Síða 5 af 7

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 14. Maí. 2009 10:27:33
eftir Sverrir
[quote=Björn G Leifsson]...
Hér er myndband sem lýsir því ágætlega, hvers vegna ég hef engan áuga á að útvega mér þotumódel (nema þá kannski hægfleygt ef það er til).
Það lýsir líka því hvers vegna slys af þessu tagi gæti gert okkur verulega óvinsæla ef svona bredda til dæmis færi niður í skóginn við Hvaleyrarvatn á góðum útivistardegi með tankinn fullan af grillvökva.[/quote]
Eru þetta ekki smá fordómar minn kæri. :P
Svo er það nú yfirleitt ekki grillvökvinn sem veldur íkveikjunni heldur startgas sem sumir eru með um borð í vélunum.

Samtöku þotuflugmanna í Ameríku gerðu könnun hér um árið(2004) og skv. henni komu upp eldar í ca. 0.075% fluga.

[quote=http://www.jetpilots.org/crash_stats.htm]Basic Data: This year, the data tracked 1208 pilots logging an estimated 7950 flights.

* * * * *

Fires: There were six reported fires this year, though one occurred on the set-up day and not during the sanctioned event

One of the fires reported involved an engine seizure/LOC. The actual fire was very brief, and as soon as the ECU detected the failure it shut off the fuel which appears to have extinguished the fire immediately. There was no post crash fire, and the signs of a pre-crash fire damage could only be detected by inspection of the airframe.

All remaining fires involved planes hitting the ground at high speed or some catastrophic event. All of these fires either self extinguished or were reported to be pilot controlled.

* * * * *

Conclusions:

* * * * *

5) Fires remain relatively uncommon, but still result primarily from high speed ground impact with the engine running. At the beginning of every flight, repetitive thought should be given to pulling the trim in the event of a catastrophic event. Data also shows that fires can be successfully controlled with water based fire equipment. It is not certain how often the regulations are followed in this area at home fields, but it is important.[/quote]
Get glatt þig með því að Boomerang er mjög hægfleygt módel, mín er ekki einu sinni með bremsur, svo nú er bara að drífa sig og versla eina! ;)

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 14. Maí. 2009 11:34:54
eftir Eysteinn
Þetta er stórglæsileg vel hjá þér Sverrir. Hefur greinilega marga skemmtilega eiginleika ;)

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 14. Maí. 2009 19:03:20
eftir Björn G Leifsson
Hehe... Ekki taka þetta til þín Sverrir.
Ég var meðvitað að æsa umræðuna inn á þessa braut og tilgangur minn er að vekja menn til umhugsunar um hversu mikilvæg öryggismalin eru.

Samkvæmt 2004 rannsókninni þá var hættan á krössum 60/7950 = 1/132.
Hættan á bruna er 0,075% eða 6 brunar á hver 7950 flug = 1/1333 flug um það bil. Þannig hefur orðið bruni í tíunda hverju krassi.
Vonandi getum við flogið amk 132 þotuflug á hverju sumri á Íslandi og megum því búast við einu krassi, eða hvað??
Þó verður að hafa í huga að þessi hópur sem skráði flug og kröss er sennilega að mestu leyti reyndir flugmenn og áhugasamir um að forða krössum. Þess vegna er sennilega mun meiri krasshætta meðal allra sem fljúga þotum
Við höfum margir okkar séð og upplifað þotukröss og ég veit að það er óalgengt með eld en vídeóin sýna að slíkt kemur fyrir og getur verið hættulegt. Það sem ég er að hugsa er að við verðum að passa vel upp á ímynd okkar.

Hugsið ykkur "worst case scenario" þar sem hraðskreið þota fer niður í nágrenni útivistarfólks við Hvaleyrarvatn og startar sinueldi .
Slíkt mundi skera svakalegt skarð í mannorð flugmódeliðkenda sem tæki langan tíma að græða.

Við getum aldrei(!) núllað áhættuna, nema þá með því að hætta að fljúga.
"Worst case" eða bara "bad case" slys er talsverrt hættulegt fyrir flugmódelsamfélagið ef astæður valda því að það kemst í hámæli og eki að tala um ef einhver skaðast persónulega.

Þess vegna þurfum við alltaf að vera meðvitaðir um að gera það sem hægt er til þess að minnka hætturnar eins og hægt er.
Ein leið til þess er að sjá til þess að þeþir sem fljúga þotum séu til þess fallnir og geti flogið við öruggar aðstæður. Þotuflug á Arnarvelli uppfyllir væntanlega bæði þessi skilyrði þessa dagana ;)

Take it from here...

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 14. Maí. 2009 19:35:59
eftir Sverrir
[quote=Björn G Leifsson]Hehe... Ekki taka þetta til þín Sverrir.
* * *
Þó verður að hafa í huga að þessi hópur sem skráði flug og kröss er sennilega að mestu leyti reyndir flugmenn og áhugasamir um að forða krössum.[/quote]
Geri það alls ekki, fannst bara vanta rannsóknir frá flugdoktornum. ;)

Þessar tölur voru skráðar á flugkomum vestan hafs en ekki í daglegu flugi svo það er spurning hversu gott úrtakið telst. En eins og þú segir þá er það svo sem ekki aðalatriði umræðunnar.

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 18. Maí. 2009 10:41:45
eftir Ingþór
[quote=Björn G Leifsson]...
Ein leið til þess er að sjá til þess að þeþir sem fljúga þotum séu til þess fallnir og geti flogið við öruggar aðstæður...[/quote]
mig rámar í tilraunir innan flugmódelfélagana til að sporna gegn þotuflugi 'óhæfra' manna með, að ég held, engum árangri. (smá gígur við suðurenda brautanna á Melunum minnir mig), þannig að ekki hafa módelfélögin verið að standa sig í þeim efnum.

Ég á nú eina rellu sem skv. pakkningu á að ná yfir 320 km/h hraða, ég tel mig jafn hæfan og hvern annan til að fljúga henni og mun að öllum líkindum gera það utan flugmódelfélaganna og ekki á "viðurkendum módel flugvelli" meðal annars til að tryggja að hún lendi ekki í andlitinu á einhverjum félagsmanni útá miðri braut ;)

Hvaða reglur hafa módelfélögin sett varðandi flug á vandasömum vélum eftir reynslu undanfarinna ára?

(sorry ef ég er bara að hrekkja menn, ég hef bara smá áhuga á þessum málum)

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 18. Maí. 2009 12:42:06
eftir Gaui
[quote=Ingþór]mig rámar í tilraunir innan flugmódelfélagana til að sporna gegn þotuflugi 'óhæfra' manna með, að ég held, engum árangri. (smá gígur við suðurenda brautanna á Melunum minnir mig), þannig að ekki hafa módelfélögin verið að standa sig í þeim efnum.[/quote]
Það má benda á, svo staðreyndir séu á hreyni, að það var eftir það atvik og annað álíka hættulegt í Mosó sem tilraunirnar fóru af stað innan flugmódelfélaganna. Enn er of snemmt að segja nákvæmlega til um árangurinn, en ég hef ekki séð slík atvik aftur og vona að þau verði engin.

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 18. Maí. 2009 12:47:23
eftir Gaui
Þess má geta að síðan atvikið í Mosó varð, þá hefur umræða um öryggismál verið sterk innan stjórna félaganna, því við sjáum fram á að missa flugstaði og tryggingar ef alvarlegt atvik kemur upp.

Ef við, hins vegar, sýnum fram á að við höfum farið fram með skynsemi og reglum, að við höfum reynt að fræða menn um hvað þeir ættu að gera og hvað þeir ættu helst ekki að gera, þá munu yfirvöld láta okkur í friði. Vonandi.

Það er þess vegna sem ég lít á það með vanþóknun þegar félagsmenn sem ættu að vita betur eru að fljúga fjarstýrðum módelum í skemmtigörðum innan borgarmarka í myrkri. Í þessu tilfelli endaði það í tré, en ekki framan á mótorhjólamanni á 70 km hraða á Miklubraut. Mér skilst (þar sem ég hef ekki setið mótorhjól) að það sé vont að fá randaflugu framan á sig á þeim hraða. Og hún er bara brot af þyngd módelsins.

Hugsið um þetta.

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 18. Maí. 2009 13:28:43
eftir Ingþór
[quote=Gaui]... því við sjáum fram á að missa flugstaði og tryggingar ef alvarlegt atvik kemur upp.[/quote]
til hvers er þá verið að tryggja? þessar tryggingar eru þá bara að kasta peningum í sjóinn ef þeim verður sagt upp og áhugamálið bannað um leið og á þær reynir...

en ég varpa aftur fram spurningu minni: "Hvaða reglur hafa módelfélögin sett varðandi flug á vandasömum vélum eftir reynslu undanfarinna ára?"
og er ég þá að vísa í atvik sem urðu fyrir 2-4 árum síðan (ég man ekki alveg) hvað eru nefnidr þessara félaga eginlega lengi að skila af sér tillögum?

Varðandi það að fá á sig randaflugu á mótorhjóli þá er það ekkert vont ef þú notar réttan hlífðabúnað, og þar sem flugmódel er með töluvert meiri yfirborð og verða fyrir meiri áhrifum af loftflæði en byssukúla/randafluga þá held ég að parkflyer væri ekkert mikið verra að fá á sig en plastpoka. að vísu er kannski ekki að marka mig því ég hjóla ekki nema í fullum hlífðargalla (hjálm, leðurgalla og brynju), liðið á stuttbuxum og bol meiga alveg fá á sig flugmódel mín vegna.

Gaui þú ert bara að klóra í bakkann, hvað er næst? menn sem eru að fljúga Jetpack á Miklatúni gætu lent í því að fá þetta í mótorana hjá sér?
Mín skoðun er sú að það er HIÐ BESTA MÁL að fljúga parkflyerum í almenningsgörðum og við ættum að hvetja félaga okkar til að gera einmitt hið sama, það i sin tur gæti aukið áhuga almennings á hobbíinu og þar með skilning fólks á þessu og þá gætu módelfélögin jafnvel fengið til sín fleiri greiðandi félagsmenn og boðið en þá fleiri bjórþambandi módelköllum í weekend á klakann ;)

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 18. Maí. 2009 15:02:18
eftir Valgeir
en það er kanski ekki gott að hafa 10-20 parkflyera í sama garðinum og eingin veit kver er á kvaða tíðni :/

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstað: 18. Maí. 2009 17:26:42
eftir Gaui
Valgeir -- Parkflæjerar eru venjulega á 2,4 gHz ef þeir eru keyptir með stýringu og öllu í búðum, svo það ætti ekki að þurfa að vera vandamál.

Ingþór -- þú ert ekki í neinu félagi, svo þú verður líklega síðasti maðurinn sem fær reglurnar í hendur -- það er ekki langt í þær, þær eru eiginlega tilbúnar, það er bara verið að leggja lokahönd á þær. Og athugaðu að í reglum allra flugmódelfélaganna er bannað að fljúga á svæðum þeirra nema vera meðlimur í félagi og geta sýnt fram á gilda tryggingu.