Ercoupe TF-EHA

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Ég ætlaði bara að láta viuta af því að ég er alltaf að grauta eitthvað í Ercoup þó það sjáist ekki mikið eftir man. Ég er nú búinn að glassa alla hluta módelsins, stélið, miðhluta vængsins og nún askrokkinn. Ég sprautaði tveim mislitum grunnum á hann, fyrst hvítu og svo rauðu, sem ég átti smá laggir af inní skáp. Ég kem siðan til með að pússa þetta allt af áður en ég grunna hann á nú og pússa og fylli og geri flott. Þetta er eitthvert leiðinlegasta tímabilið í öllum smíðum: að pússa niður endalausar umferðir af fylligrunni.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Messarinn »

Flottur
Kannast við þetta endalausa pússirí, maður ætti kannski að fara á blússsandi fyllerí.
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Sverrir »

Bíddu, bíddu, veistu hvað má gera/kaupa í flugmódel fyrir peningana sem fara í það!? Forgangsraða! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Árni H »

Og þá er komið að uppáhaldinu hans Gauja - að pússa og pússa...



Kíkið á þetta - ég mæli með góðu glasi af TREO sem meðlæti ;)
Gleðilegt nýár!

Kveðjur,
Árni Hrólfur
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Messarinn »

Flott videó hehe. Sniðugur Árni að nota Klovn introið

Gleðilegt ár
Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Ercúpinn er svona hægt og rólega að skríða saman. Ég pantaði vélarhlífina frá Ziroli fyrir nokkrum dögum og hún ætti að detta inn eftir nokkrar vikur. Á meðan, þá pússaði ég skrokkinn og límdi stélið á:

Mynd

Eins og sést á þessari mynd, þá er ég búinn að líma afturgluggana í. Ég setti svartan rafmagnsvír innan í gluggana til að herma eftir gúmmíkanti sem þar er og svo límdi ég glært plast ofan í spor sem ég var búinn að skera með mjög beittum hníf. Síðan setti ég límband á gluggann og spasslaði með Isopon P38.

Mynd

Eftir pússningu er gluggin bara ekki slæmur:

Mynd

Þegar síðasta grunnumferðin er komin á, þá bý ég til hnoð með gömlu góðu límdropa aðferðinni og þá virðist eins og glerið sé hnoðað innan á þunnt ál skinn.

Sjáumst þá
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Vélarhlífin er komin og módelið tekur allt í einu á sig annan svip:

Mynd

Og auðvitað þurfti að skella henni á höfuðið á Árna -- hvað annað?

Mynd
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Smíðn gengur hægt. Ég pantaði hjólastellið fyrir hokkrum vikum og trúi því að Hróbjartur sjálfur sé að smíða það fyrir mig á þessari stundu. Ég á von á því síðar í vor.

Á meðan ákvað ég að gera götin í vænginn það sem stellið á að koma og síðan búa til lok sem ég get skrúfað föst þegar hjólin eru komin á. Ég er nýverið búinn að sjá myndir af hetjunni minni Merlyn Graves þar sem hann notar galdraefni til að koma í veg fyrir að hlutir festist saman, og þess vegna langaði mig að prófa það líka.

Hér er gatið í vænginn þar sem stellið á eftir að koma:

Mynd

Mig langaði til að búa til lok úr gler- og koltrefjum (svona í tilraunaskyni) og hér er efnið sem ég tók saman til að gera það: Plast, glerfíber, kolfíber, tvö rúðugler, epoxy kvoða og PAM!

Mynd

Fyrsta aðgerðin var að úða Pam á glerið. Þetta vonaði ég að virkaði sem losunarmiðill og því setti ég ekkert annað, ekki bón eða neitt, bara Pam.

Mynd

Næst lagði ég niður bút af kolfíber og bút af glerfíber ásamt klessu af epoxy kvoðu.

Mynd

Ég setti plastið yfir og breiddi úr epaxýinu með puttanum. Ef maður notar pensil eða prik, þá er hætta á að það skemmi glerfíberinn.

Mynd

Nú lagði ég niður meiri glerfíber (8 lög í allt) og annan bút af koltrefjum ásamt góðu magni af epoxy kvoðu. Ég var að vona að þetta yrði svona um það bil 2 millimetrar að þykkt. Ofan á þetta setti ég svo aðra gleplötu sem ég var búinn að úða með Pam.

Mynd

Til að koma í veg fyrir að glerið rynni til setti ég smá límband á það:

Mynd

Svo setti ég bóluplast ofan á glerið og allt það farg sem ég fann:

Mynd

Daginn eftir var ég kominn með miklar áhyggjur af því að ég gæti ekki náð þessu í sundur aftur heldur væri kominn með ömurlegt tvöfalt gler sem ég gæti hvergi notað. En ég hefði mátt sleppa áhyggjunum. Ég setti sporjárn undir glerið og það spratt upp agerlega án mótmæla. Trefjaplöturnar tvær losnuðu svo af borðinu án vandkvæða. Það tókst!

Mynd

Það eina sem var að þessu var að plöturnar eru tæpur millimetri að þykkt.

Mynd

Ég setti krossviðar þríhyrninga innan í götin þar sem plöturnar myndu annars vera á lofti:

Mynd

Svo límdi ég 2mm léttkrossvið undir trefjaplöturnar og byrjaði að forma lokin:

Mynd

Eftir smá pússerí og formun pössuðu lokin í götin:

Mynd

Nú þarf ég bara að bíða eftir stellunum til að geta klárað þetta.
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Árni H »

Þú gleymdir að taka fram að það er dagsverk að þrífa smjörið af þessu! Mynd
Ég get hins vegar vottað að það svínvirkar...
Passamynd
Óli.Njáll
Póstar: 63
Skráður: 25. Jún. 2009 22:46:40

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Óli.Njáll »

[quote=Árni H]Þú gleymdir að taka fram að það er dagsverk að þrífa smjörið af þessu! http://smileys.on-my-web.com/repository ... ha-024.gif
Ég get hins vegar vottað að það svínvirkar...[/quote]
Jahá sem sagt ef það vantar fitu virkar það ekki ! =D
Svara