Síða 6 af 12
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 15. Mar. 2023 13:51:50
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Vængirnir duttu í sundur eins og það hefði aldrei komið lím nálægt miðjunni. Eftir góðan tíma með pússikubbum eru vængræturnar ásættanlegar.

- 20230315_100348.jpg (135.2 KiB) Skoðað 1355 sinnum
Það var auðveldara en ég bjóst við að saga hallastýrin laus. Ég ákvað að hafa lamirnar ofantil á stýrunum og nota flatar lamir með þolinmóð. Ég formaði framlistann á hallastýrinu til að gefa góða hreyfingu. Leiðbeiningarnar segja að stýrin þurfi að fara 1/2 tommu eða 12mm niður. Eins og ég tók af þeim núna, þá fara þau 3/4 úr tommu niður, eða 18mm. Þsð ætti að vera alveg nóg.

- 20230315_111104.jpg (151.42 KiB) Skoðað 1355 sinnum
Ég klæddi endana á hallastýrinu með 0,8mm krossviði til að fá það snyrtilegt.

- 20230315_112743.jpg (118.87 KiB) Skoðað 1355 sinnum
Og þá passar hallastýrið svona skemmtilega á vænginn.

- 20230315_112957.jpg (152.02 KiB) Skoðað 1355 sinnum
Það þarf að setja stýrishorn á stýrið og ég gróf 4mm krossvið á milli rifja þar sem það á að vera.

- 20230315_114549.jpg (142.82 KiB) Skoðað 1355 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 16. Mar. 2023 22:32:10
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Báðir vængirnir tilbúnir fyrir stýritækin. Hallastýrin komin með lamir og það má eiginlega fara að klæða með plastfilmu, nema að ég er ekki búinn að fá hana.

- 20230316_191842.jpg (120.77 KiB) Skoðað 1338 sinnum
Stélflöturinn límdur á. Stöngin á vængstífunum er til að ég geti kíkt út að það sitji rétt.

- 20230316_211727.jpg (148.17 KiB) Skoðað 1338 sinnum
TOWER HOBBIES 40 -- EÐA HVAÐ?
Elvar er að leggja síðustu hönd á TH40 og svo vippaði hann hugsanlegu næsta verkefni upp á borðið: IMAC One Design.

- 20230316_213504.jpg (134.51 KiB) Skoðað 1338 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 17. Mar. 2023 13:50:03
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Einu sinni var hægt að kaupa besta sparsl allra tíma: Red Devil OneTime Spakling. Það er létt, fljótt að þorna, rýrnar nánast ekkert og auðvelt að pússa. Þetta var allt of gott til að geta verið áfram á markaðnum og ég er búinn að prófa alls konar spörsl síðan. Ekkert af þeim er jafn gott og RDOTS. Ég er búinn að kaupa, prófa og henda í ruslið mörgum dollum og túbum nánast fullum af alls konar ónothæfum spörslum. Nýjasta tilraunin er
Dalapro Nova. Þetta er grátt sparls (ekki létt) sem þornar frekar hratt, rýrnar smá, en er einstaklega auðvelt að pússa. Ég notaði það á vængina og skrokkinn til að fylla ýmis göt og ambögur. Ég pússaði það niður með P240 pappír og það virðist bara ætla að duga.

- 20230317_094732.jpg (127.41 KiB) Skoðað 1333 sinnum
Stélkamburinn var næstur. Ég límdi hann niður með trélími og notaði vinkil til að stilla hann af lóðréttan eins og lög gera ráð fyrir.

- 20230317_113704.jpg (143.07 KiB) Skoðað 1333 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 18. Mar. 2023 13:31:42
eftir Gaui
MIGHHTY BARNSTORMER
Ég var að dútla stanslaust allan morguninn, en það sér nánast ekkert eftir mig. Svona er þegar módel eru nærri tilbúin. Þegar ég sagaði út hryggjarstykkið á módelið, kom í ljós svo mikil spenna í balsanum (30x100x1000mm) að stykkið tók á sig gríðarlega sveigju. Ég er búinn að reyna að rétta úr henni með því að bleyta hana og svo þvinga hana niður á borðið, en ekkert hefur virkað. Í dag sagaði ég tvisvar upp í stykkið, sullaði trélími á milli og festi niður á borð. Vonandi virkar þetta.

- 20230318_115042.jpg (138.74 KiB) Skoðað 1318 sinnum
Svo setti ég hornin á bæði hæðarstýri og hliðarstýri og tengdi í servóin í skrokknum. Bæði stýrin virka og hreyfast meira en leiðbeiningarnar mæla með.

- 20230318_120916.jpg (125.81 KiB) Skoðað 1318 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 20. Mar. 2023 13:02:03
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Servóin og snúrurnar komnar í vænginn og hallastýrin virka vel.

- 20230320_104356.jpg (121.71 KiB) Skoðað 1288 sinnum
Öll grindin í Mighty Barnstormer er komin saman fyrir utan aftara hryggjarstykkið, sem er ekki hægt að setja á fyrr en búið er að klæða módelið með dúk. Eins og það er núna, þá vegur módelið nákvæmlega á réttum jafnvægispunkti (rambar á réttum stað). Ég geri ekki ráð fyrir að ég þurfi að setja mikla auka þyngd í módelið, en það kemur í ljós.

- 20230320_120337.jpg (156.73 KiB) Skoðað 1288 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 21. Mar. 2023 12:29:20
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Skáböndin komin á vængstífurnar. Gæti hugsanlega sett þykkari vír og alvöru vantastrekkjara seinna. Servósnúrur fyrir vænginn líka komnar inn.

- 20230321_104528.jpg (118.17 KiB) Skoðað 1273 sinnum
Sullaði epoxý kvoðu alls staðar þar sem eldsneyti gæti hugsanlega náð að snerta.

- 20230321_114744.jpg (121.9 KiB) Skoðað 1273 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 22. Mar. 2023 12:20:55
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Það eru fá handtökin eftir áður en ég klæði módelið með litríkri plastfilmu. Stélið er allt súrrað saman með vírum og ég var allan morguninn að búa til festingarnar. Hér er tvöfalda festingin efst á stélkambinum.

- 20230322_104752.jpg (155.93 KiB) Skoðað 1254 sinnum
Og hér sjást festingarnar neðan á stélinu. Það eru fleiri slíkar ofan á stélinu. Vírinn sem ég nota kemur úr reiðhjólaverslun og er venjulega notaður til að skita um gíra á reiðhjólum. Stélhjólastellið er líka áberandi og tenging þess við sérstaka festingu á hliðarstýrinu

- 20230322_113309.jpg (120.47 KiB) Skoðað 1254 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 23. Mar. 2023 21:56:59
eftir Gaui
Fimmtudagur og þá smíðar maður fram a kvöld:
MIGHTY BARNSTORMER
Spaði kominn á og spinner. Nú þarf bara að fara að gangsetja mótorinn og sjá hvernig hann gengur.

- 20230323_100611.jpg (128.29 KiB) Skoðað 1224 sinnum
Vírarnir komnir á stélið. Nú vantar mig bara tengingarnar til að klára þetta.

- 20230323_205623.jpg (137.85 KiB) Skoðað 1224 sinnum
DC-3
Það eru komin einhver ár síðan ég sullaði fullt af fylliefni á skrokkinn og því kominn tími til að pússa, pússa og pússa

- 20230323_185548.jpg (117.59 KiB) Skoðað 1224 sinnum
Og fyllirinn er ekki fyrr orðinn sléttur en það þarf að setja meira. Sem betur fer er þessi auðveldur að pússa.

- 20230323_200614.jpg (139.74 KiB) Skoðað 1224 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 25. Mar. 2023 12:55:25
eftir Gaui
DC-3
Ég tel mig vera að mestu búinn að pússa niður hvíta fylliefnið, svo að nú fer að koma tími til að pensla smá glerfíber á skrokkinn. Skoða það eftir helgina.

- 20230325_121605.jpg (128.1 KiB) Skoðað 1198 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 27. Mar. 2023 12:09:49
eftir Gaui
DC-3
Ég pússaði niður gráa fylliefnið. Það er mjög þægilegt og pússast mjög vel með fínum pappír: P240. En, það er eins og alltaf, þegar maður telur sig vera búinn að pússa og að nú komi að einhverju öðru, þá koma í ljós fleiri staðir það sem vantar að fylla.

- 20230327_113402.jpg (136.57 KiB) Skoðað 1160 sinnum
Og brúni bletturinn er fugladrit úr bílskúrnum á Grísará. Það er algerlega fast í: ég er búinn að prófa að þvo með vatni og pússa aðeins yfir, en það er eins og fyllirinn hafi sogað dritið í sig
