Heinkel He 111 F8+GM
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Þetta er afbragð. Er fyrir norðan, þarf að renna við hjá þér í kaff og sjá þetta með egin augum
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Hvenær sem er -- ég er alltaf heima.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Þetta lítur mjög vel út hjá þér Gaui. Gaman að fylgjast með þessu hjá þér
Í pásu
Kveðja Jónas J
Kveðja Jónas J
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Takk, Jónas, þetta er líka gaman.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Á meðan ég bíð eftir að epoxýið harðni, þá ákvað ég að byrja á skrokknum. Leiðbeiningarnar fyrir skrokkinn eru undarlegar og stundum er manni sagt að gera eitthvað í neðri hlutanum sem klárlega á að gera við efri hlutann.
Hvað um það, þá er skrokkurinn settur saman á miðjugrind sem skrokkrifin eru límd á, og maður byrjar á neðri hlutanum. Hér er grindin komin saman og rifin tilbúin:
Það er ekki erfitt að setja þetta saman, en þó verður maður að passa sig að snúa rifjunum rétt, því á sumum eru göt fyrir stjórntaumana báðum megin en á öðrum bara öðru megin.
Hér eru öll rifin komin á sína staði:
Nú segja leiðbeiningarnar að maður skuli væta 2,5mm balsa í ammóníaki og vefja utan um skrokkinn og láta hann þorna þannig. Þetta er ekki aðferð sem mér líkar þar sem stybban af ammóníaki er ekki eitthvað sem ég vil fá í skúrinn minn. Ég ætla frekar að planka skrokkinn á hefðbundinn máta með því að skera 2,5mm balsa niður í 6mm ræmur og líma þær utaná rifin.
Þessu verður lýst nánar síðar.
Hvað um það, þá er skrokkurinn settur saman á miðjugrind sem skrokkrifin eru límd á, og maður byrjar á neðri hlutanum. Hér er grindin komin saman og rifin tilbúin:
Það er ekki erfitt að setja þetta saman, en þó verður maður að passa sig að snúa rifjunum rétt, því á sumum eru göt fyrir stjórntaumana báðum megin en á öðrum bara öðru megin.
Hér eru öll rifin komin á sína staði:
Nú segja leiðbeiningarnar að maður skuli væta 2,5mm balsa í ammóníaki og vefja utan um skrokkinn og láta hann þorna þannig. Þetta er ekki aðferð sem mér líkar þar sem stybban af ammóníaki er ekki eitthvað sem ég vil fá í skúrinn minn. Ég ætla frekar að planka skrokkinn á hefðbundinn máta með því að skera 2,5mm balsa niður í 6mm ræmur og líma þær utaná rifin.
Þessu verður lýst nánar síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Búinn að planka neðri helming skrokksins:
Þá er bara að pússa smá og síðan bíða eftir uppdraganlega hjólastellinu. Síðan þarf ég að setja kapla og stýrivíra o.s.frv. áður en ég get sett efri hlutann á.
Þá er bara að pússa smá og síðan bíða eftir uppdraganlega hjólastellinu. Síðan þarf ég að setja kapla og stýrivíra o.s.frv. áður en ég get sett efri hlutann á.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég er búinn að vera að fikta við mótorhúsin í þeim örfáu en afbragðsgóðu tómstundum sem ég hef. Ég er nú búinn að þekja þau með þrem lögum af glerfíber:
Ég setti líka mjög þurra blöndu af epoxý kvoðu og micro balloons framan á húsin, vegna þess að "grillið" á að vera skálarlaga. Ég hafði blönduna þurra til að það væri auðveldara að pússa hana. Seinna, þegar ég er búinn að leysa frauðplastið upp, þá opna ég götin aftur.
Að síðustu setti ég enn eina umferð af epoxý og sprautaði svo bílagrunni yfir allt saman:
Ég kem til með að pússa þennan grunn algerlega í burtu og finn þannig hvar hnökrar, hæðir og lægðir er að finna og get þá lagað slíkt með P38 fylli.
Ég þarf líka að finna aðferð til að festa aftari hluta mótorhúsanna við framhlutann og síðan búa til kælirör sem sitja hægra megin á húsunum.
Sjáumst þá.
Ég setti líka mjög þurra blöndu af epoxý kvoðu og micro balloons framan á húsin, vegna þess að "grillið" á að vera skálarlaga. Ég hafði blönduna þurra til að það væri auðveldara að pússa hana. Seinna, þegar ég er búinn að leysa frauðplastið upp, þá opna ég götin aftur.
Að síðustu setti ég enn eina umferð af epoxý og sprautaði svo bílagrunni yfir allt saman:
Ég kem til með að pússa þennan grunn algerlega í burtu og finn þannig hvar hnökrar, hæðir og lægðir er að finna og get þá lagað slíkt með P38 fylli.
Ég þarf líka að finna aðferð til að festa aftari hluta mótorhúsanna við framhlutann og síðan búa til kælirör sem sitja hægra megin á húsunum.
Sjáumst þá.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Svo má líka mæla með svokölluðu spot putty í stað P38, eins og þessu sem Poulsen selur. Eru tilbúin í túbunni og ekki jafn hörð þegar kemur að því að pússa þau. Sjá á UF þræði hér.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég er auðvitað búinn að fá mér svona fyrir löngu:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Heinkel He 111 F8+GM
Ég er enn að fikta við mótorfestingarnar, fylla og grunna og pússa aftur og aftur, meira og meira. Svo ákvað ég að hella því sem ég átti af asetóni ofan í bleika frauðið og bræða það í burtu:
Næsta vandamál var loftinntak hægra megin á vélarhlífinni. Ég var búinn að fá nóg að bleiku frauði, svo ég skellti balsakubbum í rennibekkinn og renndi sívalninga af réttri stærð:
Þetta heppnaðist alveg frábærlega, þó ég segi sjálfur fré og eftir nokkrar umferðir með balsahefli og hnífkuta, þá passa þessir sívalningar bara vel á hægri hliðinni á vélarhlífinni:
Smá P-38 til að blanda þeim inn í bakgrunninn og það eina sem eftir er er glerfíber og smá meira P-38:
Næsta vandamál var loftinntak hægra megin á vélarhlífinni. Ég var búinn að fá nóg að bleiku frauði, svo ég skellti balsakubbum í rennibekkinn og renndi sívalninga af réttri stærð:
Þetta heppnaðist alveg frábærlega, þó ég segi sjálfur fré og eftir nokkrar umferðir með balsahefli og hnífkuta, þá passa þessir sívalningar bara vel á hægri hliðinni á vélarhlífinni:
Smá P-38 til að blanda þeim inn í bakgrunninn og það eina sem eftir er er glerfíber og smá meira P-38:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði