[quote=maggikri]Er þetta þá rétt um 60.000.- hingað komið. Er þá ekki hagstæðara að taka þetta saman og fá afslátt af frakt.
kv
MK[/quote]
Akkúrat það sem er planið
Í spjallinu er m.a fjallað um hvers vegna þessi stóri (tæplega 220 cm) vængur sé í einum hluta en ekki tveim. Þegar ég smíðaði minn Ultra Hots (200 cm vængur. Myndir http://picasaweb.google.com/agbjarn/UltraHots#) um 1990 eftir teikningu breytti ég aðeins til og hafði vænginn í tveim hlutum. Það vr lítið mál, en gerir flutning á módelinu auðveldari.
Hvernig er það annars, er ekki kominn tími til að stofna smíðaþráð, eða flytja þennan?
Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit
Póstað: 16. Júl. 2010 14:48:40
eftir Björn G Leifsson
Jæja....
Nú eru kaupamennirnir frá Bretlandi lentir.
Mér leist nú ekki meira en svo á búnkann, kassarnir flestir marðir að sjá en ég held það hafi ekki komið að sök því innihaldið í þeim sem ég gáði í er í fínu lagi, allt pakkað í bóluplast.
Fjórir þeirra eru þegar lagðir af stað norður um heiðar. GBG náði í sinn í gær og Ágúst sækir sinn þegar hann getur slitið sig úr sveitinni
Nú er best að byrja nýjan þráð um fæðingu og æviferil þessara vinnumanna.
Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit
Póstað: 16. Júl. 2010 18:43:03
eftir Gaui
Mér datt í hug gamla góða orðið BÚALIÐ, sem hljómaði úr viðtækjum landsmanna á hverjum degi fyrir daga síbyljustöðva. Eintalan er þá BÚALIÐI, sem er svipað og sjálfboðaliði eða málaliði.
Annars vefst ekkert fyrir mér, menntuðum manninum, að segja Farmhand
Re: Samkaup? Mótor, servó, hraðsmíðakit
Póstað: 16. Júl. 2010 20:12:49
eftir Agust
Það verður örugglega gaman að sjá alla vinnumennina fljúga. Eða eru þetta kannski fjósamenn eins og ég var eitt sinn...
Væri ekki kjörið að hafa þennan þráð opinn meðan menn eru að smíða Farmhand-90. Það mætti etv. flytja hann yfir á "Á vinnuforðinu" og breyta nafninu í Farmhand-90. Hér gætu menn borið saman bækur sínar o.s.frv.
Hvað segja meistarar Björn og Sverrir um það?
Með niðurskorna efninu frá Traplett fylgir bæklingur með leiðbeiningum. Ég skannaði bæklinginn og geymi hann hér: http://agust.net/rc/farmhand90/farmhand90.pdf. Menn geta sótt hann ef þeir vilja eiga bæklinginn í tölvunni.