Edge 540T frá Will Hobby

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Agust »

[quote=Offi]Henni verður flogið eftir 15 ár... eða aldarfjórðung. Ég á eftir að ákveða hvort verður fyrir valinu. :rolleyes:[/quote]
Offi meinar auðvitað aldarkorter
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Helgi Helgason »

Svo áttu bara eftir þrjú korter þá er þau samtals fimmtán korter (eða átti ég að segja korter korter) :lol:
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Hér var að berast áríðandi tilkynning. Vegna anna við önnur störf hefur þátturinn korter dagsins nú fallið niður 3 daga í röð. Vonandi verður hann aftur á dagskrá mánudaginn 26. mars. Eigið góðar stundir með nægum bjór og balsa.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Jæja, góðir hálsar... Korterið hefur göngu sína á ný eftir að hafa fallið niður í nokkrar vikur vegna anna, veikinda, utanlandsferðar og páskafrís, nokkurn veginn í þessari röð.

Þetta korterið fór í mælingar og riss... svo ég geti nú sett mótorinn á réttan stað. :cool:

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Sverrir »

:)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Korter dagsins í dag var rökrétt framhald kortersins í gær. 4 göt með borvél og svo tyllti ég aflplöntunni (powerplant) á sinn stað, mældi og bar saman við cowlinguna. Allt í góðu þar.

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir kip »

Þetta er farið að lúkka! Hlakka til að sjá tankinn fara í.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Góðir hálsar, velkomnir að viðtækjunum.
Til að valda nú hörðustu aðdáendum mínum ekki vonbrigðum ákvað ég að snúa mér rakleitt að bensíntanknum. Af fór mótorinn á nýjan leik og svo var mælt og reiknað og rissað og teiknað. Þar með lauk því korterinu. Skrýtið að manni finnst manni ekki verða neitt úr verki þegar maður er með mælitæki og blýant í hönd og þó er þetta mikilvægasti hlekkurinn í smíðinni.

Hins vegar finnst mér tankurinn vera full neðarlega, svona þegar ég sá myndina. Ég hugsa að ég þurfi að hækka hann upp um 1,5 cm. Þá vitum við efni morgundagsins.

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Gaui »

Athugaðu að miðlínan í tanknum ætti að vera í línu við miðlínu blöndungsins (í fullkomnum heimi). Það er lí lagi þó hann sé 1-2 sm ofar eða neðar og gerir ekkert til fyrir alla venjulega mótora.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Takk fyrir þetta. Það er sniðið ansi snyrtilega út í krossviðinn fyrir tanknum, svo hann smellpassar. Ég held hins vegar að það sé betra að setja foam undir hann og hækka hann þannig upp um 1,5 cm. Þá er hann á miðlínu. Það dregur líka úr víbringi og er líklega til bóta í alla staði.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Svara