Sunnudagsmorgun í skúrnum og Árni fjarverandi í þetta sinn. Menn kenna það of miklum drukk, eins og segir í vísunni.
En vofan læðist áfram. Fyrst eru allir partar vængsins límdir saman og svo er heflað og pússað framan og aftan af vængnum, bæði ofan og neðan.
Þá lítur vængurinn svona út og ætti að fljúga eins og hvaðeina.
Hér er verið að líma vængendana á. Þeir eru það eina sem hugsamlega má kalla aðhalla á vængnum.
Áður ern ég set vænginn á, þá langar mig að staðsetja servóin. Það kemur eitt innan í skrokkinn og stýrir hæðarstýrinu, en tvö koma utaná til að stýra hallastýrunum. Servóin eru vægast sagt ekki stór. Hér er eitt þeirra ofan á gömu servói af standard stærð.
Mér finnst endilega að það þurfi eitthvað meira en balsa til að skrúfa í, svo ég setti smá krossvið þar sem servóin ega að koma.
Og hér er svo annað servóið komið á sinn stað.
Það næsta sen ég geri við Vofuna áður en vængurinn fer á hana er að fylla og pússa skrokkinn.
Mummi vann í Veiðimanninum. Hér er hann að líma á efri og neðri balsaborð á skrokkinn.
Það eru aldrei of margar klemmur!
Þetta eru hliðarnar á nefinu. Það koma heilmiklir balsakubbar á nefið og svo, eins og er svo algengt hjá Tony, er allt heflað og pússað í burtu sem ekki lítur út eins og Veiðimaður.
Hér er Mummi að vinna í vængnum. Hvor vængur er gerður úr þrem balsaplötum sem eru límdar saman.
Hér er hann svo búinn að merkja þá hluta vængsins sem þarf að hefla og pússa til að fá vænglag á hann.
Þetta er allt að koma!