Undanfarnar tvær vikur hef ég nær ekkert gert nema klæða módel (flugmódel, ekki sýningarmódel, því miður). Ég kláraði bæði vængjasettin, bæði stél og öll stýri. Áður en ég klæddi skrokkana málaði ég þá inna með svartri málningu til að innviðirnir væru ekki eins svakalega áberandi.
Síðan klæddi ég annan skrokkinn, fyrst að neðan, síðan hliðarnar og síðan ofan á toppinn. Annað módelið á ég bara og klæða og síðan afhenda Þresti það, svo ég reyndi að fara eins langt með það og ég gat. Hér sést skrokkurinn klæddur og gluggarnir komnir í, nema framrúðan, sem ég á enn eftir að festa endanlega. Framrúðan er gerð úr sams konar plasti og hliðargluggarnir og hana þarf að skrúfa í hægt og rólega, skrúfu fyrir skrúfu og hita ýmsa hluta hennar varlega með hitablásara á meðan.
Á hitt módelið á ég aftur á móti að setja mótor og vegna þess að pústið þarf að fara inn í skrokkinn ætla ég að bíða með a klæða hann þar til það er komið. En mótorinn er hrikalegt monster: DA 150, stærsti mótor sem ég hef haldið á með eigin hendi:
Málin má finna á heimasíðu DA (
http://www.desertaircraft.com):
Rúmtak: 150 cc
Afl: 16.5 hö
Þyngd: 3610 gr
Borun: 49 mm
Slag: 40 mm
Snúningshraði 1.000 til 6.500
Mesti snúningshraði: 8.500
Bensíneyðsla: 93,7 ml/min @ 6.000 RPM
Til að fitta þennan mótor í verð ég að gera ýmsar breytingar á módelinu og þær fyrstu er að búa til kassa til að fá spaðaskífuna eins framarlega og sýnt er á teikningunni. þessi kassi verður einnig að hafa þriggja gráðu hliðartog sem verður að vera. Ég byrjaði þess vegna á því að teikna upp kassann eins og ég taldi að hann þyrfti að vera. Ef ég frumsmíða eitthvað eins og þetta, þá verð ég að búa til vinnuteikningar fyrst svo ég viti hvað ég er að gera. Síðan efnaði ég niður í kassann úr 6mm flugvélakrossviði:
Eldveggurinn er 12 mm, gerður úr tveim 6mm bútum sem ég límdi saman. Hliðarnar eru 6 sm og 6,5 sm háar og gefa þannig u.þ.b þrjár gráður í hliðartog. Til að auka límingarsvæðið bjó ég til umgjörð utanum kassann og sagaði út tvo álvinkla úr sparklista til að halda enn frekar við hann:
Þar sem ég vil alls ekki að mótorinn losni framanaf ákvð ég að setja nokkrar 3X20mm viðarskrúfur í hliðarnar inn í eldvegginn:
Hér er röð af skrúfum komin á kassann. Ég mun líkast til einnig setja glerfíber og epoxý á kassann til að styrkja hann enn frekar:
Hér situr mótorinn ofan á kassanum og servóið fyrir inngjöfina er komið á sinn stað rétt fyrir aftan blöndunginn.