Síða 6 af 10

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 28. Jan. 2012 23:46:57
eftir Eysteinn
Þessi verður með í sumar. Næstum klár í hraðflugskeppnir (vantar ríkisrafhlöður).

Mynd

Mynd

Mynd

Ein dónamynd hérna ;)
Mynd

Ég þarf aðeins að ganga betur frá þessu. Svo er spurning hvort að það sé ekki best að vera með Saterlite?
Mynd

Kveðja,

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 29. Jan. 2012 18:20:14
eftir Árni H
Ég er með svona móttakara í Gremlin og hann hefur bara virkað eins og móttakari á að gera. Ég hef flogið Gremlin eins langt í burtu frá mér eins og skynsamlegt er með svona litla vél og það án allra vandræða. Það er hins vegar ekki óskynsamlegt að bæta satellite við - ég hefði gert það í Gremlin ef ég hefði bara fattað að það væri hægt á þessum móttakara :rolleyes:

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 29. Feb. 2012 12:59:59
eftir Spitfire
Má þetta: :p


Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 29. Feb. 2012 13:21:53
eftir Gaui
Það er spurning hvort Patrksfjörður er nógu langur / breiður fyrir rúmlega 250 km/klst flug.
:cool:

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 29. Feb. 2012 22:17:52
eftir Haraldur
[quote=Spitfire]Má þetta: :p[/quote]

Varla, ef það má ekki einu sinni breyta rafhlöðunni :)
Markmiðið með ríkisdótinu er að allir séu á jafnréttistgrundvelli með eins vélar og útbúnað.

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 1. Mar. 2012 07:27:09
eftir Agust
Þá yrði fyrst gaman ef það mætti breyta og bæta.

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 1. Mar. 2012 08:49:41
eftir Sverrir
Ekkert sem stoppar menn í að breyta og bæta en þeir keppa náttúrulega ekki á þeim vélum með öllum hinum! Ef menn ætla út í breytingar og betrumbætur þá láta þeir varla kaup á einum Stinger enn stoppa sig. ;)

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 1. Mar. 2012 09:41:02
eftir Árni H
Þetta eru ekki dýrar vélar - er ekki hægt að hafa opinn flokk fyrir þá sem eru búnir að hræra í frauðinu?

Kv,
Árni H

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 1. Mar. 2012 09:49:18
eftir Sverrir
Við skulum byrja á einum flokk áður en við förum að skipta þessu upp!

Re: Hraðflugskeppni(r) 2012

Póstað: 1. Mar. 2012 10:42:32
eftir Árni H
[quote=Sverrir]Við skulum byrja á einum flokk áður en við förum að skipta þessu upp![/quote]

Sjálfsagt er það nú skynsamlegast... :)