Síða 5 af 5

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 2. Des. 2013 07:17:52
eftir Agust
Takk Sverrir.

Loksins er vélin tilbúin. Bara eftir að hitablása filmu, fínstilla radíó og ballansera.

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 2. Des. 2013 08:34:35
eftir Sverrir
Til hamingju! :)

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2013 17:24:38
eftir Agust
Ein stutt spurning:

Ætti ekki spaðinn að leggjast betur að skrokknum?

Graupner spaði og hubbinn er 20mm.


Mynd

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2013 17:29:01
eftir Sverrir
Þú einn getur svarað því! ;)

Ertu með 2.5° spaðamiðju? Prófaðu að snúa þinni við.

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2013 17:39:13
eftir Agust
Þú segir nokkuð. Ekki datt mér þetta í hug. Prófa það.

http://www.topmodel.fr/en/product-detai ... -020mm-2-5

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2013 21:24:56
eftir Agust
Ég prófaði að snúa. Breytti litlu eða engu.

Líklega þarf ég að ná mér í breiðari spaðamiðju. Þessi er 20mm milli gata. Á Big Excel sem er með rennilegri skrokk er bilið 48mm, og spaðinn leggst þétt að skrokknum.. Mér sýndist ég þurfa allavega hátt í 40mm. Skoða það betur.

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2013 21:47:39
eftir Sverrir
Hafðu ekki miklar áhyggjur af þessu og farðu bara að fljúga henni, þetta er ekkert ósvipað því sem var hjá okkur.

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2013 22:42:07
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Þú einn getur svarað því! ;)

Ertu með 2.5° spaðamiðju? Prófaðu að snúa þinni við.[/quote]


Eh? Ég hefði haldið að það skipti engu máli hvernig hún snýr, það er sami snúningur (twist) á henni hvernig sem hún snýr. Samanber skrúfu - Það er sami snúningur, réttsælis eða rangsælis hvernig sem þú snýrð skrúfunni.

Eða kannski er ég svona syfjaður og ætti ekki að vera að spekúlera of mikið...

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 8. Des. 2013 22:56:54
eftir Sverrir
Þú ert syfjaður! ;)

Spaðagötin eru ekki í miðjunni svo það getur munað smávegis eftir því á hvorn veginn þú snýrð þeim.

Re: Seagull Ka8b - Breytingar

Póstað: 9. Des. 2013 06:31:41
eftir Agust
Þetta er aðallega fegurðargalli sem lýtalæknir getur lagað.

http://www.megamotor.cz/v4/script/defau ... d=lang_eng