Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 220
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

Hugmynd stjjórnarinnarinnar um þessa myndavél er frábært framtak.
Maður sér þá hvenær maður vill mæta, og hvenær ekki.

kv. P.Hj.
Pétur Hjálmars
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Áður er ég tek prufuuppsetninguna á myndavélinni niður þá er hér ein mynd úr henni. Eins og sjá má þá er upplausnin þokkalega góð. (Smella á mynd til að stækka).

Myndatakan verður væntanlega stillt á 10 eða 15 mínútur milli mynda. Það er gert til að minnka kostnað við að senda myndirnar yfir á Internetið.

Takið eftir að neðst eru upplýsingar um rafhlöðuspennu, hitastig (upplausn er þó aðeins 5°), dagsetning og tími.

Þetta er sem sagt á réttri leið :)


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Jæja, nú er síminn tengdur internetinu um símakerfið. Ég nota til bráðabirgða mitt eigið NOVA frelsiskort. Ég nota 2G frekar en 3G þar sem orkunotkun símans verður þá minni. Það skiptir auðvitað engu máli þó myndirnar séu örlítið lengur að skila sér á netið. Munurinn er fáeinar sekúndur.

Nú get ég farið með símann hvert sem er og skilið hann eftir. Með nokkurra mínútna millibili sendir hann myndir á vefsíðuna. Flott njósnatæki :).

Nú er bara eftir að koma símanum fyrir í heppilegum umbúðum og útbúa aflgjafa 12V -> 4,2V sem heldur rafhlöðu símans fullhlaðinni. Svo er auðvitað eftir að koma rafmagnsmálunum á Hamranesinu í gagnið.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sæl Agust,
Ja þetta lofar goðu, upplausnin er alveg agæt og ætti að nytast öllum felögum okkar agætlega
hafðu bestu þakkir fyrir að leiða þetta mal
kv
Einar Pall
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir einarak »

Þetta er snilld!
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hvernig komumst við í sjónfæri við myndirnar? Á fréttavefnum?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Enn sem komið er hlaðast myndirnar hér niður:

http://www.opensmartcam.com/index.php?cam=agust


(Ekki er alltaf kveikt á símanum núna, þannig að myndir geta verið gamlar).

Þetta er ókeypis svæði sem tengt er mínu nafni, en auðvitað væri hægt að stofna svona svæði í nafni Þyts. Þarna birtist alltaf síðasta myndin og hægt er að skoða allmargar nýlegar sem raðast í möppur.

Sverrir ætlar að vera okkur innanhandar með að útbúa síðu fyrir myndir frá flugvöllum landsins.

Á netinu er hægt að finna kóða sem hægt er að nota sem grunn að slíku á eigin vefþjóni.

Best er ef vefsíðan birtir alltaf nýjustu myndina, en hefur t.d. myndir síðastliðinna 5 daga aðgengilegar. Það væri ákveðið öryggi í slíku.


Sjá nánar hér
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Einfaldasta aðferðin til að birta myndirnar á sameiginlegri vefsíðu er að hver klúbbur stofni ókeypis 50 Mb svæði hjá www.opensmartcam.com, og síðan verði gerð einföld vefsíða með iFrame gluggum að þessum svæðum.

Bara sísona fyrir hvern klúbb:



Útkoman á prufuvefsíðu er þá svona:

http://www.agust.net/rc/webcam/


Þarna er líka aðgangur að Gallery með eldri myndum.

-

Sem sagt, þetta er allt saman gert samkvæmt KISS meginreglunni sem tengist fluginu órjúfanlegum böndum: http://en.wikipedia.org/wiki/KISS_principle

https://www.google.is/search?q=kiss+kee ... 1&bih=1047
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Vignir »

[quote=Vignir]3) HLEÐSLUSTÝRING
Ég get útvegað hjá fyrirtæki sem ég starfa hjá þessa hleðslustýringu og klúbburinn fengi hana á 4500kr
Þetta er 5A útgáfan. BlueSolar 12/24-PWM 5A
http://www.victronenergy.com/upload/doc ... -%20EN.pdf ef menn hafa áhuga.[/quote]


Ég skal útvega þessa hleðslustýringu klúbbnum að kostnaðarlausu.
Látið mig bara vita hvenær þið viljið fá hana.

Kveðja
Vignir V.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Þetta er frábært Vignir.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara