Árni þurfti að kíkja inn í Heinkel. Hann hefur gert þetta áður, þegar hann setti höfuðið ofan í Grunau Baby og festist!
Hugsanlega ekki mikil hætta á að hann festist hér.
Mummi setti flapsaservóin ofan í vængina á Borðdúknum:
Ég sullaði Red Devil á Heinkel skrokkinn. Ef maður jóðlar spartlinu á með lúkunni (í gúmmíhanska), þá dreyfist það svakalega vel.
Og hér er smá skot af þeim Freyju og Mumma, en þau eru góðir vinir og Freyja heilsar honum vel þegar hann kemur og kveður hann lengi þegar hann fer.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 9. Nóv. 2014 14:54:53
eftir Gaui
Við prófum hvað sem er, alla vega einu sinni, og þegar Árni nefndi að Heinkel skrokkurinn væri eins og vindill í laginu, þá var bara um að gera að prófa að kveikja í honum:
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 9. Nóv. 2014 18:36:34
eftir Björn G Leifsson
Þið haldið í mér lífinu með þessum ítarlegu vinnuskýrslum. Hlakka til næst þegar ég á leið framhjá og fæ smá balsaryksbætt kaffi
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 9. Nóv. 2014 23:02:12
eftir jons
Þegar hugmyndin um vindilinn kom upp rauk Gaui í skápinn og tautaði með sjálfum sér að hann ætti nú gulan kveikjara þarna einhvers staðar, hann þyrfti bara að finna hann.
Lengi vel stóð Árni fyrir aftan og benti Gauja á að hann sæi í hann þarna aftast, nei aðeins til vinstri, nei, þarna aðeins á bak við osfrv osfrv.
Það lá við að norðurhliðin væri orðin fokheld þegar Gaui lauk sér loks af við uppgröftinn og snéri sér við, bara til að sjá okkur Árna rauða í framan og með tár á kinnum af rembingi að halda niðri í okkur hlátrinum.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 11. Jan. 2015 21:25:34
eftir Árni H
Fyrir norðan gengur lífið sinn vanagang á nýju ári - Gaui rennir hýru auga til vaselíndollunnar og flugvélasmíð mjakast áfram um leið og bretagræn slikja leggst yfir menn og málefni...
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 18. Jan. 2015 18:46:18
eftir Árni H
Hérna er panorama frá því í morgun. Flugvélar frá þremur stórstyrjöldum eru óðum að taka á sig lokamynd en eitthvað er Mumminn hugsi á kantinum en Gauinn er hinn hressasti með Hurricaneinn.
Svo er ein stutt hreyfimynd úr símanum - beðist er velvirðingar á að hljóð og mynd fer ekki alveg saman.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 19. Jan. 2015 17:44:14
eftir Haraldur
Þið smíðið og smíðið, en kemur ekkert út úr fabríkunni?
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 19. Jan. 2015 23:38:35
eftir jons
Jújú, til dæmis endalaus gleði. Hvað er hægt að biðja um meira?
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 21. Jan. 2015 19:46:29
eftir jons
Ég tálgaði og límdi saman flugmann í Birddogginn. Balsi, froðuplast og gamalt handklæði plús eitthvað smálegt. Eins og sést nennti ég ekki að tálga hendur né heldur að setja á hann falleg augu