Viper Jet

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Viper Jet

Póstur eftir Sverrir »

15 flug að baki og áfram flýgur hún. Tók reyndar eftir því þegar ég var að fara yfir hana eftir þessa fluglotu(2 dögum síðar) að aðalgírinn var orðinn frekar stífur og hættur að fjaðra. Náði ekki einu sinni að koma honum saman með handafli svo það var ekkert að gera í stöðunni nema taka hann í sundur og hreinsa. Eftir að ég var búinn að ná gírnum í sundur þá var hann pússaður upp með sandpappír og steinolíu, þá var allt klabbið smurt rækilega og því næst var það sett saman. Nú verður gaman að fylgjast með og sjá hvernig framhaldið verður.

Hér er aðeins búið að bleyta upp í þessu með WD40 en það dugði ekki til.
Mynd

Ekki skrýtið þó þetta hafi verið orðið fast.
Mynd

Eftir smá slípun með pappír og steinolíu.
Mynd

Komið saman aftur og nóg af feiti.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Viper Jet

Póstur eftir hrafnkell »

Ég tók eftir að þú ert byrjaður á annarri þotu - seldirðu þessa eða hvað varð um hana?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Viper Jet

Póstur eftir Sverrir »

„Ákvað“ að breyta henni í kafbát eftir afmælissýninguna. Mynd

Annars er það ekkert öðruvísi með þoturnar en önnur flugmódel, maður hættir ekkert að smíða þær þó maður eigi aðrar fyrir! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Viper Jet

Póstur eftir Guðjón »

Hennar mun ég líka sakna!
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Viper Jet

Póstur eftir hrafnkell »

Já ég bara las það einhvernvegin að þú hefðir annaðhvort selt hana eða lent í happy little accident eins og Bob Ross hefði orðað það :)

Ég kannast vel við það að maður gefst ekkert upp þótt maður lendi í "smá" mótbyr. Varstu með vélina tryggða? (er það hægt?)

Respect, ég kann að meta svona heltekna dellukalla. Ég tengi líka við það því ég er engu skárri þótt flugmódeladellan sé bara aukadella hjá mér :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Viper Jet

Póstur eftir Sverrir »

Trúðu mér ekkert happy og ekkert little við það! :P

Já það er hægt að tryggja flugmódel en ekki gegn bilunum, alla veganna ekki hér heima. En út í löndum geturðu eflaust gert það, bara spurning hversu mikið þú vilt borga í iðgjöld. Var einmitt að bæta nýju vélinni inn á skírteinið í dag.
Icelandic Volcano Yeti
Svara