DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Í dag skrapp ég með koptann á Hamranesflugvöll. Það var aðeins farið að súlda og vindurinn að aukast, en það kom ekki að sök. Vélin þolir vel smá vind, og GPS búnaðurinn heldur henni á sama stað, ef maður kýs.

Ég hef ekki áður prófað sjálfvirkar nauðlendingar, en gerði það í dag.

Ég stillti einn rofa á fjarstýrinunni þannig að hann hefur sömu áhrif og þegar slökkt er á sendinum, eða sambandið milli sendis og viðtækis rofnar, eins og ef vélin fer t.d. óvart bak við hús eða annað sem radíóbylgjur komast ekki í gegn um. Nú, eða flýgur út fyrir drægni fjarstýringarinnar.

Þegar ég setti rofan á, þá fór græna ljósið að blikka gult. Skömmu síðar klifraði vélin beint upp (60 fet segir manúallinn) og kom síðan fljúgandi til mín í þessari hæð. Stöðvaðist síðan smá stund og mjakaði sér örlítið til og frá meðan hún var að fínstilla staðsetninguna. Kom síðan sígandi niður og lenti rétt rúmlega meter frá hanskanum sem ég hafði lagt á jörðina til að merkja flugtaksstaðinn. Á meðan lá sendirinn á borðinu.

Þetta minnti mann óneitanlega á geimfar sem var að lenda sjálfvirkt á einhverri annarri plánetu eða tunglinu, en í þetta sinn var það reikistjarnan Jörð.

Ég endurtók þetta nokkrum sinnum, meðal annars með flugtaki þar sem brautirnar skerast. Flaug niður að veginum, lækkaði flugið niður í tveggja metra hæð og skellti rofanum á. Snerti ekki sendinn meir. Vélin klifraði eins og áður, en nú virtist eitthvað að því vélin virtist eiga í einhverjum erfiðleikum. Ég rölti að veginum og áttaði mig þá á því að í þetta sinn þurfti vélin að komast á móti vindinum og nú var hann farinn að blása duglega. Hægt og sígandi náði koptinn að mjaka sér á réttan stað og lenti eins og áður um 1,5 metra frá flugtaksstað.

Nú prófaði ég að gera ekkert þegar græna ljósið byrjaði að blikka rauðu til að láta mig vita að batteríið væri að tæmast. Ég lég vélina hanga í um mannhæð með hjálp GPS. Rauða ljósið blikkaði ótt og títt, en eftir nokkra stund lækkaði vélin hægt og sígandi og lenti sjálf mjúklega rétt áður en batteríið tæmdist alveg.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
lulli
Póstar: 1291
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir lulli »

Ljóngáfað kvikindi :)
Coptinn er greinilega tæknilega frammúrskarandi,ekki sist hvað varðar stöðugleika,,
Hvað annars með roll og þessháttar? eða er það kanski hugsuð sem "önnur deild" og ekki í forritinu.
til þess þyrfti væntanlega að verða viðsnúningur snúníngsáttar á tveim mótorum í senn.
Gaman að fylgjast með þessum tilraunum.
Verst að missa af,, var þarna í dag með rafmagnsflugvél ,en augljóslega á öðrum tíma.

Kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Kollhnísar og veltur...



Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Einn svona er á leiðinni. Ætli ég prófi ekki að tengja hann við GoPro2 til að byrja með.

Þessi 32 rása sendir er að hluta til á amatörtíðnum þannig að hann verður löglegur hjá mér. (Ég má nota 100 wött á 5,8GHz, en þessi litli er aðeins 0,2 wött).

Mynd

http://www.unmannedtechshop.co.uk/5-8gh ... utton.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Í góða veðrinu um helgina lyfti ég koptanum yfir húsþakið heima.

Notaði síðan ProDrenalin til að laga "fish-eye" linsubjögunina í GoPro2 og lét YouTube laga hristing.



Lending var eins og oft í um mannhæð yfir jörðu.

ProDrenalin: http://www.prodad.com/home/products/act ... ,l-us.html

ProDrenalin getur líka lagað hristing, en ég prófaði í þetta sinn að láta YouTube gera það.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Þórir T »

Mjög gaman að fylgjast með þessu hjá þér Ágúst, væri margsinnis búinn að "læka" ef það væri í boði!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Sverrir »

Var lítið notað þegar það var í boði svo ég var ekkert að setja það aftur inn í núverandi uppfærslu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Eftir heilaskurðaðgerð. Eiginlega bara nokkuð spræk.

http://vimeo.com/63852305

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Gauinn »

Þetta er skemmtilegt! Eiginlega ný gerð af flygildi?
Flugvélar, þyrlur og fjölþyrlur?
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
maggikri
Póstar: 5876
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir maggikri »

[quote=Agust]Í góða veðrinu um helgina lyfti ég koptanum yfir húsþakið heima.

Notaði síðan ProDrenalin til að laga "fish-eye" linsubjögunina í GoPro2 og lét YouTube laga hristing.



Lending var eins og oft í um mannhæð yfir jörðu.

ProDrenalin: http://www.prodad.com/home/products/act ... ,l-us.html

ProDrenalin getur líka lagað hristing, en ég prófaði í þetta sinn að láta YouTube gera það.[/quote]

Flott video hjá þér Ágúst úr Holtsbúðinni. Gaman að sjá húsið hjá tengdaforeldrum sonar míns úr lofti.
kv
MK
Svara