Síða 39 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 16. Mar. 2015 12:11:59
eftir Björn G Leifsson
Iss. Gæti alveg hafa verið.
Ég hef alltaf rétt fyrir mér. Nema þegar mér skjátlast. :D
Eiginlega er rétta svarið að þetta er ekki hjólastell af neinni flugvél, bara nokkrar spýtur sem þið sniðuð til :rolleyes:
Spennandi að sjá hvað verður úr þessu.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 16. Mar. 2015 12:54:27
eftir Árni H
[quote=Elson]F 27 Friendship[/quote]
Bingó! En ég held án þess að hafa kannað það að stellið sé alveg eins á F27 og F50...

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 16. Mar. 2015 23:15:08
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gaui]Nei, ekki er það Fokker F50. Þú er næstum tvöfalt of hár þarna ;)

:cool:[/quote]

Hóst-hóst... ég verð nú eiginlega að mótmæla úrskurði dómara. Fokker 50 er í raun aðeins endurbætt F-27 og kallast meira að segja í katalókum, slysaskýrslum og manjúölum F-27 Mk.50.
Sjá t.d. upptalninguna hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Fokker_50#Fokker_50_2

Þeir byggðu F-50 útgáfuna á F-27-500 vélinni um 1983. Breyttu hreyflunum, nefhjólinu og gluggunum. Gerðu líka formbreytingar á vængendum og hallastýrum þannig að hún fekk í raun winglets.
Það virðist ekki hafa verið gerð nein meiriháttar formbreyting á aðalhjólastellinu að ég get fundið svo í raun var mitt svar rétt, svona tæknilega eða þannig.

Wesserbisserar gefa sig ekki svo auðveldlega :D

Sýndu okkur hvað þú ert að bralla Gaui. Þó ekki rafmagnseitthvað??

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 17. Mar. 2015 09:37:53
eftir Gaui
Bjössivesserbisser.

Ég náði mér í teikningar af Fokker F27 í 1:10, vænghaf um 2,9 metrar fyrir tvo .60 mótora (skrokkur 2,35 metrar, mesta hæð 82 sm).

Ég hef verið að skoða þessar teikningar með tilliti til þess að gaman væri að setja eina svona saman og skuttla henni í loftið, en ekkert gert fyrr en nú. Ég rúllaði teikningunni út, dró upp alla hluta hjólastellsins og gáði að því hvort þetta virkaði.

Og það var ekki annað sjá en að þetta bara svínvirki.

Nú er bara að skoða hvort það er mögulegt að smíða stélið þannig að það fari af þegar maður vill, en haldist á þegar maður vill það.

Og hér er mynd af Blikfaxa, TF-FIJ, fyrstu F27 vélinni:

Mynd

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 17. Mar. 2015 18:27:05
eftir Björn G Leifsson
Það var heilmikið vesen með þessi hjolastell í gamla daga:
http://timarit.is/view_page_init.jsp?is ... s&q=Fokker
http://timarit.is/view_page_init.jsp?is ... lin%20uppi

Mig minnir að það hafi verið fleiri svona tilvik þar sem hjólin annaðhvort ekki komu niður eða losnuðu upp og vélin pompaði í jörðina.

Hvað um það, það er auðvitað kominn tími til að einhver smíði Flugfélags-Fokker Friendship eða tvo. Verður spennandi að fylgjast með.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 22. Mar. 2015 12:22:33
eftir Gaui
Ég ætla að nota tækifærið og læra að leiserskera til að geta gert þetta módel.

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 22. Mar. 2015 12:24:56
eftir Gaui
Það voru skúrkar á ferð í morgun:

Árni Hrólfur er að leggja hendur á Kokker og hann stundar iðnaðarnjósnir grimmt til að sjá hvað hann getur gert betur.
Mynd

Mummi er að smíða stél á Fokker D21, eins og hér sést:
Mynd

Ég tók til og ryksugaði -- engum datt í hug að taka mynd af því :(

:cool

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 22. Mar. 2015 20:30:08
eftir lulli
[quote=Gaui]Bjössivesserbisser.

Ég náði mér í teikningar af Fokker F27 í 1:10, vænghaf um 2,9 metrar fyrir tvo .60 mótora (skrokkur 2,35 metrar, mesta hæð 82 sm).

Ég hef verið að skoða þessar teikningar með tilliti til þess að gaman væri að setja eina svona saman og skuttla henni í loftið, en ekkert gert fyrr en nú. Ég rúllaði teikningunni út, dró upp alla hluta hjólastellsins og gáði að því hvort þetta virkaði.

Og það var ekki annað sjá en að þetta bara svínvirki.

Nú er bara að skoða hvort það er mögulegt að smíða stélið þannig að það fari af þegar maður vill, en haldist á þegar maður vill það.

Og hér er mynd af Blikfaxa, TF-FIJ, fyrstu F27 vélinni:

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 5305_0.jpg

:cool:[/quote]

Loksins loksins ..sins! er komið að þessumi flotta farsæla flugþjarki
Gaui!! TURBO-PROP og halda þannig skalanum alla leið.
ekkert handflipp og fer alltaf i gang i fyrsta starti.
Kv.Lúlli

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 22. Mar. 2015 22:37:41
eftir Gaui
Kannski túrbórammaggn. Virkar eins. Held ég.

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 31. Maí. 2015 22:45:39
eftir Gaui
Smávegis um balsa:



:cool: