Þetta kom úr báðum tönkum í útskolun númer tvö, allt annað líf.
Fékk líka flugmann til mín, merkilega líkur vélinni í litavali en frekar dvergvaxinn.
Eftir að hafa ráðfært mig við helstu doktora landsins þá varð úr að ég sendi hann í smá plankastrekkingu í Breiddinni.
Greyið var húðaður með sýrulími og pússaður niður áður en hann fékk smá lit á sig.
Nú líður honum mikið betur á skrifstofunni!
Tankarnir festir með sílikoni við grindina, einnig búið að tengja slöngurnar við þá þar sem það er ekki beint álitlegt að ætla að gera það þegar þeir eru komnir á sinn stað.
Hérna sést hvar búið að að setja dúk á gólfið milli tankana, held svei mér þá að það hafi verið meira mál heldur en að koma tönkunum inn í skrokkinn. Rifin fyrir tankana pössuðu nokkuð vel innan í skrokkinn en örlítið þurfti að pússa af þeim svo þau væru ekki að þrýsta á skrokkskelina.
Nefhjólsopið hjálpar örlítið til við tankísetninguna.
En megnið af vinnunni fór fram í gegnum loftinntakið.
Hér er búið að tylla pörunum með smá sýrulími.
Svo spanderaði ég í blöndunartúpu framan á Hysolið til að auðvelda mér að koma lími á rifin, vel þess virði þó það fari smá lím forgörðum!
Ekki alveg, plata fyrir loft og rafmagn út í vængi.
Það er gott að nota baðkeðju þegar draga þarf í vængi, það er massi í henni svo með smá hjálp frá þyngdaraflinu þá ratar hún auðveldlega í gegnum vænginn. Band með þyngingu á endanum virkar líka.
Þriðja höndin er ómissandi þegar menn fara á lóðarí.
Þá eru vængirnir kláir, fyrir utan lofttengi á slöngurnar.
Því næst er nefhjólið sett í en þar sem þetta er pull/pull þá þarf að gæta að vírunum þegar gírinn fer upp. Krókar búnir til úr bréfaklemmum eða stífum vír og límdir í kubba.
Kubbarnir eru svo límdir til hliðar við pull/pull vírana.
Teygjur settar á milli.
Svínvirkar!
Stóð á eigin fótu fæti í fyrsta sinn.
Búið að líma lokið á kassann og skella áltape-inu á.
Vagga frá GBRJet fyrir ECU-ið.
Hér sést hvar töfrarnir gerast, gúmmíið sem sést að ofan þrýstir svo á ECU svo það helst á sínum stað.
Aðal tækjaplatan, frá vinstri til hægri, byrjað uppi. Bremsuventill, móttakararofi, hjólaventill, móttakari/afldreifikerfi, tengibretti fyrir túrbínuna, ECU(stjórnar mótor og öllu dótinu í kringum hann).
Vagga smíðuð fyrir eldsneytisdæluna.
Aðal tækjaborðið, bensíndælan og svo hraðloki og rafmagnslokar inn á mótor. Svo er bara að koma þessu fyrir í skrokknum.