Síða 5 af 6

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 5. Jún. 2011 18:24:24
eftir Spitfire
Minnir á gömlu dönsku Andrés blöðin; tsk tsk :D

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 11. Jún. 2011 23:43:43
eftir Gaui K
Búið að trekkja í gang og taxera nokkra hringi í heimreiðini :) styttist í fyrsta flug ef það er hægt að segja fyrsta flug í þessu tilfelli þar sem þetta er orðið nokkuð gömul vél held ég.
Mynd

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 12. Jún. 2011 23:09:52
eftir Gaui K
Tók nokkur flug á þessari í morgun og nokkuð sáttur með hana en það er ljóst að það mætti vera meiri kraftur. 23cc ding dæng dong mótorin frá Hobby King er ekki að skila alveg nógu miklu svo að líklega splæsir maður í annan stærri síðar :)

Veigar tók nokkrar myndir fyrir mig.Mynd Mynd
Smíðaþræði lokið.

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 12. Jún. 2011 23:50:37
eftir Guðjón
Til hamingju með þetta :)

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Jún. 2011 15:23:46
eftir Gaui
[quote=Gaui K]... það mætti vera meiri kraftur. 23cc ding dæng dong mótorin frá Hobby King er ekki að skila alveg nógu miklu ...[/quote]
Nú kemur að því að prófa fleiri spaða, nafni minn. Ég var með Moki 45 í Sopwith og Supercub. Spaðinn sem mælt er með í leiðbeiningunum með mótornum er 22 X 10. Með svoleiðis spaða er Sopparinn bara slappur og leiðinlegur, en Köbburinn sprækur og skemmtilegur. ÞÁ prófaði ég 24 X 10 í Sopparann og hann varð eins og allt önnur flugvél.

Þú getur prófað spaða sem eru tommu minni eða stærri en það sem gefið er upp og skurð sem er tommu meiri eða minni. Ég myndi byrja á að prófa bæði minni og stærri spaða en með sama skurð og sjá hvað kemur út úr því.

Athugaðu að framleiðandinn mælir alltaf með þeirri spaðastærð sem reynir minnst á mótorinn. Spaði sem er +1 +1 gerir miklar kröfur til mótorsins en -1 -1 spaði ætti að fjölga snúningunum um heilan helling og þar með hitann.

:cool:

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Jún. 2011 19:22:36
eftir Jón Björgvin
mér finnst hún ótrúlega flott til hamingju ;)

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Jún. 2011 22:10:48
eftir Ólafur
Glæsilegt og til hamingju með vélina. :)

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Jún. 2011 23:06:09
eftir Gaui K
Þakka ykkur fyrir.

Nú kemur að því að prófa fleiri spaða,


já sammála því með spaðan en þessi mótor er bara gefin fyrir eina ríkisstærð þe.18x6 en viðurkenni það að ég ætlaði ekki að þora að setja neitt annað.
á einn sem er 16x8 ætti kannski að prófa hann?

Annars er hún nú lika bara nokkuð skalaleg svona, lengi að ná ferð með allt á fullu blasti og hefur sig til flugs í rólegheitum :)
það er hinsvegar auðvitað alltaf betra að hafa smá auka kraft til að bjarga málum þegar á þarf að halda sérstaklega þegar maður er að lenda finnst mér allavega.

kv,Gaui

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Jún. 2011 23:40:00
eftir Sverrir
18x6 er svona í stærra lagi fyrir 23cc, prófaðu þennan 16x8 sem þú átt.

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 14. Jún. 2011 07:41:45
eftir Gaui
Sammála Sverri -- þú færð líklega nokkra snúninga í viðnót með styttri spaðanum -- módelið ætti að verða sprækara.
:cool: