Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Björn G Leifsson]Hér: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29323[/quote]
Ertu nú alveg viss kúturinn minn. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Iss...þetta var púkalegt Hér er maður að hlakka til að hella sér yfir nýjustu drögin að þessari árans reglugerð þegar maður loksins er búinn að draga fellihýsið og fjölskylduna alla leið heim í hlað aftur. Og svo var það bara einhver allt önnur reglugerðarbreyting sem ráðuneytið endilega vildi að ég kíkti á... eintóm vonbrigði :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Eysteinn »

Jæja, eitthvað er að fara í gang hjá þeim á alþingi.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill birta sem fyrst drög að reglugerð um dróna svo opin umræða geti farið fram.
Það var Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, sem spurði ráðherra á Alþingi hvort hann ætlaði að beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna, bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum. Töluverð umræða varð um þetta þar sem ráðherra sagði ekki eftir neinu að bíða að birta drögin. 

Sjá frétt hér.

http://ruv.is/frett/raett-um-drona-a-althingi
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Sverrir »

Eins og búast mátti við þá hafa breytingar orðið frá því sem áður var en bara til hins betra sýnist mér!

http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29429
[quote]Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um ómönnuð loftför en lög um loftferðir heimila að settar séu sérreglur um þau. Umsagnarfrestur er til 2. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is. Um þessar mundir er víða unnið að mótun reglna og kynnti Flugöryggisstofnun Evrópu nýlega drög að reglusetningu um ómönnuð loftför.[/quote]

http://www.innanrikisraduneyti.is/media ... _12_10.pdf
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Agust »

[quote=Sverrir]Eins og búast mátti við þá hafa breytingar orðið frá því sem áður var en bara til hins betra sýnist mér!

http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29429
[quote]Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um ómönnuð loftför en lög um loftferðir heimila að settar séu sérreglur um þau. Umsagnarfrestur er til 2. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is. Um þessar mundir er víða unnið að mótun reglna og kynnti Flugöryggisstofnun Evrópu nýlega drög að reglusetningu um ómönnuð loftför.[/quote]

http://www.innanrikisraduneyti.is/media ... _12_10.pdf[/quote]


Hvaða áhrif hefur þessi reglugerð á módelflug okkar þegar bæði smáa letrið og hið stærra er lesið í samhengi?

Eru áhrifin kannski nánast engin?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Sverrir »

Sýnist það svona eftir grófa yfirferð.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Agust »

Ég er aðeins að horfa á 7. grein:

"Leyfi Samgöngustofu þarf fyrir starfrækslu ómannaðra loftfara sem vega meira en 30 kg hvort
heldur sem er í atvinnuskyni eða ekki. Þó þarf ekki leyfi vegna flugmódela sem flogið er á vettvangi
flugmódelfélaga."

Á seinni setningin aðeins við um fyrri setninguna eða flugmódel almennt? Ég get skilið þetta á baða vegu.

Ef þetta gildir almennt "Þó þarf ekki leyfi vegna flugmódela sem flogið er á vettvangi
flugmódelfélaga
", þá þarf leyfi til að fljúga t.d. í Kömbum, Hvolsfjalli, Tungubökkum, ...

Kemur einhvers stsðar fram að módelflug sé leyfilegt á t.d. þessum stöðum sem ég nefndi?


(Það getur auðvitað að ég sé glámskyggn svona snemma morguns og þurfi meira kaffi...).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Sverrir »

Þarna stendur að ekki þurfi leyfi vegna flugmódela sem flogið er á vettvangi flugmódelfélaga þó það sé þyngra en það sem kemur fram í fyrri setningunni. Alveg óháð því hvernig þú túlkar þetta þá bannar reglugerðin ekki flug annars staðar svo lengi sem það er ekki á þeim bannsvæðum sem tiltekin eru í 14. grein.

Þannig að, já flug flugmódel er leyft á þessum stöðum sem þú nefnir sbr. ákvæði 14. greinar svo lengi sem það er undir 30 kg og ekki er verið að fljúga í atvinnuskyni.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Agust »

Eftir að hafa fengið mér kaffi las ég yfir reglugerðardröginn með því hugarfari að reyna að misskilja sem flest. Það er sú aðferðarfræði sem maður notar þegar verið er að gera texta sem verður að vera ótvíræður.

Í vinnunni erum við oft að gera texta sem notaðir eru í verklýsingum rándýrra framkvæmda og þá má ekki vera hægt að misskilja neitt, en verktakar eru sérfræðingar í að finna slík atriði og gera kröfur um aukagreiðslur :-)

Sem sagt, ég páraði ýmsar athugasemdir í skjalið og notaði auk þess áherslupenna. Sumt er vissulega sparðatíningur, en ekki allt held ég.



Líklega dugir ekki að smella á krækjuna til að opna skjalið þannig að athugasemdirnar sjáist.

Trúlega þarf að sækja skjalið með því að hægrismella á krækjuna og nota "save link as". Vista það t.d. á desktop. Opna síðan skjalið með t.d. Foxit reader.

https://dl.dropboxusercontent.com/u/325 ... _12_10.pdf


Svo er bara að taka svona óformlegt kaffispjall snemma morguns ekki alvarlega... :-)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir benedikt »

áhugavert - virðist vera að allt FPV flug sé óheimilt ?

en .. hvað varðar stjórnanda ómannaðs loftfars yfir 30Kg - þarf hann að vera með flugmannspróf sbr. grein 16 ?

hvað eru okkar þyngstu flugmódel þung ?

kv
Benni
If you ain't crashing, you ain't trying !
Svara