Síða 5 af 7

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 17. Jan. 2008 23:13:36
eftir kip
Groundcrewið tók nokkrar æfingar fyrir sumarið eins og sést á myndunum

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 20. Jan. 2008 20:54:19
eftir Gaui
Jæja, nú ýtum við úr vör enn eitt sinn.

Sevóin fyrir hæðarstýrin eru aftast í skrokknum og ég bjó til sleða fyrir þau. Sleðinn verður festur me einni lítilli skrúfu þegar sarvóin eru komin í.

Mynd

Ég bjó líka til lok fyrir servóin úr mjög þunnum glerfíber blöðum sem fylgdu með í kittinu. Þessi lok festiu ég með helling af skrúfum.:

Mynd

Ég byrjaði að byggja upp hurðarkarminn. Vegna þess sem Doktor Björn skrifaði er ég farinn að velta því fyrir mér að setja lamirnar inn á milli hurðar og karms, en til þess verð ég að finna hæfilegar undirsinkaðar skrúfur. Skoðum það síðar.

Mynd

Til að koma leiðslum frá servóunum í skottinu á móttakarann fremst límdi ég niður kapalrennu úr plasi innan í skrokkinn:

Mynd

Við Þröstur skruppum í gær niðrá flugvöll og skoðuðum Super Decathlon í fullri stærð. Þar kom í ljós að flugmannsklefinn ef lokaður frá afturhluta skrokksins með tjaldi fyrir aftan aftara sætið. Þetta er gott því með því að loka skrokknum þannir, þá slepp ég við að mála allt draslið aftast með svartri málningu til að það skeri ekki í augun. Ég eyddi þess vegna þó nokkrum tíma í að búa til passa út pappír og klippti svo Sólartex bút sem ég straujaði á skrokkramma nr. 5.

Mynd

Ég náði í minni kapalrennu fyrir vænginn, því þar er bara einn vír, og límdi hana á rifin með Hysol. Það verður núna leikur einn að draga servósnúruna í gegnum vænginn.


Mynd

Þegar við skoðuðum flugvélina hans Stjána niðrá flugvelli sáum við að glugginn á vinstri hliðinni var með ramma svipuðum þeim se er í hurðinni. Ég ákvað þ´vi að flikka aðeins upp á módelið með því að smíða þannig ramma. Ég gerði hann úr 3mm balsa sem ég skar til og límdi innan í gluggann. Nú lítur þetta mikið betur út og verður bara glæsilegt þegar búið er að mála og skrúfa rúðuna á.

Mynd

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 22. Jan. 2008 20:42:14
eftir Messarinn
Bara snilld hjá þér Guðjón minn sérstaklega servoið sem þú renndir bara inn í sæti þarna aftast

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 27. Jan. 2008 16:59:55
eftir Gaui
Áður en ég get byrjað að klæða módelin, þá þarf ég að búa til togkrókana á þau. Þeir eru gerðir úr tveim koparrörum, einu víðu og einu grönnu, sem eru lóðuð saman og síðan er sá hluti granna rörsins sem gengur í gegnum það víða sorfinn í burtu. Þá er hægt að renna pinna í gegnum víða rörið sem þannig heldur í togbandið. Þetta hljómar flókið, en er það ekki í raun. Hér er mynd af togkrók og krossviðarbútum sem helda honum í skrokknum:

Mynd

Hér er ég búinn að líma krossviðinn efst í skrokkinn. Ég er ekki búinn að festa krókinn sjálfan, því að mig vantar almennilegan kapal. Það besta sem hægt er að fá er bremsukapall af reiðhjóli, þ´vi að hann er gerður úr nokkuð voldugum snúnum vír sem er húðaður með tefloni og rennur í gegnum þykkt ytra rör. Ég á líka eftir að setja tvær skrúfur eða svo til að halda þessu betur eða jafnvel bara tvo eða þrjá trédíla.

Mynd

Næst ætlaði ég að búa til þykka blöndu af epoxý og microballoons og setja það á vængrótina og síðan skrúfa vænginn á. Þetta er gert til að fylla í allar glufur á milli vængs og skrokks. Til að koma í veg fyrir að þetta lími vænginn á til frambúðar setti ég nokkrar ræmur af glæru límbandi á skrokkinn. Þröstur kom og hjálpaði mér við þetta. Hér er epoxýblandan á sínum stað í vængrótinni:

Mynd

Hér er Þröstur að leggja síðustu hönd á fyllinguna:

Mynd

Eins og sjá má, þá er ekki mikið pláss fyrir ball í skúrnum mínum þegar þessar tvær flugvélar eru komnar saman með vængina á:

Mynd

Sumir hafa verið að velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum ég geti smíðað svona mikið og svona hratt á svona stuttum tíma. Hingað til hefur þetta verið vandlega varðveitt leyndarmál, en í morgun læddist Árni Hrólfur að mér og tók mynd inn um gluggann á skúrnum. Það er ekki leyndarmál lengur:

Mynd

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 27. Jan. 2008 17:51:26
eftir Sverrir
Usss, skamm Árni :D

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 27. Jan. 2008 18:07:32
eftir Agust
Er Kári búinn að klóna Gauja?

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 27. Jan. 2008 18:50:19
eftir kip
hahahaha þessi síðasta er svo mikil snilld

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 3. Feb. 2008 15:58:53
eftir Gaui
Og þá er komið að hjólaskálunum.

En fyrst vil ég fá að afsaka gæðin á þeim myndum sem hér fylgja. Þannig er mál með vexti að ég var að stússast í bílskúrnum mínum eins og ég geri iðulega og ég var með myndavélina mína í skyrtuvasanum. Ég beygði mig niður til að taka eitthvað upp af gólfinu, en þá rann myndavélin úr vasa mínum og small á steyptu gólfinu. Síðan þá hef ég ekki getað náð neinum myndum af minniskorti vélarinnar. Hún tekur myndir og allt það, en engin tölva hefur náð sambandi við kortið síðan þetta gerðist, svo að þangað til ég kaupi nýtt kort, þá nota ég myndavélina í símanum mínum til að taka myndir. Sú myndavél er afar (jafnvel ömmur!) léleg og því eru myndirnar svona.

Nema hvað ...

Í leiðbeiningunum segir að maður skuli styrkja hjólaskálarnar með koltrefjum og þar sem ég fékk í vikunni sendingu af slíku frá Carbonology í Englandi (https://www.carbonology.com/index.asp), þá fór ég í það núna að gera þetta. Ég setti tvö lög af kolfíbermottu innan á hliðarnar á skálunum og kolfíber hár (e. Tow – veit ekki hvað þetta ætti að kallast) innan við opið:

Mynd

Þetta virðist gera skálarnar, sem voru nú nógu sterkar fyrir, enn sterkari og stífari og ég geri ráð fyrir að þær muni þola ýmislegt álag í framtíðinni.

Hér eru allir þeir hlutir sem þarf að nota til að koma dekkjum og skálum undir tvö módel:


Mynd

Næst þurfti ég að finna bestu staðsetningu dekkjanna innan í hjólaskálinni og gera gat fyrir öxulinn. Til að gera það, þá setti ég eitt dekk innan í hjólaskálina og færði það til þar til að virtist sitja ágætlega. Þá setti ég annað dekk ofaná það og merkti síðan í gegnum gatið með blýanti:

Mynd

Nú þurfti ég bara að gera nógu stórt gat fyrir öxulinn og líma festingarnar innaní. Öxullinn eins og hann kemur er of langur og því gerði ég gat á ytri hliðina á skálunum líka. Ég fylli í það gat síðar. Ég hreinsaði líka alla fitu af festingunum og pússaði þær með grófum pappír áður en ég límdi þær með Hysol. Ég var hræddur um að líma öxlana í líka og því penslaði ég þá með Vaselíni fyrst.

Mynd

Ef Solartexið kemur í næstu viku, þá get ég byrjað að klæða módelin fljótlega.

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 3. Feb. 2008 21:11:26
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gaui]... tvö lög af kolfíbermottu innan á hliðarnar á skálunum og kolfíber hár (e. Tow – veit ekki hvað þetta ætti að kallast) innan við opið...[/quote]
"Tóg" gæti dugað

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstað: 10. Feb. 2008 17:25:51
eftir Gaui
Ég er byrjaður að sja Solartexið á, en áður en ég gerði það límdi ég stýrishornin á. Þau eru gerð úr brúnu fíberefni sem Þjóðverjar kalla Tufnol og viðrast vera feyki sterk. Límið sem ég notaði er Hysol, sem er sterkasta límið á markaðnum og límir nánast hvað sem er.

Ég nota vínkil þegar ég lími hornin á hliðarstýrin til að það sé alveg öruggt að þau sitji rétt. Stýrin eru örlítið á lofti eins og sést á myndinni (já, myndavélin er farin að virka aftur) sem sýnir að götin á horninu eru í línu við miðjuna á lömunum.

Mynd

Næst eru það hæðarstýrin. Hér eru tvöföld horn notuð og kúlutengi á milli þeirra:

Mynd

Og að síðustu hallastýrin. Hér eru líka notuð tvöföld horn með kúlutengi:

Mynd

Þá var komið að klæðningunni. Þröstur lét mig fá fjórar 10 metra rúllur af Solartexi og ég gerði ráð fyrir þetta myndi gera gott betur en hylja módelin. En hér sést hvað ein 10 metra rúlla klæddi::

Mynd

Þetta er eitt sett af vængjum með hallastýrum, stélfletirnir á bæði módelin og hæðarstýrin á annað módelið. Þetta virðist ekki vera neitt sérlega mikið, en ég þurfti svo sannarlega að nota útsjónarsemi og skipulagningu til að ná þessu út úr einni rúllu. Ég geri ráð fyrir að ein rúlla fari nokkuð vel á hvorn skrokk og sú fjórða fer á hitt vængjasettið og það verður líklega ekki mikill afgangur.

Það má ef til vill nefna það hér að ég tel Solartex vera það besta sem komið hefur á markaðinn síðan niðurskorið brauð var fundið upp