Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Jónas J »

Er teinninn í hjólastellinu bogin öðrumegin hjá þér Eysteinn ???????

Mynd
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Gaui K]Flott :)
hvað er vænghafið og mótorinn ?[/quote]
Vænghaf er 180 cm.og mótor er O.S FS 120S-E.


[quote=Jónas J]Er teinninn í hjólastellinu bogin öðrumegin hjá þér Eysteinn ???????

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 643940.jpg[/quote]
Þetta var ég ekki búinn að sjá...... líklega er linsan að rugla okkur eitthvað þarna.


Annars er smá update hérna ;)

Spitfire var gangsett í kvöld og kom mér á óvart hvað hún var snögg að fara í gang eins og kemur fram hér á myndbandinu neðst á þessum pósti.

Glæsileg er hún.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Lúðvík kom til mín þegar ég var að fara setja hana aftur í gang og tók þessa af mér við Spitfire.
Mynd

Hérna er smá video.


Nú er allt að verða klárt.

Þarf að finna/stilla þyngdarpunkt svo er spurning hvort að ég þurfi að finna nýjan stað fyrir ON/OFF rofan því olía frá mótor leggst á hliðina sem rofinn er á???

Kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Ólafur »

Flottur :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Eysteinn]Þarf að finna/stilla þyngdarpunkt svo er spurning hvort að ég þurfi að finna nýjan stað fyrir ON/OFF rofan því olía frá mótor leggst á hliðina sem rofinn er á???[/quote]
Endilega eða beina útblæstrinum niður fyrir vænginn.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Sverrir][quote=Eysteinn]Þarf að finna/stilla þyngdarpunkt svo er spurning hvort að ég þurfi að finna nýjan stað fyrir ON/OFF rofan því olía frá mótor leggst á hliðina sem rofinn er á???[/quote]
Endilega eða beina útblæstrinum niður fyrir vænginn.[/quote]
Er að spá í að losa uppá pústið við hedd og halla því 45° niður þá ætti það að vera komið niður fyrir væng :)
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Gaui]Athugaðu að það er aldrei gott að hafa málm-í-málm í tengjum -- víbringur getur orsakað radíótruflanir. Ég mæli aldrei með plast tengjum í stýri, en þegar blöndungur er með arm úr málmi, þá er plast tengi það besta sem hægt er að nota.[/quote]
Ég hefði kannski átt að rifja upp ráðið sem Gaui smíðameistari kom með hérna fyrir rúmu ári síðan því ég varð var við radiotruflanir í gær.
Þegar ég tengdi batterí við glóðakertið kom skjálfti fram í Servóum rétt á meðan ég tengdi. Ég varð líka var við truflanir þegar ég lét módelið renna eftir grasinu. Það skal tekið fram að ég var ekki með allt loftnetið úti og hef ekki sett 2.4Ghz um borð.
Móttakarinn sem ég er að nota keypti ég notaðann fyrir tveim árum og veit ekkert hvort hann hafi lent í brotlendingu hjá fyrri eiganda og því spurning hvort laskaður kristall sé um borð??

Svona er þetta hjá mér. Inní plast barkanum sem tengið klemmist á er járn sem nær sambandi við tengið og hugsanlega leiðir inn að servo.
Mynd

Servo fyrir inngjöf.
Mynd


Spurning líka hvort að móttakari sé að hristast of mikið ef hann er festur svona og er ekki í svampi eins og ég hef yfirleitt gert?
Mynd

Kveðja,

Truflunar varð vart líka þegar ég tengdi batterí við glóðakert.
Mynd
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Sverrir »

Truflunin kemur þarna af því að málmurinn í glóðarpungnum rekst í hausinn á mótornum, getur líka endurtekið þetta með því að setja skrúfjárn utan í mótorinn. Vinsælt partýtrix út á velli þegar þú vilt stríða einhverjum. ;)

Þú skalt byrja á að taka allt loftnetið út og athuga hvernig þetta hagar sér þá en þú mátt alltaf búast við að sjá einhverja kippi þegar þú býrð til metal2metal hávaða. Þess vegna viljum við aldrei vera með tengipunkta þar sem málmar skrölta saman. Síðustu árin mín á 35 þá var ég yfirleitt með alla mína móttakara festa með frönskum rennilás og virkaði bara mjög vel.

Það er líka hægt að fá kúlutengi sem þú getur skrúfað upp á arminn sem gæti hentað þér betur í þessu tilfelli.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Sverrir]Truflunin kemur þarna af því að málmurinn í glóðarpungnum rekst í hausinn á mótornum, getur líka endurtekið þetta með því að setja skrúfjárn utan í mótorinn. Vinsælt partýtrix út á velli þegar þú vilt stríða einhverjum. ;)

Þú skalt byrja á að taka allt loftnetið út og athuga hvernig þetta hagar sér þá en þú mátt alltaf búast við að sjá einhverja kippi þegar þú býrð til metal2metal hávaða. Þess vegna viljum við aldrei vera með tengipunkta þar sem málmar skrölta saman. Síðustu árin mín á 35 þá var ég yfirleitt með alla mína móttakara festa með frönskum rennilás og virkaði bara mjög vel.

Það er líka hægt að fá kúlutengi sem þú getur skrúfað upp á arminn sem gæti hentað þér betur í þessu tilfelli.[/quote]
Ég var að spá í að nota þetta. Skrúfa járnið af og þetta á :P
Mynd

Í morgun var ég að spá í þyngdarpunktinn. Ég hafði lesið um það í greinum að menn þurfa að þyngja þær töluvert í nefinu til að fá þyngdarpunktinn réttan.

4 tommur inn af vængbrún setti ég strik og límmiða.
Mynd

Svona.
Mynd

Hvað er svo vatnsflaskan þung?
Mynd

600gr.
Mynd

VÁÁÁ..... Það er ekki gaman að þurfa að setja alla þá vigt undir húddið!!! En það verður að gera svo hægt verði að fljúga henni af einhverju viti.

Nánar um það síða. En endilega sendið mér línu ef þið hafið góðalausn við vigtinni ;)

Kveðja,

Kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Sverrir »

Ágætis þumalputtareglu að hafa lágþekjur á hvolfi þegar maður jafnvægisstillir þær.

Þungar skinnur, rær, álspinner, mótorbúkki úr járni, annars telst þetta ekki mikil vigt í nefnið á stríðsfugli. Minnir að við höfum þurft að setja kíló og jafnvel aðeins meira í nefnið á litla sæta Hurricane. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Spitfire Mk.IX frá Top Gun R/C aircraft

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Sverrir]Ágætis þumalputtareglu að hafa lágþekjur á hvolfi þegar maður jafnvægisstillir þær.

Þungar skinnur, rær, álspinner, mótorbúkki úr járni, annars telst þetta ekki mikil vigt í nefnið á stríðsfugli. Minnir að við höfum þurft að setja kíló og jafnvel aðeins meira í nefnið á litla sæta Hurricane. ;)[/quote]
Takk fyrir upplýsingarnar Sverrir, prófa að mæla hana á hvolfi. Vonandi kallar það ekki á meiri vigt.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Svara