Síða 6 af 8
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 11:22:24
eftir Gaui
FPV er ekki beinlínis óheimilt, heldur verður að fá heimildir og leyfi til að fljúga svoleiðis.
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 11:26:55
eftir Sverrir
[quote=benedikt]áhugavert - virðist vera að allt FPV flug sé óheimilt ?
en .. hvað varðar stjórnanda ómannaðs loftfars yfir 30Kg - þarf hann að vera með flugmannspróf sbr. grein 16 ?
hvað eru okkar þyngstu flugmódel þung ?[/quote]
Ekki óheimilt en þú þarft leyfi fyrir FPV flugi skv. reglugerðinni.
Þarft ekki flugmannspróf per sei, nóg að hafa staðist bóklegt próf fyrir þau réttindi sem talin eru upp í 16. grein eftir 1. janúar 2012. Þetta á þó aðeins við „starfrækslu leyfisskyldra loftfara sem og annarra loftfara sem sótt er um leyfi fyrir.“
Einhver eru að nálgast 20 kg en sjaldgæft er að sjá þyngri vélar en 10 kg út á velli. Svo eru til þyngri módel sem eru ekkert á leiðinni í loftið, eins og t.d. Súlan hans Kobba sem er á flugsafninu.
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 13:28:15
eftir benedikt
já ok
en er semsagt FPV flug t.d. á litlum race quad bara bannað nema með leyfi allstaðar ? eða má það út í sveit ?
- Benni
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 14:12:26
eftir Sverrir
Tja, það virðist ekki vera mikið svigrúm til þess.
[quote]7. gr. Leyfi til starfrækslu
...
Ávallt þarf leyfi Samgöngustofu fyrir flug ómannaðra loftfara, óháð þyngd, sem flogið er úr augsýn stjórnanda.[/quote]
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 14:32:32
eftir Agust
FPV flug innan augsýnar stjórnanda er leyfilegt:
Úr 7. grein:
"Ávallt þarf leyfi Samgöngustofu fyrir flug ómannaðra loftfara, óháð þyngd, sem flogið er úr augsýn stjórnanda".
Úr 14. grein:
"Ekki er heimilt að fljúga loftfari þannig að flug fari út úr augsýn stjórnanda og/eða sé utan við drægni stjórntækja".
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 14:41:20
eftir Agust
Úr 2. grein:
"Undanþegin gildissviði reglugerðar þessarar eru loftför sem framleidd eru sem leikföng til nota fyrir börn undir 14 ára aldri".
Sem sagt, ef við getum sagt að loftför okkar séu leikföng sem framleidd eru til nota fyrir börn undir 14 ára aldri, þá gildir ekki þessi reglugerð !
(Minn sonur byrjaði að fljúga vélknúnum flgmódelum áður en hann varð 14 ára og átti sjálfur slík loftför fyrir 14 ára aldur).
Hvernig eru annars skilgreind loftför "sem framleidd eru sem leikföng til nota
fyrir börn undir 14 ára aldri" ???
Ef þið skoðið þessa DJI Phantom 2 Vision auglýsingu, þá stendur þar:
"
Manufacturer recommended age: 12 years and up"
http://www.amazon.com/DJI-Quadcopter-In ... B00FW78710
Sem sagt, reglugerðin gildir ekki hvað varðar þessa fjölþyrlu, eða hvað ?
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 16:48:49
eftir Sverrir
[quote=Agust]FPV flug innan augsýnar stjórnanda er leyfilegt:
Úr 7. grein:
"Ávallt þarf leyfi Samgöngustofu fyrir flug ómannaðra loftfara, óháð þyngd, sem flogið er úr augsýn stjórnanda".
Úr 14. grein:
"Ekki er heimilt að fljúga loftfari þannig að flug fari út úr augsýn stjórnanda og/eða sé utan við drægni stjórntækja".[/quote]
Það er óneitanlega erfitt að fljúga FPV flug innan sjónmáls þegar menn eru með gleraugu á hausnum en þó möguleiki með lausum skjá.
[quote=Agust]Úr 2. grein:
"Undanþegin gildissviði reglugerðar þessarar eru loftför sem framleidd eru sem leikföng til nota fyrir börn undir 14 ára aldri".
Sem sagt, ef við getum sagt að loftför okkar séu leikföng sem framleidd eru til nota fyrir börn undir 14 ára aldri, þá gildir ekki þessi reglugerð !
(Minn sonur byrjaði að fljúga vélknúnum flgmódelum áður en hann varð 14 ára og átti sjálfur slík loftför fyrir 14 ára aldur).
Hvernig eru annars skilgreind loftför "sem framleidd eru sem leikföng til nota
fyrir börn undir 14 ára aldri" ???
Ef þið skoðið þessa DJI Phantom 2 Vision auglýsingu, þá stendur þar:
"
Manufacturer recommended age: 12 years and up"
http://www.amazon.com/DJI-Quadcopter-In ... B00FW78710
Sem sagt, reglugerðin gildir ekki hvað varðar þessa fjölþyrlu, eða hvað ?[/quote]
Flest öllum flugmódelum fylgir texti sem segir "This is not a toy"! Þeir hafa reyndar ekki viljað taka mark á honum við tollun svo kannski virkar hann öfugt líka í þessu...
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 17:15:07
eftir Gaui
Þessi leikfangaskilgreining er algerlega fíflaleg og ylmlar af áhrifum frá innflytjendum leikfanga.
Það þarf verulega að taka hana í gegn.
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 13. Okt. 2015 21:30:02
eftir Agust
[quote=Gaui]Þessi leikfangaskilgreining er algerlega fíflaleg og ylmlar af áhrifum frá innflytjendum leikfanga.
Það þarf verulega að taka hana í gegn.
[/quote]
Hjartanlega sammála Gaui. Það er margt annað aðfinnsluvert en þessi leikfangaskilgreining. Ég hef bætt ýmsu fleiru inn í skjalið sem gulum límmiðum, sem sjást aðeins í t.d. Foxit pdf reader. Sjá tilvísun í skjalið hér að ofan í athugasemd
#49.
Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför
Póstað: 14. Okt. 2015 23:54:39
eftir Sverrir