Djöfull er þetta flott hjá ykkur...þetta fær mann til að gerst klúbbfélagi þ.e.a.s ef ég kemst einhvern tíma frá borði úr þessaum japanska/chile verksmiðjutogara.
Rétt tæpum áratug síðar endurnýjuðum við kynnin við Gylfa hjá Túnverki en hann kom færandi hendi með 200m2 af torfi.
Tuttugu rúllur biðu affermingar.
Tæknin orðin aðeins þróaðari en nú er hægt að fá rúllurnar klipptar niður jafnóðum en þetta gerðum við með dúkahnífum á sínum tíma og skárum niður rúmlega 300 rúllur(6000m2).
Um 20m2 í hverri rúllu.
Gunni nýtti ferðina og mosatætti völlinn.
Svo fór kvöldið í að grjóthreinsa og jafna út moldina ásamt því að tyrfa.
Björk hans Guðjóns bakaði svo amerískar pönnukökur handa mannskapnum og auðvitað var Merrild á könnunni!