Síða 45 af 53

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 6. Feb. 2017 21:31:02
eftir maggikri
Gunni MX var út á velli í allan dag í grenjandi rigningu og stormi að festa niður mannvirkin á Arnarvelli. Vörubíll með krana kom til aðstoðar.
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 10. Feb. 2017 00:21:20
eftir gunnarh
Fékk símtal í dag að vallarstjórinn væri bílaus úti á velli og vantaði frauð. Fór auðvitað strax eftir vinnu með frauð á sá hvað hann hafði gert í dag. Þvílíkur dugnaður upp á síðkastið hjá honum en í dag þá kláraði hann fánastöngina, sagaði neðan af gáma hurðunum og frauðaði í opin göt. Svo sýndi hann mér hvað kaffi aðstaðn okkar hafði fokið í gær.

Mynd
Gunni með allar græjur og ekki gat hann skotist heim ef honum vantaði eitthvað því hann var bílaus.

Mynd
Það sést á hjá dekkinu og hellunum hvað þetta hefur fokið í gær.

Mynd

Mynd
Þetta þarf að laga í næsta góða veðri segir vallarstjórinn.

Mynd
Sagað neðan af hurðunum svo betra sé að opna.

Mynd
Svo voru öll göt frauðuð svo mýsnar kæmust ekki inn.

Mynd
Hann varð óður með þennann frauðbrúsa og vildi frauða allt.

Mynd
Hann gleymdi sem betur fer að frauða myndavélina.

Mynd
Skrúfan og flagstöngin orðið eitt.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 12. Feb. 2017 15:25:52
eftir gunnarh
Fór með jöxlunum upp á völl í dag til að laga kaffiskúrinn. Þar var hann tjakkað upp, dreginn til og svo strappaður niður. Núna er hann kominn aftur á sinn stað og nokkuð réttur.

Mynd
Það var byrjað að festa skúrinn í bílinn svo það væri hægt að toga hann til þegar það væri búið að lyfta honum.

Mynd Mynd
Gústi mætti með alvöru tjakk.

Mynd
Gunni tilbúinn að laga hellunar til.

Mynd
Gústi hefur örugglega hugsað hvort ég ætlaði ekki að gera neitt annað en að taka myndir.

Mynd Mynd
Það ringdi allavega ekki undir skúrnum.

Mynd Mynd Mynd Mynd
Gunni það kunna allir að moka og það er ekkert merkilegt.

Mynd Mynd
Búið að strappa skúrinn iður þannig hann ætti allavega ekki að fara á hliðina.

Mynd
Eins og nýtt og betra en það.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 18. Feb. 2017 22:33:34
eftir gunnarh
Fékk símtal frá nafna að hann væri mættur að gera fallegt. Fór aðeins að hjálpa honum

Mynd Mynd Mynd Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 20. Feb. 2017 18:38:03
eftir gudniv
Er Gunni að missa sig. eða er hann ofvirkur....

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 16. Mar. 2017 13:18:41
eftir maggikri
Gunni MX setti upp skilti á hliðið og á brúna skúrinn.
Mynd Mynd Mynd Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 16. Mar. 2017 13:24:03
eftir maggikri

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 16. Mar. 2017 21:03:55
eftir Ágúst Borgþórsson
Það er orðið svo flott þetta hlið, að ég gæti trúað einhverjum til að stela því, ég tala nú ekki um stafsetninguna á skiltinu bifreiðastöður mannaðar

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 16. Mar. 2017 21:32:43
eftir Sverrir
[quote=Ágúst Borgþórsson]...ég tala nú ekki um stafsetninguna á skiltinu bifreiðastöður mannaðar[/quote]
Þú verður að fá þér ný gleraugu kallinn minn, það stendur „bifreiðastöður annaðar“. ;)

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 31. Mar. 2017 13:53:15
eftir Sverrir
Bera, bera.
Mynd

Þjappa, þjappa.
Mynd