Síða 6 af 6
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 18. Feb. 2025 11:04:17
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 44
Ég fékk þetta laser hallamál í jólagjöf frá sonum mínum og notaði það í dag til að setja stélkambinn á.

- 20250218_093346.jpg (143.17 KiB) Skoðað 2052 sinnum
Ég stillti stélkambinum upp, festi hann niður með títuprjónum og klemmum og stillti hann af með hallamálinu. Nú þarf límið að fá að harðna þangað til á morgun. Þá set ég trekanntlista í hornin.

- 20250218_100514.jpg (145.26 KiB) Skoðað 2052 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 20. Feb. 2025 11:37:12
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 45
Þá er hliðarstýrið komið á og vantar bara að tengja það við stýrivélarnar.

- 20250220_094033.jpg (140.49 KiB) Skoðað 1845 sinnum
Víraverkið á hryggnum og hryggurinn sjálfur komin á. Þetta fer að verða frekar flott.

- 20250220_111114.jpg (141.4 KiB) Skoðað 1845 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 21. Feb. 2025 12:00:58
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 46
Vinur minn i Ameríkunni bauðst til að þrívíddarteikna mælaborðið í Austerinn og senda mér skjölin, sem hann og gerði. Ég fór með þessi skjöl í
FabLab á Akureyri og fékk að prenta það út þar. við gerðum upplausnina á þessu mjög fína og prentunin tók 14 klukkutíma og 32 mínútur.

- 20250221_093433.jpg (146.24 KiB) Skoðað 1105 sinnum
Þegar ég var búinn að líma hlutana tvo saman og grunna þá, þá lítur mælaborðið svona út.

- 20250221_110607.jpg (137.26 KiB) Skoðað 1105 sinnum
Ég þarf að snikka mælaborðið aðeins til svo það passi á sinn stað. Þetta verður alveg sæmilegt. Nú þarf ég bara að mála það svart og setja mæla í plássin á borðinu.

- 20250221_113001.jpg (138.63 KiB) Skoðað 1105 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 22. Feb. 2025 11:25:37
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 47
Langur tími fór í það í morgun að láta mælaborðið passa á réttan stað. Ég sagaði skrokkrammann fyrir mælaborðið úr og gerði 8mm bil.

- 20250222_091707.jpg (145.66 KiB) Skoðað 73 sinnum
Svo límdi ég rammann aftur í.

- 20250222_092215.jpg (140.69 KiB) Skoðað 73 sinnum
Nú passar mælaborðið í og verður límt fast þegar ég er búinn að mála það.

- 20250222_093256.jpg (146.63 KiB) Skoðað 73 sinnum
Svo dundaði ég við það að undirbúa saumana á dúknum með því að rífa niður 6mm ræmur af Oratex og festa þær á stýrin.

- 20250222_105017.jpg (142.88 KiB) Skoðað 73 sinnum