Ég lauk við að pússa vélarhlífina og ákvað að setja „alvöru“ hnoð í hana þar sem lamirnar eru. Ég mældi út línu þar sem mér fannst að hnoðin ættu að vera og merkti staðsetningu þeirra með u.þ.b. 15 mm bili. Hnoðin sem ég á eru með 1,7mm legg, svo ég boraði með 2mm bor og notaði svo lítinn hamar til að hnoða þau í:
Hér er hnoðalínan á hliðarhurðinni. Mér finnst þetta flott:
30% Tiger Moth
Re: 30% Tiger Moth
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Ég held ég sé búinn með vélarhlífina. Ég sprautaði bílagrunni á hana og pússaði hann niður. Síðan fyllti ég í allar misfellur með fylli, pússaði hann niður og sprautaði aftur með grunni. Að lokum pússaði ég hann niður með fínum sandpappír. Síðan sprautaði ég yfir allt með felgulakki. Ég hef notað þetta felgulakk áður og er ágætlega hrifinn af því.
Lamalínan var of mikið opin fyrir mig, svo ég límdi 3mm koparrör í hana til að loka henni. Rörin var ég búinn að marka með hníf til að líkja eftir lömunum. Því miður hefur grunnurinn og felgulakkið fyllt í þessar markalínur. Ég verð líklega að skafa þessar línur aftur einhvern vegin..
Ofan á vélarhlífina límdi ég bút af prentplötuáli sem ég var búinn að beygja í bárur með tveim stálbútum. Sömu hnoðin og ég notaði á lamirnar gera þetta bara flott.
Ég lauk við að sjóða saman hjólastellið og boltaði það undir skrokkinn. Þetta stell fékk ég frá Toni Clark í Þýskalandi. Hann lætur alla málmhluti og gorma fylgja með, svo að ekkert vantar. Stellið virðist vera of hátt, en það er vegna þess að það vantar bæði vængina og stýringuna og því er módelið miklu léttara en það kemur til með að vera.
Balsi er notaður þar sem á fyrirmyndinni er dropalöguð rör. Ég límdi hann á málminn með Hysol:
Meira síðar.
Lamalínan var of mikið opin fyrir mig, svo ég límdi 3mm koparrör í hana til að loka henni. Rörin var ég búinn að marka með hníf til að líkja eftir lömunum. Því miður hefur grunnurinn og felgulakkið fyllt í þessar markalínur. Ég verð líklega að skafa þessar línur aftur einhvern vegin..
Ofan á vélarhlífina límdi ég bút af prentplötuáli sem ég var búinn að beygja í bárur með tveim stálbútum. Sömu hnoðin og ég notaði á lamirnar gera þetta bara flott.
Ég lauk við að sjóða saman hjólastellið og boltaði það undir skrokkinn. Þetta stell fékk ég frá Toni Clark í Þýskalandi. Hann lætur alla málmhluti og gorma fylgja með, svo að ekkert vantar. Stellið virðist vera of hátt, en það er vegna þess að það vantar bæði vængina og stýringuna og því er módelið miklu léttara en það kemur til með að vera.
Balsi er notaður þar sem á fyrirmyndinni er dropalöguð rör. Ég límdi hann á málminn með Hysol:
Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Glæsilegt hjá þér Gaui þú klárar Tiger Moth-inn fyrir jól með þessu áframhaldi
Kv GH
Kv GH
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: 30% Tiger Moth
Já, ég er hræddur um það. Hann átti að vera verkefni vetrarins
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Góð spurning.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Bara smá uppfærsla.
Ég bjó til allar vængstífurnar. Í leiðbeiningunum og á teikningunum segir að þær eigi að búa til úr 1/8" og 1/16" basswood, en þar sem ég hef ekki slíkan við og ekki líklegt að ég geti keypt hann í réttum þykktum hér á landi, þá lét ég með nægja að nota krossvið. Ég vona að það verði í lagi. Ég er ekki í neinum vafa um að krossviðurinn sé nægilega sterkur, en stífurnar verða líklega miklu þyngri en annars.
Alla veg, þá límdi ég saman tvær hliðar úr 1/8" (3mm) krossviði og tvær ræmur af 1/16" (1,5mm) með ræmu af 1/16" kopar festipunkt neðan í þeim. Efri festipunkturinn verður síðan settur í þegar módelið verður riggað í lokin.
Síðan setti ég glerfíber á stífurnar ásamt skrokkstífunum, sem ég var búinn að líma 1/32" (0,8 mm) krossvið á:
Eftir grunn og fylli ásamt heilmiklu pússeríi ættu stífurnar að verða jafna sléttar og fínar og þær sem sjást hér vinstra megin. Þær hægra megin eru með grunn og fylliefni í augljósustu beyglunum:
Ég bjó líka til stéldrag þessa vikuna:
Ég bjó til allar vængstífurnar. Í leiðbeiningunum og á teikningunum segir að þær eigi að búa til úr 1/8" og 1/16" basswood, en þar sem ég hef ekki slíkan við og ekki líklegt að ég geti keypt hann í réttum þykktum hér á landi, þá lét ég með nægja að nota krossvið. Ég vona að það verði í lagi. Ég er ekki í neinum vafa um að krossviðurinn sé nægilega sterkur, en stífurnar verða líklega miklu þyngri en annars.
Alla veg, þá límdi ég saman tvær hliðar úr 1/8" (3mm) krossviði og tvær ræmur af 1/16" (1,5mm) með ræmu af 1/16" kopar festipunkt neðan í þeim. Efri festipunkturinn verður síðan settur í þegar módelið verður riggað í lokin.
Síðan setti ég glerfíber á stífurnar ásamt skrokkstífunum, sem ég var búinn að líma 1/32" (0,8 mm) krossvið á:
Eftir grunn og fylli ásamt heilmiklu pússeríi ættu stífurnar að verða jafna sléttar og fínar og þær sem sjást hér vinstra megin. Þær hægra megin eru með grunn og fylliefni í augljósustu beyglunum:
Ég bjó líka til stéldrag þessa vikuna:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Smá framfarir:
Ég er byrjaður á seinna vængparinu:
Ég ætla ekki að reyna á þolinmæði ykkar með því að segja frá í smátriðum aftur hvernig vængirnir eru settir saman. Ég mun frekar bara sýna ykkur vikuleg hversu langt ég hef náð.
Ég er byrjaður á seinna vængparinu:
Ég ætla ekki að reyna á þolinmæði ykkar með því að segja frá í smátriðum aftur hvernig vængirnir eru settir saman. Ég mun frekar bara sýna ykkur vikuleg hversu langt ég hef náð.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Enn er smíðað:
Nú er ég kominn með tvo neðri vængi:
og tvö hallastýri:
Í næstu viku verð ég vonandi kominn með fjóra vængi og get farið að raða saman módelinu.
Nú er ég kominn með tvo neðri vængi:
og tvö hallastýri:
Í næstu viku verð ég vonandi kominn með fjóra vængi og get farið að raða saman módelinu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Meira smíðað
Síðustu viku notaði ég til að setja saman vinstri efri vænginn. Hér eru vængraufarlyfturnar tilbúnar. Þær áttu að vera auðveldar í þetta sinn þar sem ég hafði – jú – búið þær til áður, en í ljós kom að það var eins gott að vera með athyglina á fullu, því núna gerði ég spegilmyndir af þeim fyrri og því auðvelt að gera skyssur.
Og hér er efri vinstri vængurinn að taka á sig form. Rifin eru komin á neðri vængbitana og búið að líma raufarlyfturnar í. Þetta þarf núna að harðna áður en ég set vefina og efri bitana í.
Skjáumst
Síðustu viku notaði ég til að setja saman vinstri efri vænginn. Hér eru vængraufarlyfturnar tilbúnar. Þær áttu að vera auðveldar í þetta sinn þar sem ég hafði – jú – búið þær til áður, en í ljós kom að það var eins gott að vera með athyglina á fullu, því núna gerði ég spegilmyndir af þeim fyrri og því auðvelt að gera skyssur.
Og hér er efri vinstri vængurinn að taka á sig form. Rifin eru komin á neðri vængbitana og búið að líma raufarlyfturnar í. Þetta þarf núna að harðna áður en ég set vefina og efri bitana í.
Skjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði