Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Sverrir »

Ef þú ætlar að smíða áltappa(restriction), þá viltu hafa gatið 0.1 eða 0.2mm.

Fært í smíðaþráðinn þinn.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

Það er kominn tími til að pósta hérna aðeins, alltaf einhverjar smá framfarir.

[quote=Sverrir]Getur líka fengið þér wheel collar eða tengiskó fyrir rafmagnsvíra og notað skrúfuna til að ýta slöngunni saman, mundu bara að slétta skrúfuendann svo hann geri ekki gat á slönguna.[/quote]
Ég prófaði tengiskó og það virkar mjög vel!
Mynd

Búinn að líma niður allar hlífar og skálar á væng, reyndar er eftir að ganga frá legghlífum fyrir aðalhjól og byssum líka en það á að gera síðast samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda.
Mynd

Þetta er allt að koma.
Mynd

Smá uppstilling.
Mynd

Bjarki minn benti mér á klukkuna og vildi fara koma sér upp íbúð til að fara lesa eitthvað meira spennandi. Ég hef nú aldrei haft mikinn áhuga á klukkunni þegar ég er í skúrnum eins og klukkan þar gefur til kynna.
Mynd

Spitfire hengd upp og.... bíddu bíddu var drengurinn ekki að lesa módelblöð!!!!!
Mynd

Kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Siggi Dags »

Glæsilegt!
Verður gaman að sjá þessa fljúga.
Kveðja
Siggi
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Jónas J »

Glæsilegt hjá þér Eysteinn ;) Styttist í test flug ??? Ég verð að fara að drífa mig og klára Mustanginn svo að hún verði klár á sama tíma....... :)


Kveðja Jónas J
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

Þá er kominn tími á smá update.

Nú fer að styttast í frumflugið, því lítið er eftir að gera í þessari. Þarf að finna þyngdarpunkt, festa byssur og hjólahlífar.
Er að spá í að gangsetja á morgun ef veður leyfir ;)

Hérna eru öll servo komin um borð, batterí og móttakara er búið að festa.
Mynd

Hérna sést hluti af loftkerfinu. Ekki sést þrenging sem Birgir nokkur renndi fyrir mig til þess að hjólin fara hægt upp :P
Mynd

Ég var ekki sáttur við frágang á inngjöf og breytti henni því yfir í þetta.
Mynd

Mynd

Húddið komið á.
Mynd

2,4 Ghz komið í hús.
Mynd

Spitfire komin inn á minnið.
Mynd

Allt að verða klárt :)
Mynd

Smá video í lokin....


Kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Kominn tími eitthvað alvarlegt mótvægi við þessa súrkáls-Messerschmidt-flugdeild fyrir norðan :P :lol:
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Jónas J »

Flottur :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Árni H »

Achtung, achtung, feindliche Flugzeuge an der Südküste... :D
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Gaui K »

Flott :)
hvað er vænghafið og mótorinn ?
Svara