Loksins

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Loksins

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Tómas E][quote=Patróni]Sé að hér er kynd vel..töluverður hiti í mörgum hverjum:-)Var bent á þessi myndbönd eftir áhorf á fréttirnar. fjanda fín myndbönd hjá þér Tómas enn verð þó að segja að þetta er glæfralegt og fyrir utan alla skynsemi að fljúga inní byggðinni og yfir fólki gæti ekki haft samviskuna í það.[/quote]
Skil hvernig þú gætir haldið það en ég veit öllum finnst þetta bara flott og skemmtilegt, allavega hérna í eyjum :)
Svo er þetta létt frauðplastvél, ef eitthvað myndi bila og hún færi í eitthvað og skemmdi (sem myndi ekki gerast) þá væri það á minni ábyrgð.[/quote]

Innanbæjarflug er kannski í lagi með léttum "Park-Flyer" (350 - 450 g) á opnu svæði fjarri bílum og óviðkomandi fólki.
Bixler með GoPro og FPV-sendi telst ekki sérlega "létt" frauðplastvél og það er að okkar mati (flestra?) ekki ásættanlegt að fljúga slíku innanbæjar, allra síst innan um fólk og bíla og alls ekki með FPV stjórn sem mjög takmarkar öryggið!

Segjum að Bixler með öllu sé alls um 900 grömm og hraðinn sé varlega áætlað um 50km/klst (sennilega meira?). Sá hraði jafngildir hraða hlutar sem fellur úr tíu metra hæð. Prófaðu að taka jafnþungan hlut og láta hann falla í bakið eða hnakkann á þér úr þeirri hæð.
Ímyndaðu þér svo að þú sért grandalaus á gangi einhvers staðar og fáir þetta í þig. Veltu því fyrir þér hvað gæti gerst.
Segjum að maður eða kona fái þetta í hnakkann, detti fram fyrir sig við höggið og reki hausinn í stein. Ekki víst að viðkomandi væri sérlega frískur eftir. Ég hef séð alvarlega andlits og höfuðáverka af slíku falli. Ef konan eða barnið mitt yrði fyrir slíku mundi ég sturlast og hringja í lögfræðing eins og skot.
Skaðabótakrafan gæti orðið ansi feit.

En það er ekki aðalástæðan fyrir því að við hinir erum að röfla út af þessu. Ábyrgðin er kannski þín að taka en svona atburður gæti leitt af sér atburðarás sem hefði mjög slæm áhrif á módelflug á Íslandi.
Við þurfum til dæmis að geta rekið módelvelli og leigt íþróttahallir til að fljúga í. Neikvæð umræða og hræðsla við módelflug er ekki eitthvað sem við þurfum eða sættum okkur við.

Við erum að biðja um það eitt að sýna varkárni og hugsi um hvað þeir eru að gera.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Loksins

Póstur eftir Tómas E »

Ég geri það auðvitað en ég hef bara orðið var við jákvæða umfjöllun frá fólki (nema hjá þér og einum eða tveimur öðrum sem eru hræddir um sportið ykkar), það mun enginn fá vélina aftan í hausinn þar sem bókstaflega allir glápa á vélina í nágreninu þegar hún er í loftinu.

Það er bara svo rosalega margt sem er margfalt hættulegra sem öllum finnst sjálfsagt, eigum við ekki bara td. að banna bíla vegna þess að þegar maður keyrir þeim er maður að þjóta framhjá gangstéttum með gangandi fólki á eins og hálfs tonna málmklumpi, hvað ef að eitt dekkið rekst utan í stein sem liggur á götunni og skýst í andlitið á einhverjum? Sú manneskja gæti tapað sjóninni.
Hvað um fótbolta sem barn sparkar óvart út á götu fyrir bíl, ökumaður missir stjórn og lendir á olíutanki, olían rennur út í náttúruna og spillir lífríkinu, mengar vötnin, bensínverð hækkar, vörubílstjórar mótmæla, saklaust fólk fær táragas í augun og allir flytja til Færeyja....

Ég er ekki að gera lítið úr þér en þú ert að gera of mikið úr þessu, ef ökumaður missir stjórn á bíl við að glápa á leikfang þá hefur hann bara alls ekkert að gera við ökuskýrteini.

Það er alveg rosalega mikið af öðrum hlutum sem væru bannaðir á undan fjarstýrðum flugvélum.
Þið 2 eða 3 sem hafa sýnt áhyggjur ykkar hér eru þeir einu sem sjá neikvæðu hiðina á þessu.

Sjálfum finnst mér samt alveg óþarfi að fljúga mjög nálægt fólki eins og ég gerði í byrjun myndbandsins vegna þess að það gæti fundist það óþæginlegt og mun það ekki koma fyrir aftur.
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Loksins

Póstur eftir Gunni Binni »

Björn Geir og aðrir Wesserbisserar!

Látiði strákinn í friði!
Þetta er orðið hundleiðninlegt að í hvert sinn sem einhver gerir eitthvað sem ykkur mislíkar, þá standið þið í endalausum langlokuskrifum um að reyna að troða ykkar meiningu ofan í viðkomandi, hvort sem honum líkar betur eða ver...

Málið er að ykkur kemur ekkert við hvað hann gerir utan flugmódelvallar!!!!!!

Það vita allir hvað ykkur finnst um málið. Tómas líka eins og hann hefur svarað ykkur kurteislega hér að framan.

Ég er ekki að hvetja menn til að valda slysum, enda er það mér mjög í hag að sem minnst verði af þeim. Líkunar á því að slasast af flugmódeli eru svakalega litlar, nema helst á flugmódelvelli. Ég segi kanski ekki að maður þurfi að fljúga viljandi nálgæt fólki, enda Tómas löngu búinn að segja að hann geri það ekki aftur.

Mér finnst Tómas hafa gert meira á sl mánuði til að vekja jákvæðan áhuga á þessu hobbíi okkar, en nokkur okkar hefur gert á sl ári. Tómas haltu áfram að pósta þín frábæru vídeó og segðu meira frá græjunum þínum.

Hættið að nöldra og sýniði frekar okkur smíðaprojectin ykkar, þar eruð þið góðir.... Nota tímann sem fer í nöldrið í að smíða meira. BGL mundu að þú ert ekki á Alþingi, þú býrð í glerhúsi. :)

? hvort okkar ágæti vefstjóri gæti búið til nöldursíu fyrir okkur sem eru þreytt á þessu?

Bestu nýárskveðjur til ykkar allra :cool:
Gunni Binni
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Loksins

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hef lokið hlutverki mínu sem "nöldurskjóða fyrir hönd margra okkar.
Ekki meira um málið að segja. Hver dæmi fyrir sig.
Síðasta útspil beinabætisins ekki svara vert.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara