Síða 6 af 13

Re: CARF Eurosport

Póstað: 2. Feb. 2011 22:08:39
eftir Sverrir
Þetta kom úr báðum tönkum í útskolun númer tvö, allt annað líf.
Mynd

Fékk líka flugmann til mín, merkilega líkur vélinni í litavali en frekar dvergvaxinn.
Mynd

Eftir að hafa ráðfært mig við helstu doktora landsins þá varð úr að ég sendi hann í smá plankastrekkingu í Breiddinni.
Mynd

Greyið var húðaður með sýrulími og pússaður niður áður en hann fékk smá lit á sig.
Mynd

Nú líður honum mikið betur á skrifstofunni! :cool:
Mynd

Tankarnir festir með sílikoni við grindina, einnig búið að tengja slöngurnar við þá þar sem það er ekki beint álitlegt að ætla að gera það þegar þeir eru komnir á sinn stað.
Mynd

Hérna sést hvar búið að að setja dúk á gólfið milli tankana, held svei mér þá að það hafi verið meira mál heldur en að koma tönkunum inn í skrokkinn. Rifin fyrir tankana pössuðu nokkuð vel innan í skrokkinn en örlítið þurfti að pússa af þeim svo þau væru ekki að þrýsta á skrokkskelina.
Mynd

Nefhjólsopið hjálpar örlítið til við tankísetninguna.
Mynd

En megnið af vinnunni fór fram í gegnum loftinntakið.
Mynd

Hér er búið að tylla pörunum með smá sýrulími.
Mynd

Svo spanderaði ég í blöndunartúpu framan á Hysolið til að auðvelda mér að koma lími á rifin, vel þess virði þó það fari smá lím forgörðum!
Mynd

Re: CARF Eurosport

Póstað: 2. Feb. 2011 22:20:16
eftir Haraldur
Flottur

[quote]En megnið af vinnunni fór fram í gegnum loftinntakið[/quote]
Ertu að vinna þetta eins og doktornarnir, allt í gegnum skráargatið?

Re: CARF Eurosport

Póstað: 2. Feb. 2011 22:25:57
eftir Sverrir
Jamm, ég ætti kannski að fara og sækja um vinnu sem aðstoðarmaður hjá doktorunum. ;)

Re: CARF Eurosport

Póstað: 10. Feb. 2011 01:05:49
eftir Sverrir
Upptakari?
Mynd

Ekki alveg, plata fyrir loft og rafmagn út í vængi.
Mynd

Það er gott að nota baðkeðju þegar draga þarf í vængi, það er massi í henni svo með smá hjálp frá þyngdaraflinu þá ratar hún auðveldlega í gegnum vænginn. Band með þyngingu á endanum virkar líka.
Mynd

Þriðja höndin er ómissandi þegar menn fara á lóðarí.
Mynd

Þá eru vængirnir kláir, fyrir utan lofttengi á slöngurnar.
Mynd

Gekk líka frá rafmagninu í stélið á sama tíma.
Mynd

Re: CARF Eurosport

Póstað: 13. Feb. 2011 01:57:23
eftir Sverrir
Útblásturspípan vigtar ekki mikið miðað við stærð og umfang.
Mynd

Eins gott að ég keypti lengri gerðina af stálborum, eru samt á mörkunum með að ná alla leið.
Mynd

Fín leið til að reka gaddarær í timbur.
Mynd

Voila!
Mynd

Búið að skrúfa bellmouth-ið á útblástursrörið.
Mynd

Lítur bara þokkalega út.
Mynd

Fleygar til að halda innra rörinu í miðjunni á meðan festingarnar eru límdar í.
Mynd

Hér sjást tvær af þremur festingum.
Mynd

Mótorinn kominn á sinn stað og búið að bora tvö af fjórum götum fyrir hann, hin tvö verða boruð þegar ég kemst í 90° borstykki.
Mynd

Tveir vinklar halda bellmouth-inu á sínum stað ásamt hjáveitunni.
Mynd

Hmmm, hvað er þetta, sprauta, eyrnapinni og bensínslanga!?
Mynd

Og smá Hysol...
Mynd

Svínvirkar! Nú þarf sko ekki að eyða stórfé í að nota blöndunarstútana.
Mynd

Tekur því varla að tala um afgang.
Mynd

Leist ekki á hornin fyrir canard-ana sem komu með vélinni og eftir smá rannsóknarvinnu kom í ljós að þau hafa verið að endast misvel hjá mönnum.
Mynd

Þannig að ég keypti þessa fínu álarma frá Dreamworks(nei ekki Spielberg og co). ;)
Mynd

Hér sjást svo armarnir komnir á sinn stað ásamt servó og teinum fyrir canard-ana.
Mynd


Re: CARF Eurosport

Póstað: 13. Feb. 2011 10:15:05
eftir Jónas J
Þetta lítur vel út hjá þér Sverrir ;)

Re: CARF Eurosport

Póstað: 13. Feb. 2011 11:44:08
eftir Sverrir
Takk.

Re: CARF Eurosport

Póstað: 18. Feb. 2011 00:01:09
eftir Sverrir
Flugmaðurinn ætti ekki að fara langt með sílikon á rassinum og þrjár skrúfur upp í skrokk.
Mynd

Þá er búið að loka flugmanninn inni, eins gott að hann standi sig! ;) Sílikon heldur kúpulnum á sínum stað.
Mynd

Ekkert hægt að kvarta yfir þessu.
Mynd

Multiplex tengið komið ofan á skrokkinn fyrir hliðarstýri og einn móttakara.
Mynd

Hér sést tengið neðan frá.
Mynd

Forðabúr fyrir hjól og bremsur, tveir efri(neðri) tankarnir komu með hjólastellinu en ég bætti hinum við fyrir bremsurnar.
Mynd

Slöngurnar koma í hitaþolinni kápu aftur að stéli, svo er smíðað box utan um svæðið þar sem mesti hitinn er og sett áltape yfir.
Mynd

Þessi té koma frá Airpower og eru talsvert skemmtilegri en plast té.
Mynd

Hér sést svo dótið á hinum endanum.
Mynd

Eitthvað lítur þetta skringilega út...
Mynd

En eftir smá viðsnúning þá virkar þetta fínt.


Carf sýnir servóbakkann svona í sínum bækling.
Mynd

En ég ákvað að tengja hliðarnar saman.
Mynd

Hér er bakkinn kominn á sinn stað.
Mynd

Re: CARF Eurosport

Póstað: 18. Feb. 2011 06:41:37
eftir INE
Þetta er svo sannarlega fagmannlega gert og snyrtilegt í alla staði.

Takk fyrir ítarlegann smíðaþráð :)

Kveðja frá Luxembourg,

Ingólfur.

Re: CARF Eurosport

Póstað: 20. Feb. 2011 21:23:28
eftir Sverrir
Takk, takk.

Því næst er nefhjólið sett í en þar sem þetta er pull/pull þá þarf að gæta að vírunum þegar gírinn fer upp. Krókar búnir til úr bréfaklemmum eða stífum vír og límdir í kubba.
Mynd

Kubbarnir eru svo límdir til hliðar við pull/pull vírana.
Mynd

Teygjur settar á milli.
Mynd

Svínvirkar!
Mynd

Stóð á eigin fótu fæti í fyrsta sinn. ;)
Mynd

Búið að líma lokið á kassann og skella áltape-inu á.
Mynd

Vagga frá GBRJet fyrir ECU-ið.
Mynd

Hér sést hvar töfrarnir gerast, gúmmíið sem sést að ofan þrýstir svo á ECU svo það helst á sínum stað.
Mynd

Aðal tækjaplatan, frá vinstri til hægri, byrjað uppi. Bremsuventill, móttakararofi, hjólaventill, móttakari/afldreifikerfi, tengibretti fyrir túrbínuna, ECU(stjórnar mótor og öllu dótinu í kringum hann).
Mynd

Vagga smíðuð fyrir eldsneytisdæluna.
Mynd

Aðal tækjaborðið, bensíndælan og svo hraðloki og rafmagnslokar inn á mótor. Svo er bara að koma þessu fyrir í skrokknum.
Mynd