Ég fékk þetta laser hallamál í jólagjöf frá sonum mínum og notaði það í dag til að setja stélkambinn á.
20250218_093346.jpg (143.17 KiB) Skoðað 14319 sinnum
Ég stillti stélkambinum upp, festi hann niður með títuprjónum og klemmum og stillti hann af með hallamálinu. Nú þarf límið að fá að harðna þangað til á morgun. Þá set ég trekanntlista í hornin.
20250218_100514.jpg (145.26 KiB) Skoðað 14319 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Vinur minn i Ameríkunni bauðst til að þrívíddarteikna mælaborðið í Austerinn og senda mér skjölin, sem hann og gerði. Ég fór með þessi skjöl í FabLab á Akureyri og fékk að prenta það út þar. við gerðum upplausnina á þessu mjög fína og prentunin tók 14 klukkutíma og 32 mínútur.
20250221_093433.jpg (146.24 KiB) Skoðað 13372 sinnum
Þegar ég var búinn að líma hlutana tvo saman og grunna þá, þá lítur mælaborðið svona út.
20250221_110607.jpg (137.26 KiB) Skoðað 13372 sinnum
Ég þarf að snikka mælaborðið aðeins til svo það passi á sinn stað. Þetta verður alveg sæmilegt. Nú þarf ég bara að mála það svart og setja mæla í plássin á borðinu.
20250221_113001.jpg (138.63 KiB) Skoðað 13372 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég festi öll servóin endanlega niður á servóberana og tengdi þau við nýja móttakarann sem ég fékk frá Jóni V. Ég tók ekki mynd af þessu. Svo bjó ég til saumana á stélfeltinu og stélstýrunum með lími, eins og ég hef gert oft áður.
20250224_094508.jpg (142.3 KiB) Skoðað 12209 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég fitlaði við stélfjaðrirnar í dag. Ég setti oddaklipptan borða (pinked tape), sem ég fékk hjá Mikka Ref, á saumana og bjó svo til vírana sem stjórna trim flipanum á hæðarstýrinu.
20250225_100701.jpg (140.68 KiB) Skoðað 11977 sinnum
Svo sprautaði ég grunni á stýrin. Þegar hann er þurr ætla ég að pússa hann niður með fínum sandpappír, líklega p-400.
20250225_113917.jpg (138.07 KiB) Skoðað 11977 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Setti oddaborða á stélfletina í dag og sprautaði svo lagi af grunni á þá.
20250226_104703.jpg (142.2 KiB) Skoðað 10781 sinni
Ég á tvö frekar smá servó og ákvað að setja annað þeirra við hreyfilinn til að stjórna inngjöfinni. Teinninn í blöndunginn kemur rétt fyrir ofan hljóðkútinn.
20250226_112809.jpg (143.18 KiB) Skoðað 10781 sinni
Svo ætlaði ég að fara að byrja að klæða vængina með dúk, en uppgötvaði þá að ég átti eftir að grunna / mála undir flapsana. Ég var ekki lengi að því, en þá tók við að horfa á málninguna þorna. Ég gæti örugglega keppt fyrir Íslands hönd í þeirri íprótt -- og náð langt.
20250226_114000.jpg (146.1 KiB) Skoðað 10781 sinni
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég notaði daginn í dag til að fikta við vængina, gera þá klara undir dúk (pússa, pússa, pússa) og setja servósnúrur í þá, sem erfitt verður að setja eftir að dúkurinn er kominn á.
20250227_113033.jpg (147.86 KiB) Skoðað 8950 sinnum
20250227_113100.jpg (142.17 KiB) Skoðað 8950 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég byrjaði að klæða vængina með því að setja Oratex á servólokin og flapsana. Þetta tók þó nokkurn tíma, því að í leiðinni setti ég skrúfur í kubbana sem halda servóunum.
20250228_110540.jpg (144.52 KiB) Skoðað 6355 sinnum
Svo datt mér í hug að maka epoxý kvoðu á mótorfestingarnar, en fyrst vildi ég koma tanknum fyrir. Ég er með 16oz (480 ml) tank frá Du-Bro. Hann vildi ekki alveg skríða í hólfið fyrir hann, svo ég sagaði smávegis af toppnum á eldveggnum. En ekkert gerðist og tankurinn vildi ekki í. Þá datt mér í hug að mæla lengdina á hólfinu og komst að því að það er 142mm. Tankurinn er, hins vegar 149 mm á lengd. Ég þarf að fá annan tank, t.d. 14oz (420 ml) tank frá Du-Bro, sem er 136mm á lengd samkvæmt Internetinu.
20250228_111711.jpg (135.13 KiB) Skoðað 6355 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég setti dúk neðan á vinstri vænginn. Meira af þessu seinna.
20250301_100220.jpg (143.68 KiB) Skoðað 3896 sinnum
Ég prófaði að pússa grunninn á öðrum stélfletinum þar til dúkurinn var farinn að sjást í gegn og allar örður og stop sem áttu ekki að vera á honum voru farin. Svo sprautaðí ég með silfurmálningu til að fá rétt útlit. Þetta verður klárt flott.
20250301_110221.jpg (144.39 KiB) Skoðað 3896 sinnum
Ég setti rör og slöngur í 14 oz tankinn (420 ml) og tróð honum í tankboxið. Teikningin sýnir 8 oz tank, sem tekur bara 240 ml. Það liggur við að mótorinn klári það bara við að fara í gang. Nú þarf ég bara að troða svampi með tankinum til að halda honum föstum.
20250301_113418.jpg (145.46 KiB) Skoðað 3896 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.