Síða 6 af 7

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 20. Feb. 2011 22:20:04
eftir Messarinn
Þetta er svona F1 ferrari

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 21. Feb. 2011 16:19:32
eftir Björn G Leifsson
[quote=Óli.Njáll][quote=Árni H]Þú gleymdir að taka fram að það er dagsverk að þrífa smjörið af þessu! http://smileys.on-my-web.com/repository ... ha-024.gif
Ég get hins vegar vottað að það svínvirkar...[/quote]
Jahá sem sagt ef það vantar fitu virkar það ekki ! =D[/quote]
Á Skáni (Suður-Svíþjóð) er til hugtak, upprunnið í sveitinni, sem hljóðar svona í lauslegri þýðingu:

"Með valdi, vilja og smá vaselíni, er flest hægt!"

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 6. Mar. 2011 15:20:21
eftir Gaui
Hljóðkúturinn sem fylgdi með mótornum var þannig að langt útblástursrör hefði legið niður úr vélarhlífinni og ég hefði þurft að skera helling úr henni til að koma henni á réttan stað. Þess vegna ákvað ég að skera bara rörið af og gera gat á endann á hljóðkútnum þar sem rörið gat komið aftur úr honum. Svo ætlaði ég að nota álsuðuteina sem Dr Björn hafði látið mig fá til að lóða rörið á sinn stað.

Þegar ég var að byrja að lóða kom Gummi Haralds og tók við djobbinu -- sem betur fer, því ég hefði líkast til klúðrað því.

Hér sést hvernig rörið stendur út úr endanum á kútnum og gatið sem þarf að lóða í. Byrjasð er að hita kútinn varlega, því það á að hita stykkið sem á að lóða, ekki vírinn.:

Mynd

Hér er kúturinn orðinn nægilega heitur til að vírinn byrjar að bráðna:

Mynd

Hægt er að fylla þó nokkuð stór göt með þessu áli, því samloðun þess er mjög mikil:

Mynd

Svo er lóðað í þar sem rörið stendur út úr kútnum:

Mynd

Að síðustu þarf að prófa kútinn. Það var Mummi sem tók það að sér (en þó ekki fyrr en hann hafði kólnað):



:cool:

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 12. Mar. 2011 10:38:55
eftir Jónas J
Álið er málið :)

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 11. Júl. 2011 17:08:22
eftir Gaui
Getiði hvað ! -- Stellin komu í dag. Það tók tímann sinn - ég pantaði þau snemma í febrúar.

Mynd

Nú er bara að skella sér í að klára vélina!
:cool:

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 11. Júl. 2011 17:09:08
eftir Árni H
Juhú!

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 12. Júl. 2011 19:45:21
eftir Messarinn
Já SÆÆÆLL FIMM mánuði á leiðinni og nokkra hringi í kringum hnöttinn???
varstu ekki búinn að afskrifa þessa pöntun?

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 12. Júl. 2011 19:56:41
eftir Sverrir
Ég er enn að bíða eftir bol, síðan 2008, frá RCSB! Við Mike erum löngu búnir að afskrifa hann en kannski er enn von... ;)

Nú ef bara að ganga í þetta fyrir flugkomuna!

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 12. Júl. 2011 23:36:07
eftir Gaui
Ég er búinn að setja hjólastellin í. Ég hafði smá áhyggjur af því að götin og boltarnir sem ég setti í fyrir nærri hálfu ári væru ekki á réttum stöðum, en það voru óþarfa áhyggjur. Allt stóðst og passaði eins og best var á kosið.

Festingin fyrir nefhjólið er búin til úr þrem krossviðarkubbum og dálítið af balsa. Ég límdi þetta saman og límdi það svo framan á eldvegginn. Hér er nefhjólastellið á sínum stað:

Mynd

Það þarf 7° fleig til að halda aðalhjólastellunum í réttum halla svo þau standi rétt niður úr vængnum. Það ver lítið mál með slípivélinni góðu (nú er bara módelið hans Árna þakið ryki :D ). Svo boraði ég götin sem átti eftir að bora og boltaði stelklin á sína staði með M4 boltum og gaddaróm sem ég sett í þegar ég smíðaði vængmiðjuna:

Mynd

Svo formaði ég lokin og skrúfaði þau á sína staði. Þetta er bara nokkuð flott, þó ég segi sjálfur frá!

Mynd

Ég stóðst ekki mátið að setja hana saman og stilla henni upp á sólpallinum:

Mynd

Einu áhyggjurnar sem ég hef núna er að nefhjólastellið fellur ekki eins mikið saman og aðalstellin, svo að nefið vísar of mikið upp á við. Ég verð að finna út hvernig ég get látið módelið sita þannig á jörðinni að vængurinn sé nokkurn vegin láréttur til að flugtök verði eðlileg.

:cool:

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 12. Júl. 2011 23:38:39
eftir Sverrir
Finna veikari gorm í þetta eða stytta þann sem er fyrir.