Gott mál.
Þá er að standa við orðin að hafa samband við gjaldkera á síðunni ykkar með það í huga að gerast klúbbfélagi er eitthvað málum blandið....hvert á ég að snúa mér ?
Kveðja
Vignir
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 6. Jún. 2015 17:37:41
eftir Sverrir
Hmmm, þessi blessaði vefstjóri ekki að standa sig, rekum hann!
Tengillinn hefði átt að vísa hingað > http://modelflug.net/?page_id=6 < svo skjóttu tölvupósti með kennitölu, heimili og símanúmeri á gjaldkerann og hann mun án efa senda þér rukkun um hæl ef ég þekki hann rétt!
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 11. Jún. 2015 23:37:30
eftir Sverrir
Hmmmmm!
HMMMMMM!!!
Smá kjarnaborun í gangi.
Kallast þetta ekki kjarni málsins?
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 14. Jún. 2015 23:30:56
eftir Sverrir
Við Lalli skelltum okkur út á völl að líma staurana fasta í kvöld.
Dæla, dæla, dæla...
Grjótharður ands!$#&
Engin múrskeið, mar reddar sér!
Eðalstöff
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 3. Júl. 2015 17:28:50
eftir Sverrir
Svo þarf að viðhalda tækjabúnaðinum annað slagið. Sá gamli var kvaddur eftir rétt rúmlega áratugs þjónustu í vikunni. Vonum að þessi eigi eftir að eiga jafn farsæla ævi við grasát og forveri hans. Vélstjórunum leiðist ekki að það skuli vera boxermótor í þessu.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 18. Júl. 2015 01:19:52
eftir Sverrir
Arnarvöllur skartaði sínu fegursta í kvöldblíðunni.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 11. Okt. 2015 14:06:36
eftir Sverrir
Stóra borðið boltað niður fyrir komandi átök!
Smá leki á þakinu sem þarf að laga.
Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja
Póstað: 22. Apr. 2016 18:46:45
eftir maggikri
Gunni M byrjaði að mosatæta kl. 08:00 í morgun(hann er duglegur kallinn!)Hann hringdi svo i undirritaðan og sagðist vera að mosatæta út á velli. Formaðurinn fékk vægt sjokk, þar sem ég sá daginn hverfa í rakstri á mosa, svo sagði Gunni mér að fara á nýju kerrunni að sækja áburð fyrir völlinn, sem Sverrir var búinn að panta. Fór út á völl með áburðinn og byrjaði að raka þennan f-----g mosa. Gunnar Hámundur kom svo til hjálpar og keyrðum við allir mosatætarann eitthvað og rökuðum þessu upp. Þetta var nú eitthvað í minna lagi núna þar sem við erum búnir að taka á mosanum í nokkur ár í röð. Þetta kláraðist svo um fjögur leytið.