Smíðað á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Skúrkarnir eru búnir að vra "duglegir" undanfarið og hér eru myndir því til sönnunar:

Vængstífur á TF-ÁST eru að sjá dagsins ljós, sem og hugsanleg klæðning á vængina: ál.
Mynd

Mynd

Mummi gerði skemmtilega hluti með smá krossvið, segulstál og rofann á El-Stikkó.
Svo málaði hann augun upp á nýtt:

Mynd

Mynd

Gamli skúrkur átti smá eftir af epoxýi og til að þurfa ekki að henda því málaði hann nefið á módelinu hans Árna.
Mynd

Árni er í önnum að klæða téð módel, en eitthvað virðast hæðarstýrin þvælast fyrir honum.
Mynd

Hér er kvikmynd sem lýsir því hvernig nýjar uppgötvanir eru gerðar:



:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir kip »

Sælir og blessaðir. Mikið er gaman að sjá þessar myndir og lesa textann. Var að dást af módelinu hans Árna. Eru bullumótorar tréspíra og bensín alveg úr sögunni í dag 2019? Er meiri hluti flugmódela orðin með rafmagnsmótorum? Hef verið frá sportinu í hvað 13 ár, hef sennilega misst aðeins úr :)
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

Bara pínku pons en nú er bara að bíta í skjaldarrendur og snúa fjórefldur til baka! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Kominn tími á vídeó:


Svo er einn góður sem ég rakst á... :D

Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Það er nýtt raðsmíðaverkefni á stokkunum að Grísará. Við völdum okkur flugvélar frá þrem mismunandi þjóðríkjum og pöntuðum smíðasett.

Mynd
Mynd
Mynd

Það var skálað í guðaveigum fyrir upphafi nýs raðsmíðaverkefnis.
Mynd

Framtíðin er rósótt!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Framtíðin er komin. Á meðan á biðinni stendur (aðventa = bið) ætlum við að setja saman þrjár þotur.

Við erum byrjaðir.

Árni ætlar að setja saman Rúðsnenska Mig þotu
Mynd

Gaui smíðar Brandarískan Phantom
Mynd

Mummi gerir Breiskan Hunter
Mynd

Hluti fyrrverandi í Vofuna (ég gúglaði orðið "former")
Mynd

Árni gleymdi teikningunni heima :(
Mynd

Mummi byrjaður að taka efnið til
Mynd

Vofan að skríða saman: það er ekki mikið efni í þessu.
Mynd

Mummi skoðar leiðbeiningarnar
Mynd

Á meðan límir Gaui fyrstu líminguna
Mynd

Árni gleymdi teikningunni heima :D
Mynd

Ta-daaaa!
Mynd

Þessir listar voru ekki alveg löglegir
Mynd

svo ég varð að búa til nýja.
Mynd

Aðdáandinn kominn í Hönterinn (fan = aðdáandi skv. Gúgul)
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Smá leiðrétting: "aðventa" þýðir víst ekki "bið", heldur "koma", eins og kemur fram í kvikmyndinni Hopla på sengekanten: "Já! já! já! ég er aðventa!" Fylgjendur eru beðnir afsökunar á þessum ranga misskilningi.

Núna mundi Árni eftir teikningunni:

Mynd

Vofan er að skríða saman. Skrokkurinn er tvöfaldur.
Mynd

Knýrörin eru gerð úr pastfilmu. Hér er rörið hans Mumma.
Mynd

Mummi setur aðdáandann í skrokkinn
Mynd

Þetta lítur út eins og það ætli að virka
Mynd

Árni finnur þá hluta sem hann þarf að nota ...
Mynd

og límir ...
Mynd

á meðan Mummi kemur aðdáandanum og rörinu hans fyrir í skrokknum.
Mynd

Aðdáandinn hans Árna á að vera þarna. Hann er fyrr á ferðinni en í Veiðimanninum og Vofunni.
Mynd

Árni gerir rauf fyrir rafmagnsvírana og Mummi fylgist með af áhuga.
Mynd

Veiðimaðurinn að verða tilbúinn undir klæðningu á skrokkinn.
Mynd

Skrokkurinn á vofunni að skríða saman: ömmur skrýtinn í laginu.
Mynd

Eftirlitshundurinn Freyja ekki sérlega ánægð með Miguna.
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Enn eru skúrkar stoltir af sunnudeginum sínu. Við komum miklu í verk og þotuskrokkarnir eru farnir að líta út eins og þetta muni virka.

En fyrst var komið að því að Toný Nijhuis segir okkur að athuga hvort mótorarnir virka. Þeir eru, semsagt, allir komnir í skrokkana, og ef þeir ekki virka, þá gæti orðið verk að ná þeim út aftur til að skipta. Við lóðuðum tengi á alla enda úr hraðastillum sem við fundum og hér sést Mummi gæla við sinn. Getur einhver séð hvað (ef nokkuð) hann er að gera vitlaust?
Mynd

Og þegar allt var komið saman, þá þurfti að sjá hvernig svona aðdáandi virkaði á fullu blasti. Árni fórnaði sér:
Mynd

Þá er komið að yfirlitsmyndum um hvernig smíðinni farnast:

Mummi límir hliðar utan á Veiðimanninn:
Mynd

Gaui setur yfir- og undirborð á Vofuna:
Mynd

Og Árni setur langbönd í Miguna:
Mynd

Þegar búið er að jóðla lítrum af sekúndulími á puttana á sér, þá er gott að nota P80 sandpappír til að ná því af aftur :o
Mynd

Vofan að taka form. Hún lítur út eins og tindabykkja í augnablikinu, en það er verið að beygla balsa sem kemur ofan á loftinntökin og svo þarf að hefla eins og enginn sé morgundagurinn.
Mynd

Árni límir saman plaströrið aftan á aðdáandann. Það sem virkar best á glæruplastið sem við notum er ál-límband.
Mynd

Svo þarf að festa rörið í skrokkinn og Árni gerir það með hitalími. Hitalím er annars lítið notað í flugmódelsmíði.
Mynd

Árni er ekki að stjórna Synfóníuhljómsveit Norðurlands á þessari mynd, hann er að reyna að losa sig við aukaverkanir af hitalími: örfína þræði sem líkjast englahári og vilja festast alls staðar og hvergi og þvælast fyrir þegar þeir geta.
Mynd

Mummi notaði tækifærið til að prófa að nota Veiðimanninn eins og ástralskt hljóðfæri:
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Gaui]Við lóðuðum tengi á alla enda úr hraðastillum sem við fundum og hér sést Mummi gæla við sinn. Getur einhver séð hvað (ef nokkuð) hann er að gera vitlaust?[/quote]

Fer ekki lítið fyrir herpihólk hjá kallinum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Við höldum áfram, en Mummi er fjarri góðu í dag. Árni skellti sér í skóbúnað sem hann er vanur frá Grænavatni.
Mynd

Ég þarf að setja balsa á hliðarnar á Vofunni, en þeir þurfa að vera bognir í allar áttir. Ég byrjaði á því að vefja þeim um tré skaft.
Mynd

Svo er hægt að bera þá við og líma.
Mynd

Auðvitað passa þeir ekki. Tony segir vera mát fyrir þessar hliðar á teikningunni, en það er sama hvernig ég gái, ég finn það ekki. Þá er bara að fylla í rifuna með smá balsa.
Mynd

Nú segir Tony að ég skuli rúnna skrokkinn.
Mynd

Það kemur svo mikið af riki að það er betra að setja á sig varnir.
Mynd

Á meðan er Árni að líma hliðarnar á Miguna, þó ekki án áfalla.
Mynd

Aftur þarf að væta balsann svo hann leggist sæmilega.
Mynd

Eða gegnbleyta hann.
Mynd

Og svo er bara að nota nóg af klemmum á meðan hann límir.
Mynd

Síðasta handtak kvöldsins er að búa til nef á vofuna og líma það fast.
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara