Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag
Póstað: 13. Okt. 2013 21:41:58
Í dag skrapp ég með koptann á Hamranesflugvöll. Það var aðeins farið að súlda og vindurinn að aukast, en það kom ekki að sök. Vélin þolir vel smá vind, og GPS búnaðurinn heldur henni á sama stað, ef maður kýs.
Ég hef ekki áður prófað sjálfvirkar nauðlendingar, en gerði það í dag.
Ég stillti einn rofa á fjarstýrinunni þannig að hann hefur sömu áhrif og þegar slökkt er á sendinum, eða sambandið milli sendis og viðtækis rofnar, eins og ef vélin fer t.d. óvart bak við hús eða annað sem radíóbylgjur komast ekki í gegn um. Nú, eða flýgur út fyrir drægni fjarstýringarinnar.
Þegar ég setti rofan á, þá fór græna ljósið að blikka gult. Skömmu síðar klifraði vélin beint upp (60 fet segir manúallinn) og kom síðan fljúgandi til mín í þessari hæð. Stöðvaðist síðan smá stund og mjakaði sér örlítið til og frá meðan hún var að fínstilla staðsetninguna. Kom síðan sígandi niður og lenti rétt rúmlega meter frá hanskanum sem ég hafði lagt á jörðina til að merkja flugtaksstaðinn. Á meðan lá sendirinn á borðinu.
Þetta minnti mann óneitanlega á geimfar sem var að lenda sjálfvirkt á einhverri annarri plánetu eða tunglinu, en í þetta sinn var það reikistjarnan Jörð.
Ég endurtók þetta nokkrum sinnum, meðal annars með flugtaki þar sem brautirnar skerast. Flaug niður að veginum, lækkaði flugið niður í tveggja metra hæð og skellti rofanum á. Snerti ekki sendinn meir. Vélin klifraði eins og áður, en nú virtist eitthvað að því vélin virtist eiga í einhverjum erfiðleikum. Ég rölti að veginum og áttaði mig þá á því að í þetta sinn þurfti vélin að komast á móti vindinum og nú var hann farinn að blása duglega. Hægt og sígandi náði koptinn að mjaka sér á réttan stað og lenti eins og áður um 1,5 metra frá flugtaksstað.
Nú prófaði ég að gera ekkert þegar græna ljósið byrjaði að blikka rauðu til að láta mig vita að batteríið væri að tæmast. Ég lég vélina hanga í um mannhæð með hjálp GPS. Rauða ljósið blikkaði ótt og títt, en eftir nokkra stund lækkaði vélin hægt og sígandi og lenti sjálf mjúklega rétt áður en batteríið tæmdist alveg.
Ég hef ekki áður prófað sjálfvirkar nauðlendingar, en gerði það í dag.
Ég stillti einn rofa á fjarstýrinunni þannig að hann hefur sömu áhrif og þegar slökkt er á sendinum, eða sambandið milli sendis og viðtækis rofnar, eins og ef vélin fer t.d. óvart bak við hús eða annað sem radíóbylgjur komast ekki í gegn um. Nú, eða flýgur út fyrir drægni fjarstýringarinnar.
Þegar ég setti rofan á, þá fór græna ljósið að blikka gult. Skömmu síðar klifraði vélin beint upp (60 fet segir manúallinn) og kom síðan fljúgandi til mín í þessari hæð. Stöðvaðist síðan smá stund og mjakaði sér örlítið til og frá meðan hún var að fínstilla staðsetninguna. Kom síðan sígandi niður og lenti rétt rúmlega meter frá hanskanum sem ég hafði lagt á jörðina til að merkja flugtaksstaðinn. Á meðan lá sendirinn á borðinu.
Þetta minnti mann óneitanlega á geimfar sem var að lenda sjálfvirkt á einhverri annarri plánetu eða tunglinu, en í þetta sinn var það reikistjarnan Jörð.
Ég endurtók þetta nokkrum sinnum, meðal annars með flugtaki þar sem brautirnar skerast. Flaug niður að veginum, lækkaði flugið niður í tveggja metra hæð og skellti rofanum á. Snerti ekki sendinn meir. Vélin klifraði eins og áður, en nú virtist eitthvað að því vélin virtist eiga í einhverjum erfiðleikum. Ég rölti að veginum og áttaði mig þá á því að í þetta sinn þurfti vélin að komast á móti vindinum og nú var hann farinn að blása duglega. Hægt og sígandi náði koptinn að mjaka sér á réttan stað og lenti eins og áður um 1,5 metra frá flugtaksstað.
Nú prófaði ég að gera ekkert þegar græna ljósið byrjaði að blikka rauðu til að láta mig vita að batteríið væri að tæmast. Ég lég vélina hanga í um mannhæð með hjálp GPS. Rauða ljósið blikkaði ótt og títt, en eftir nokkra stund lækkaði vélin hægt og sígandi og lenti sjálf mjúklega rétt áður en batteríið tæmdist alveg.