Re: Viper Jet
Póstað: 28. Jún. 2010 13:13:59
15 flug að baki og áfram flýgur hún. Tók reyndar eftir því þegar ég var að fara yfir hana eftir þessa fluglotu(2 dögum síðar) að aðalgírinn var orðinn frekar stífur og hættur að fjaðra. Náði ekki einu sinni að koma honum saman með handafli svo það var ekkert að gera í stöðunni nema taka hann í sundur og hreinsa. Eftir að ég var búinn að ná gírnum í sundur þá var hann pússaður upp með sandpappír og steinolíu, þá var allt klabbið smurt rækilega og því næst var það sett saman. Nú verður gaman að fylgjast með og sjá hvernig framhaldið verður.
Hér er aðeins búið að bleyta upp í þessu með WD40 en það dugði ekki til.
Ekki skrýtið þó þetta hafi verið orðið fast.
Eftir smá slípun með pappír og steinolíu.
Komið saman aftur og nóg af feiti.
Hér er aðeins búið að bleyta upp í þessu með WD40 en það dugði ekki til.
Ekki skrýtið þó þetta hafi verið orðið fast.
Eftir smá slípun með pappír og steinolíu.
Komið saman aftur og nóg af feiti.