stýrikerfi 4.0 fyrir Phantom virkar vel, en það er samt einhver lús í forritinu sem kemur í ljós ef flogið er á vegginn í stefnu beint fram. Menn bíða því eftir útgáfu 4.1 þar sem þetta verður vonandi lagfært).
---
Svo eru ýmsir sem nota venjuleg vængjað flugmódel í atvinnuskyni:
http://vedur.org/wp-content/uploads/201 ... _final.pdf
http://www.ry.is/frettir/flj%C3%BAgandi ... %C3%BEorpi
Í uppsetningarforritinu skilgreinir maður hámarks hæð og hámarks fjarlægð sem þyrlan kemst. Til dæmis 100 metar hæð og 500 metra fjarlægð. Mig minnir óljóst að flugmódel megi fljúga upp í 400 fet (120 metar) og er því auðvelt að setja inn þak sem þyrlan kemst ekki yfir. Sjá aftast í myndbandinu hér fyrir neðan. Sama stýrikerfi í aðeins fullkomnari NAZA stjórntölvu.
Havð skyldum við módelflugmenn fljúga hátt? Módelin okkar eru miklu stærri en litlu þyrlurnar og því erfiðara að fljúga fjölþyrlunum hátt. Sjálfur hef ég tvisvar sett hæðarmæli í módel og flaug eins hátt og ég komst, eða þar til ég hætti að hafa stjórn á vélinni. Það reyndust 500 metrar eða 1600 fet.
(Stýrikerfi 4.0 fyrir Phantom virkar vel, en það er samt einhver lús í forritinu sem kemur í ljós ef flogið er á vegginn í stefnu beint fram. Menn bíða því eftir útgáfu 4.1 þar sem þetta verður vonandi lagfært).
---
Svo eru ýmsir sem nota venjuleg vængjað flugmódel í atvinnuskyni:
http://vedur.org/wp-content/uploads/201 ... _final.pdf
http://www.ry.is/frettir/flj%C3%BAgandi ... %C3%BEorpi