Smíðn gengur hægt. Ég pantaði hjólastellið fyrir hokkrum vikum og trúi því að Hróbjartur sjálfur sé að smíða það fyrir mig á þessari stundu. Ég á von á því síðar í vor.
Á meðan ákvað ég að gera götin í vænginn það sem stellið á að koma og síðan búa til lok sem ég get skrúfað föst þegar hjólin eru komin á. Ég er nýverið búinn að sjá myndir af hetjunni minni Merlyn Graves þar sem hann notar galdraefni til að koma í veg fyrir að hlutir festist saman, og þess vegna langaði mig að prófa það líka.
Hér er gatið í vænginn þar sem stellið á eftir að koma:
Mig langaði til að búa til lok úr gler- og koltrefjum (svona í tilraunaskyni) og hér er efnið sem ég tók saman til að gera það: Plast, glerfíber, kolfíber, tvö rúðugler, epoxy kvoða og PAM!
Fyrsta aðgerðin var að úða Pam á glerið. Þetta vonaði ég að virkaði sem losunarmiðill og því setti ég ekkert annað, ekki bón eða neitt, bara Pam.
Næst lagði ég niður bút af kolfíber og bút af glerfíber ásamt klessu af epoxy kvoðu.
Ég setti plastið yfir og breiddi úr epaxýinu með puttanum. Ef maður notar pensil eða prik, þá er hætta á að það skemmi glerfíberinn.
Nú lagði ég niður meiri glerfíber (8 lög í allt) og annan bút af koltrefjum ásamt góðu magni af epoxy kvoðu. Ég var að vona að þetta yrði svona um það bil 2 millimetrar að þykkt. Ofan á þetta setti ég svo aðra gleplötu sem ég var búinn að úða með Pam.
Til að koma í veg fyrir að glerið rynni til setti ég smá límband á það:
Svo setti ég bóluplast ofan á glerið og allt það farg sem ég fann:
Daginn eftir var ég kominn með miklar áhyggjur af því að ég gæti ekki náð þessu í sundur aftur heldur væri kominn með ömurlegt tvöfalt gler sem ég gæti hvergi notað. En ég hefði mátt sleppa áhyggjunum. Ég setti sporjárn undir glerið og það spratt upp agerlega án mótmæla. Trefjaplöturnar tvær losnuðu svo af borðinu án vandkvæða. Það tókst!
Það eina sem var að þessu var að plöturnar eru tæpur millimetri að þykkt.
Ég setti krossviðar þríhyrninga innan í götin þar sem plöturnar myndu annars vera á lofti:
Svo límdi ég 2mm léttkrossvið undir trefjaplöturnar og byrjaði að forma lokin:
Eftir smá pússerí og formun pössuðu lokin í götin:
Nú þarf ég bara að bíða eftir stellunum til að geta klárað þetta.