Kominn tími á að hressa þennan þráð aðeins upp!!!
Þetta myndband með kyrrmyndum af framkvæmdum á Arnarvelli er loksins komið á túbuna eftir að þeir bættu við tíma á upload. Þetta er langt og mikið myndband og best er að fá sér kaffibolla í hönd og halla sér aftur í stólnum og horfa!! Ekkert að þakka!! Nei þetta er ekki eins langt og talan sýnir, það er svartur kafli aftast sem má sleppa. Afsakið tónlistina þetta er eitthvað sem Youtube valdi eftir að vera búnir að setja út á mína tónlist og tala um möguleikann á höfundarréttardeilum.
kv
MK
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 21. Feb. 2011 09:31:20
eftir Sverrir
Ótrúlegt að hugsa til þess að það séu að verða komin 5 ár síðan við stóðum í þessum stórframkvæmdum!
Áhugasamir geta smellt sér á fremstu síðuna í þessum þræði og rakið sig í gegnum ferilinn í vallargerð. Svo eru fyrstu myndirnar á vídeóinu hjá Magga mjög áhugaverðar ef að menn vilja glöggva sig á því hvernig svæðið leit út áður en en framkvæmdir hófust.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 11. Maí. 2011 23:47:51
eftir Sverrir
Vinnukvöld út á Arnarvelli í kvöld, grafnar holur til að steypa niður festur fyrir vagninn og mosinn fjarlægður.
Gunni mosatætti í vikunni.
Lóa smalar saman villuráfandi sauðum.
Obbobbob, hvað er þetta Lóa!
Kerran varð síðar kjaftfull af mosa... tvisvar sinnum.
Gunni á kantinum.
Siggi lét hendur standa fram úr ermum.
Lóa sá nýjan leikfélaga koma.
Kanínurnar eru orðnar ansi skæðar.
Hmmmmm.
Allt annað að sjá rampinn, nú vantar bara völtun, áburð, rigningu og slátt.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 15. Maí. 2011 12:50:15
eftir Sverrir
Gunni fór út á Arnarvöll í morgun til að valta.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 16. Maí. 2011 13:40:21
eftir gudniv
Gunni , þú ert bara flottur, ég er stoltur af þér.....
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 26. Maí. 2011 23:10:48
eftir maggikri
Þvílíkir jaxlar, æða út á völl í vitlausu veðri til þess að bera á.
Mikið á sig lagt til að gera flott svæði, flottara og að vísu viðhald. Það er metnaður í gangi.
Gunni M, Sverrir, Albert, Gústi, Sigurður Sindri og ég. En gott fyrir gróðurinn. Á tímabili var snældu vitlaust veður.
kv
MK
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 7. Jún. 2011 01:31:59
eftir maggikri
Alltaf verið að vinna. Já það þarf víst ýmislegt að gera til að halda svæðinu skemmtilegu og kostar það fullt af vinnu. Gunni, aðstoðarvallarstjóri hringdi í formanninn í dag og kvaðst vera að fara að steypa í kvöld 06.06.2011 kl. 20:00 og kalla þyrfti út nokkra kalla.
Það kom síðan í hlut formannsins sem er talinn vera óhæfur í steypuvinnu þessa dagana, en góður í símanum að blaðra og kalla út menn í vinnu.
Já Sverrir var í Bretlandi að vinna fullt af verðlaunum og leika sér með einum klúbbfélaga Flugmódelfélags Suðurnesja (Ali Machinchy)þannig að hann fékk sms þegar hann var í flugvélinni á leiðinni heim og horfði á okkur út um gluggann á Boeing 757 og auðvitað var hann varla lentur á Keflavíkurflugvelli þegar hann hringdi í formanninn og spurði hvort að hann ætti að ekki að mæta núna í steypuvinnu.
Gústi var í skólanum sínum og gat ekki tekið símann en svaraði með sms að hann væri á fyrirlestri. Hann fékk sms um að mæta á Arnarvöll kl. 20:00 í steypuvinnu.
Albert var ræstur út í trjáklippingar. Sigurður Sindri var klár í slaginn og þurfti að fara í RVK og ætlaði síðan að koma út á völl og vildi alls ekki missa af vinnu út á velli.
Gunni hafði síðan samband við formanninn og kvaðst ekki út á völl að vinna í kvöld þar sem ekkert af mannskap var til staðar. Formaðurinn var sammála og hélt áfram í símanum að afboða. Hringir ekki Gústi í formanninn og kveðst vera búinn að bíða eftir okkur frá því kl. 20:00 og hvort að hann ætti að gera þetta allt einn. Gústi hvæsti á formanninn sinn aðeins og kvaðst vilja fá mannskapinn strax út á völl og steypa. Það var ætt út á völl kl. 20:50 og verkið klárað.
Gunni var líka búinn að hringja í formanninn daginn áður og sló grasið á vellinum og tók niður gamla vindpokann. Gunni skipti síðan um hann og setti nýjan æðifagrann gulann. Formaðurinn kom síðan og hellti upp á kaffi handa köllunum og tók nokkur flug í hávaða roki. Gettið þið svo hvaða vél varð fyrir barðinu.
Svona getur formannslífið verið hjá FMS.
Horfðu til himins, með höfuðið hátt, horfðu til heimsins úr höfuðátt.
Ég skoðaði síðan framkvæmdirnar úr lofti.
Flott sleginn völlurinn.
kv
MK
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 22. Jún. 2011 00:08:59
eftir Sverrir
Þá er búið að stilla vagninn af og menn hættir að fá sjóriðu.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 15. Júl. 2011 01:20:44
eftir Sverrir
Hekkið fékk rækilega yfirhalningu í kvöld.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 16. Júl. 2011 00:21:23
eftir Sverrir
Rákumst á þennan líka fína payloader í dag og fannst gráupplagt að nota hann í eitthvað.