Síða 53 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 20. Des. 2019 21:27:06
eftir gudjonh
Bara eimgómt "vesin"???

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Des. 2019 15:24:30
eftir Gaui
Sunnudagurinn 29. desember er ekkert heilagur í almenu dagatali, en samt tókst Árna von Grünwasser ekki að komast til að smíða Miguna. Mummi kom og við dúlluðum okkur smá ásamt tveim nýliðum.

Mummi fékk í hendurnar nýjasta eintak af RCM&E og notaði það til að hefla burt þann balsa sem ekki á að vera, en hann var búinn að líma á.
Mynd

Gaui afakall reyndi að hefla niður nefið á Vofunni og á sama tíma hafa augun á tveim afaköllum sem vildu endilega hjálpa til.
Mynd

Mummi notaði tækifærði og fletti Veiðimanninum upp á Internetinu. Rétt skal vera rétt!
Mynd

Og nefið á Vofunni er um það bil að taka á sig rétta mynd.
Mynd

Gleðilegt komandi ár frá Grísará.

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 6. Jan. 2020 15:31:36
eftir Gaui
Það er komið árið 2020 og Mummi er farinn til heitu landanna. Þess vegna var Árni einn með mér í skúrnum á sunnudaginn.

Vofan er farin að rúnnast út.
Mynd

Árni límir á það sem vantaði upp á hliðarnar á Migunni.
Mynd

Og fyrir galdra sekúndulíms gat hann heflað hliðarnar niður nánast umsvifalaust.
Mynd

Afturendinn er settur á Vofuna og stélkamburinn límdur saman. Þessi módel eru ekki með hliðarstýri, svo ég þurfti ekki að gera ráð fyrir svoleiðis.
Mynd

Hérna stilltum við Migunni og Vofunni saman til að sjá muninn á þeim. Vofan er greinilega lengri.
Mynd

Okkur langaði að hrekkja Mumma svolítið á meðan hann var að spóka sig á Tene, svo hausnum á Helmút var troðið ofan í Veiðimanninn. Þegar myndataka var búin og við ætluðum að taka hann út aftur, þá reyndist hann fastur í. Við látum hann bara sitja þarna og Mummi getur skorið eitthvað í burtu ef hann vill losna við hann.
Mynd

Árni jóðlar lími á Miguna þar sem toppurinn á að koma. Téður toppur er gerður úr 5mm balsaplötu og þetta er góður ftaður fyrir gult tréím.
Mynd

Og hér er toppurinn kominn á. Þar sem hann bognar í báðar áttir, þá er nóg að hafa eina klemmu á hvorum enda.
Mynd

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 6. Jan. 2020 19:00:25
eftir Sverrir
Glæsilegt!

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 8. Jan. 2020 21:31:07
eftir jons
Sko, bara kominn með flugmann! Sweet :)

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 13. Jan. 2020 20:37:49
eftir Gaui
Vofan tekur á sig mynd. Hérna er afturendinn á henni tilbúinn fyrir stélfjaðrirnar
Mynd

Og þær líta svona út. Stýrin eru svo lítil að lamirnar eru minna en hálfar CA lamir frá SLEC.
Mynd

Og hér eru stélflöturinn og stélkamburinn komin á. Fráhallinn á stélfletinum er verulegur!
Mynd

Næst er það vængurinn. Ég þarf að líma þessa hluta saman og síðan hefla burtu allt sem ekki lítur út eins og vængur á Vofu.
Mynd

Það kom gestur í skúrinn. Þorsteinn er líka að búa til Migu og hann fékk að sjá hvernig Árni gengur frá öllu dótinu í sína.
Mynd

Þeir komust að því að líkast til væri best að saga smá af einu skrokkrifinu til að koma rafhlöðunni fyrir.
Mynd

Það er fljótgert með góðri sög og handfræsara.
Mynd

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 19. Jan. 2020 14:49:10
eftir Gaui
Sunnudagsmorgun í skúrnum og Árni fjarverandi í þetta sinn. Menn kenna það of miklum drukk, eins og segir í vísunni.

En vofan læðist áfram. Fyrst eru allir partar vængsins límdir saman og svo er heflað og pússað framan og aftan af vængnum, bæði ofan og neðan.
Mynd

Þá lítur vængurinn svona út og ætti að fljúga eins og hvaðeina.
Mynd

Hér er verið að líma vængendana á. Þeir eru það eina sem hugsamlega má kalla aðhalla á vængnum.
Mynd

Áður ern ég set vænginn á, þá langar mig að staðsetja servóin. Það kemur eitt innan í skrokkinn og stýrir hæðarstýrinu, en tvö koma utaná til að stýra hallastýrunum. Servóin eru vægast sagt ekki stór. Hér er eitt þeirra ofan á gömu servói af standard stærð.
Mynd

Mér finnst endilega að það þurfi eitthvað meira en balsa til að skrúfa í, svo ég setti smá krossvið þar sem servóin ega að koma. Mynd

Og hér er svo annað servóið komið á sinn stað.
Mynd

Það næsta sen ég geri við Vofuna áður en vængurinn fer á hana er að fylla og pússa skrokkinn.

Mummi vann í Veiðimanninum. Hér er hann að líma á efri og neðri balsaborð á skrokkinn.
Mynd

Það eru aldrei of margar klemmur!
Mynd

Þetta eru hliðarnar á nefinu. Það koma heilmiklir balsakubbar á nefið og svo, eins og er svo algengt hjá Tony, er allt heflað og pússað í burtu sem ekki lítur út eins og Veiðimaður.
Mynd

Hér er Mummi að vinna í vængnum. Hvor vængur er gerður úr þrem balsaplötum sem eru límdar saman.
Mynd

Hér er hann svo búinn að merkja þá hluta vængsins sem þarf að hefla og pússa til að fá vænglag á hann.
Mynd

Þetta er allt að koma!

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 21. Jan. 2020 23:12:20
eftir Gaui
Þriðjudagur -- og enn er Árni fjarverandi. Mummi kom og skar agnúa af skrokknum sínum svo hann yrði sem eitt rör í laginu.
Mynd

Á meðan pússaði ég fylliefni af Vofuvængnum.
Mynd

Síðan gat ég límt báða vænghelminga saman með krossviðar viðhaldið í miðjunni.
Mynd

Mummi hamaðist við að forma sína vængi.
Mynd

Auka-vara skúrtíkin Milla var húsbónda sinum innan fótar og fékk sinn skerf af balsaryki, spænum og kallaglimmer.
Mynd

Enda hamaðist Mummi sem aldrei áður
Mynd

Vængurinn kominn á Vofuna.
Mynd

Inntakið á skrokknum er of lítið fyrir þennan mótor, svo ég þurfti að gera viðbótar gat neðan á vænginn.
Mynd

Mummi notaði tækifærið á meðan skúrinn var fullur af balsaspónum til að gá hvernig hann liti út ef hann væri ljóshærður með mikið af krullum. Hann er bara flottur, held ég.
Mynd

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Feb. 2020 19:56:55
eftir Gaui
Smá hliðarspor: ég fékk vélarhlíf og dömmí mótor fyrir Texaninn og Árni Hrólfur tók að sér að máta þessar gersemar:

Mynd
Mynd
Mynd

Takk fyrir Árni -- hvar værum við án þín?

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Feb. 2020 20:10:24
eftir Gaui
Þá höldum við áfram með þoturnar eftir smá hlé vegna veikinda og áfengisneyslu.

Vofan:
Neðan á vofuna kemur handfang sem ekki er sjáanlegt á fyrirmyndinni. Þetta er vegna þess að annars væri hvergi hægt að taka á henni til að þeyta henni á loft.
Mynd

Svo þarf að snyrta loftinntökin og það er m.a. gert með því að lemja rammann í burt sem þarna var.
Mynd

Það er komið að því að búa til lúgu sem nota má til að hlaða í Vofuna orku og vopnum.
Mynd

Gatið lítur þá svona út:
Mynd

Veiðimaðurinn:
Það þarf að setja nebba á veiðimanninn, ekki til að draga loft, heldur til þess eins að kljúfa loftið svo hann komist hratt.
Mynd

Eins gott að hafa nóg af klemmum, enda er aldrei nóg af klemmum!
Mynd

Svo er fremsti nefhlutinn límdur á. Nú þarf bara að hefla burt það sem ekki lítur út eins og nefið á Veiðimanni og pússa vandlega.
Mynd

Á meðan límið þornar eru fjaðrirnar límdar saman, enda segir í fornsögum að fuglinn fljúgi ekki fjaðralaus.
Mynd

Migan:
Það er svo langt síðan Árni komst í skúrinn að hann þurfti að hugsa vel og lengi. Við hinir máttum bara reyna að hunsa lyktina.
Mynd

Að lokum var með góðra manna hjálp fundið út að það þyrfti líklega að setja nebba á Miguna líka. Þessi nebbi, öfugt við Veiðimanninn, þarf að vera holur, því hann dregur loft inn fyrir mótorinnn.
Mynd

Meira límt á nebbann. Það er greinilegt að Grænvetninga skortir ekki einbeitingu.
Mynd

:cool: