Smíðað á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Steinþór
Póstar: 199
Skráður: 25. Mar. 2010 23:11:51

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Steinþór »

flottar vélar mikil balsa slipun ,gaman að filkjast með hjá ikkur flottir karlar i skúrnum . kv steini litli málari..,
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Enn er haldið áfram og núna fáið þið tveggja vikna skammt af myndum og Árna í tveim ástöndum. Ég mun hoppa frá einni þotunni yfir á aðra, í sömu röð og ég tók myndirnar.

Hér er komið lok með læsingu á Vofuna. Það var ekkert sérleg mikið pláss fyrir læsinguna, svo ég reyndi að grafa hana smá inn í lokið.
Mynd

Mummi er að beita uppáhalds tækni Toly Nijhius: tálga burt allt sem ekki lítur út eina og nefið á Veiðimanni.
Mynd

Árni þurfti að líma trekantlista innan í nefið á Migunni. Hann notaði helling af sekúndulími.
Mynd

Með fyrirsjáanlegum afleiðingum.
Mynd

Nú er Mummi kominn í pússivinnuna. Það þarf að gera veiðimanninn og Miguna verulega rúnnaða.
Mynd

Árni er hér að merkja fyrir því sem þarf að pússa í burtu innan úr rörinu á Migunni. Hún tekur loftið inn að framan eins og fyrirmyndin.
Mynd

Hér er kominn festing fyrir hæðarstýrisservóið í Vofuna, en ég þarf að gera breytingar á henni, því þegar servóið er komið í, þá passar lokið ekki lengur á.
Mynd

Árni heflar og pússar utan af migunni til að gera hana rúnaða.
Mynd

Og hér er hann bara nokkuð ánægður með afraksturinn. Hann á samt eftir að gera meira.
Mynd

Hér er hæðarstýrisservóið komið í Vofuna, og eins og sést, þá lækkaði ég festinguna um tvær þykktir á krossviðnum (6mm) til að lokið komist á. Þetta hafði líka þær afleiðingar að stýrisstangirnar leggjast betur á servó arminn.
Mynd

Hér eru hallastýrisservóin komin í. Þarna sést líka tvennt sem ekki finnst á full stórri Vofu: gat til að soga nægilegt loft inn fyrir aðdáandann og handfang sem halda má í þegar Vofunni er grýtt á loft.
Mynd

Og hér er hún svo tilbúin undir plastklæðningu, langt á undan hinum tveim. Þó hef ég ekkert unnið í henni nema þegar annar eða báðir hinur eru mættir í skúrinn.
Mynd

Hér er Mummi að máta stélið á Veiðimanninn. Hann þarf að gera rauf í skrokkinn og líma stélkambinn þar niður.
Mynd

Á meðan er Árni að setja saman vænginn fyrir Miguna.
Mynd

En, hvað er að sjá kallinn? Jú, samkvæmt því sem hann segir sjálfur, þá var skyndilegt landris og hann varð að taka af sér fallið með andlitinu. Hann fór í svokallað sjö-spora meðferð og á eftir að vera með skemmtilegt kamóflass í framan.
Mynd

Mummi er búinn að líma stélið á Veiðimanninn og er að kíkja hvort allt sé ekki nokkuð rétt. Þeir sem eitthvað þekkja til smíði vita að það er of seint að kíkja þegar búið er að líma!
Mynd

Hann þarf síðan að samlíma hryggjarstykkið á Veiðimanninn og líma það á bakið á honum. Kannski fáum við að sjá það næst.
Mynd

Árni setur saman stélkambinn á Miguna. Hann er holur innan og með stýrisstangir innaní, ekki bara massívur balsi eins og hjá okkur hinum.
Mynd

Meira næst.
:cool:
Síðast breytt af Gaui þann 13. Feb. 2020 11:48:05, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt! En á ekkert að leyfa okkur að sjá nýja verkefnið??? ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

[quote=Sverrir]Glæsilegt! En á ekkert að leyfa okkur að sjá nýja verkefnið??? ;)[/quote]

Það er á Feisbúkk

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

Usss, mismunun er þetta gagnavart tryggum lesendahópi spjallsins. :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Ef það er mikil úlfúð í gangi, þá er aldrei að vita hvað gerist.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

Lesendabréfin streyma inn... á faxtækjum og með bréfpósti! :rolleyes: :D ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 868
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir gudjonh »

Ég fer aldrei á Feisbúkk
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Það er ekki mikið um að vera: Árni var í pílukasti (segir hann), svo Migan breyttist ekkert, ég er að setja mig í skorður til að fara að strauja plasti á Vofuna og Mummi er sá eini sem gerir eitthvað:

Hér er Mummi að skera til hryggjarstykkið fyrir Veiðimanninn:
20200211_202209.jpg
20200211_202209.jpg (124.25 KiB) Skoðað 2832 sinnum
Svo er formaður á það rúnningur og það límt á bakið á módelinu:
20200211_205439.jpg
20200211_205439.jpg (143.56 KiB) Skoðað 2832 sinnum
Að síðustu er notað "Fast and Furious" til að hylja allar misfellur. Það er ekki langt þar til Mummi þarf að fara kíkja í klæðaskápinn!
20200211_214624.jpg
20200211_214624.jpg (129.98 KiB) Skoðað 2832 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Enn eru þotur smíðaðar á Grísará. Vofan er, hins vegar í hvíld og bíður eftir klæðningu, en Veiðimaðurinn og Migan fá mikla athygli. Mummi byrjaði daginn á að pússa Fast & Furious af Veiðimanninum og þá er best að vera nálægt ruslafötunni.
20200216_100957.jpg
20200216_100957.jpg (131.32 KiB) Skoðað 2802 sinnum
Árni pússaði líka, svo hratt að svo virtist sem væru fjórir pússikubbar á lofti í einu.
20200216_104407.jpg
20200216_104407.jpg (121.05 KiB) Skoðað 2802 sinnum
Nú var komið að því að Mummi setti gat á skrokkhliðarnar á Veiðimanninum. Hann byrjaði á að teikna svona nokkurn vegin það sem er sýnt á teikningunni.
20200216_104138.jpg
20200216_104138.jpg (98.45 KiB) Skoðað 2802 sinnum
Eftir að hann skar til feringarnar í kringum götin, þá gat hann gert þau stærri og stærri.
20200216_113605.jpg
20200216_113605.jpg (106.22 KiB) Skoðað 2802 sinnum
Árni vandaði sig við að setja efri vör á útblásturinn á Migunni.
20200216_114908.jpg
20200216_114908.jpg (151.89 KiB) Skoðað 2802 sinnum
Og svo notaði hann brúðargjafirnar til að forma hana til svo hún líktist því sem sýnt er á teikningunni.
20200216_115202.jpg
20200216_115202.jpg (126.85 KiB) Skoðað 2802 sinnum
Árni límdi aðra hliðina á stélkambinn og formaði hann til eftir kúnstarinnar reglum. Næst setur hann kaplarör í kambinn áður en hann setur hina hliðina á.
20200216_122047.jpg
20200216_122047.jpg (118.29 KiB) Skoðað 2802 sinnum
Mummi kláraði að skera loftinntökin á Veiðimanninn. Hann er smá glaður með þetta.
20200216_122104.jpg
20200216_122104.jpg (113.83 KiB) Skoðað 2802 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara