Snúm okkur aftur að hjólastellinu.
Teygjudempararnir á Super Cub eru innan í væng-laga boxum undir leggjunum. Það þarf auðvitað að búa þau til á módelinu, þó ekki sé til annars en að halda teygjunum hreinum. Ég lóðaði tvo vírbúta á leggina fyrir ofan armana sem halda teygjunum. Siðan skar ég niður 8 búta af 5mm balsa sem eiga að gera formið á boxunum:
Fjóra af þessum bútum límdi ég saman fyrir ofan vírana og notaði síðan Hysol til að líma þá á vírana. Hina fjóra límdi ég saman fyrir neðan teygju-armana, en þó þannig að þeir eru lausir á:
Nú var bara gamaldags balsalíming við að setja 1,5mm þykkan balsa á vænglaga bútana og fá þannig boxin:
Og hér er búið að pússa boxin til og setja fylliefni og næsta mál á dagskrá að klæða þau:
Nú-nú, boxin á fullstóru Cubbunum eru búin til úr áli, og auðvitað varð ég að gera það líka. Ég klippti niður búta af þunnri prentplötu (0,3mm) og sletti Jötungripi á allt saman:
Nú var létt verk fyrir löðurmanninn að henda álplötunum á og klippa þær í stærðir með eldhússkærunum (ekki segja konunni minni frá því; hún heldur að þau hafi farið svona í uppþvottavélinni):
Og hér eru boxin tilbúin undir málningu:
Ég uppgötvaði þegar ég var byrjaður að sprauta að það er röð af skrúfum efst og neðst á báðum boxum. Þar sem ég var búinn með allar pínku-ponsu-litlu skrúfurnar, þá sletti ég nokkrum dropum af lími á boxin og læt þá líta út eins og hnoð (gerir sama gagn):
Fyrst við erum farin að tala um málningu, þá lauk ég við a sprauta hvíta litnum (þrjár umferðir) og byrjaði á hinum litunum. Fyrst þurfti ég auðvitað að maska út allt sem átti að vera hvítt áfram:
Og hér er ég byrjaður á rauða litnum:
Í næstu viku verða komnir fleiri fallegir litir á módelið.