Efri vængurinn er nú orðinn laus og ég þarf að taka fleiri myndir af honum seinna. Ég er stopp í honum vegna þess að mig vantar 7mm koparrörið sem er festing fyrir flugvírana. Ég pantaði svoleiðis frá Sussex Model Centre, en er ekki búinn að fá þau ennþá.
Ég dúllaði mér við að setja stélhjólið á. Það er sett í gegnum venjulegan tanknippil sem er skrúfaður á stálfjaðrirnar. Síðan er fittingsinn lóðaður á. Með því að setja fínan þurr/blautan sandpappír á milli er hægt að stjórna því að tinið fari ekki þangað sem það á ekki að fara. Meira að segja dekkið er lóðað á, svo ég geri ekki ráð fyrir að það komi til með að detta af á flugi, eins og hefur komið fyrir mig.

Ég gekk líka frá vængfestingunm undir efri vænginn. Þær eru skrúfaðar fastar með 3 og 2,5 mm boltum og róm. Aftari festingin sést í gegnum gat á vængnum, þannig að ég mátti ekki setja epoxy á rærnar. Ég gat heldur ekki skipt og sett rær með nælon miðju vegna þess að þetta er 2,5mm og ég á ekki þannig rær. Hér sést fremri festingin til vinstri, sú aftari í miðju með fullt af skrúfulími og til hægri er sú aftari eftir að ég herti að henni.

Næsta var að skrúfa neðri vænginn á og setja pinnana í að framan. Ég stillti skrokknum upp á smíðabrettið, tók stellið undan og mældi síðan vænginn á eins nákvæmlega og ég gat. Síðan boraði ég göt fyrir boltana og snitthulsurnar sem fylgja þeim (þetta er fittings eins og maður fær með húsgögnum frá Ikea eða Rúmfatalagernum). Þegar götin voru komin skrúfaði ég boltana í hulsurnar, setti Fix-All á þær og skrúfaði allt saman aftur. Hér sást boltarnir ofanfrá í flugmannsklefanum (þið afsakið gæðin, sem eru engin):

Hér eru síðan hulsurnar þaktar með Fix-All. Ég setti Fix-All undir þær áður en ég herti að og makaði síðan því sem ýttist útundan yfir þær.

Svo tók við eitthvað það erfiðasta sem ég hef gert í þessu módeli: að gera 10mm göt fyrir vængpinnana. Það var engin leið að koma borvél að, svo ég þurfti að gera það í höndum :/ Á meðan sat vængurinn á skrokknum með farg á sér svo hann hreyfðist ekki:

Hér eru svo pinnarnir komnir í:

Að lokum setti ég balsa lista með hliðunum á krossviðarsæti sem sitja undir vængnum.

Þetta þarf að þorna vel, svo ég geri ekki meira í kvöld.
Sjáumst